Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021 „ÞAÐ VERÐUR MUNUR ÞEGAR HANN VERÐUR NÓGU GAMALL TIL AÐ SEGJA MÉR HVAÐ ER AÐ – OG ÉG GET SAGT HONUM AÐ VERA EKKI SVONA MIKIÐ BARN.“ „SJÁLFSTRAUSTIÐ HEFUR STÓRAUKIST HJÁ HONUM EFTIR AÐ HANN FÉKK KRÓNUR Á TENNURNAR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að leggja sitt af mörkum í eldhúsinu. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞEGAR ÉG VAR Í SVEIT LÆRÐI ÉG SKYNDIHJÁLP ÞAÐ VAR MJÖG ERFITT ÞAÐ ER MJÖG VANDASAMT AÐ BEITA MUNN VIÐ MUNN TIL AÐ ENDURLÍFGA HÆNU VÆRI ÞAÐ EKKI „MUNN VIÐ GOGG“ STOPP! ÞÚ VERÐUR AÐ FARA Í RÖÐINA! HVERNIG FÓR FUNDURINN? EF SVO ER … HANN FULLYRÐIR AÐ ÞAÐ SÉ MÉR FYRIR BESTU AÐ JÁTA SÖK Í ÖLLUM ÁKÆRUATRIÐUM! KOLBEINN LÖGMAÐUR arstigið, og benda á mikilvægi sam- hæfingar á milli stjórnsýslustiga. Mikið hefur áunnist, en meira þarf til.“ Sólveig hefur hlotið gullmerki Verkfræðingafélags Íslands. Hún er varabæjarfulltrúi í Árborg fyrir Framsókn og óháða og er varafor- maður almannavarnanefndar Árnes- sýslu. „Mín helstu áhugamál eru að vera á fjöllum og skíðum, en geri allt of lítið af því.“ Fjölskylda Sambýlismaður Sólveigar er Val- geir Ómar Jónsson, f. 23.7. 1955, vél- og sagnfræðingur. „Við Ómar byrj- uðum að búa 2001 í Reykjavík, en höf- um búið í Árborg frá 2007. Árið 2010 fluttum við inn í hús sem við byggð- um í Tjarnabyggð í Árborg, sem er eiginlega úti í sveit. “ Foreldrar Óm- ars voru hjónin Sigríður Ebenesers- dóttir, f. 31.12. 1931, d. 4.4. 2015, sjúkraliði, og Jón Hálfdán Þorbergs- son, f. 12.9. 1931, d. 11.10. 1997, bif- vélavirki. Þau bjuggu í Reykjavík. Stjúpbörn Sólveigar og börn Óm- ars: 1) Tinna María, f. 26.8. 1982, d. 9.10. 2020; 2) Jón Elmar, f. 17.8. 1984, garðyrkjufræðingur. Kona hans er Elvý Guðmundsdóttir, þau búa í Reykjavík. Stjúpbarnabörnin eru fjögur. Systkini Sólveigar eru Helga, f. 9.11. 1958, tölvunarfræðingur, býr í Boston, og Arndís Björg f. 19.11. 1973, flugfreyja, býr í Reykjavík. Foreldrar Sólveigar: Hjónin Þor- valdur Veigar Guðmundsson, f. 15.7. 1930, d. 20.6. 2016, lækningaforstjóri Landspítalans, og Birna Guðrún Friðriksdóttir, f. 5.5. 1938. fyrrv. skrifstofustjóri á Biskupsstofu. Hún býr í Reykjavík. Sólveig Þorvaldsdóttir Dagmar Emilie Sophie Thomsen Nielsen kennari í Kaupmannahöfn Carl Christian Holger Christoffer Nielsen kennari og skjalavörður í Kaupmannahöfn Gertrud Estrid Elise Friðriksson kennari og organisti á Húsavík Friðrik Aðalsteinn Friðriksson prófastur á Húsavík Birna Guðrún Friðriksdóttir fv. skrifstofustjóri á Biskupsstofu Ketilríður Sigurbjörg Friðgeirsdóttir húsfreyja og saumakona í Ólafsvík Friðrik Ólafsson dyravörður Íslandsbanka í Reykjavík María Bjarnadóttir húsfreyja á Alviðru Þóroddur Davíðsson bóndi á Alviðru í Dýrafirði Helga Þóroddsdóttir húsmóðir á Ísafirði Guðmundur Helgi Guðmundsson sjómaður og símvörður á Ísafirði Guðmundína Magnúsdóttir vinnukona í Arnardal Guðmundur Helgi Kristjánsson sjómaður í Arnardal í Skutulsfirði Úr frændgarði Sólveigar Þorvaldsdóttur Þorvaldur Veigar Guðmundsson lækningaforstjóri Landspítalans Á sunnudag skrifaði Ólafur Stef-ánsson á Boðnarmjöð: „Klukk- an að verða þrjú síðdegis og engu stefi verið fram orpið so far. Þann- ig er doði og örmögnun hvíld- ardagsins. Hef þó farið í gegnum helgar- blöðin hvar nýir vinklar hafa verið viðraðir um uppruna veirunnar vondu“: Kínaveiran kom ekki’ úr fiski, það kannað hefur verið austur þar, en leðurblökulík á salatdiski er langtum betra’ og trúverðugra svar. Og bætti við: „En þetta er líklega eins og með höfund Njálu, finnst ekki þótt fundað sé.“ Á fimmtudaginn skrifaði Indriði á Skjaldfönn á fésbók: „Í dag fór hitinn aftur í góð 18 stig og það grænkar og grær, sóleyjar og fíflar að birtast við húsveggi og fuglarnir að ærast af fögnuði. Sauðburði lok- ið farsællega, nema tvær upp- gönguær sem bera eftir 7-10 daga,“ – og orti: Sauðkindin er sál vors lands. Sómi og prýði eigandans. Gefur af ullu gull í sjóð. Gæfa fyrir land og þjóð. Auðvitað yrkja hagyrðingar um regnið á Boðnarmiði, – Hallmundur Guðmundsson: Nú þjóðarblóm er þjáð að fá, þurran svörðinn vættan. Gott er og að gengur hjá; gróðureldahættan. Sigtryggur Jónsson yrkir: Grenjandi rigning og gróður tekur við sér, græn verða laufblöð og blómin öll dafna. Vorið er indælt, svo veröldin finnst mér, vera til sumarsins, kröftum að safna. Steinn G. Lundholm saknar ekki grímunnar: Lífið betra orðið er ekkert plagar þankann. Nú get ég aftur gengið hér grímulaus í bankann. Á laugardaginn sagðist Anton Helgi Jónsson leyfa sér að birta eina limru í tilefni dagsins – „Bíbí ákveður að drífa sig á fætur“: Ég varla fæ breytt mínum vana nú’ Út í vitleysu nýja ég ana nú því aldrei skal hikað við óráð né hvikað. Ég er bara svona og hananú! Um Grímsey er þetta kveðið: Hún er öll til enda strengd, átján hundruð faðma á lengd, til helftar breið, á þverveg þrengd. Þessu valda björgin sprengd. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kínaveiran og sauðburði lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.