Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 32
Kammersveit Reykjavíkur heldur kammertónleika í
Norðurljósum í Hörpu í kvöld, 1. júní, kl. 20. Á efnisskrá
eru tveir Íslandsfrumflutningar, annars vegar á Mec-
anic song, sextett eftir Frakkann Thierry Eschaic fyrir
píanó og blásarakvintett, og hins vegar Nonette eftir
Nino Rota. Escaich er eitt mikilvægasta samtíma-
tónskáld Frakklands og hinn ítalski Nino Rota (1911-
1979) var einkum þekktur sem kvikmyndatónskáld og
hlaut Óskarsverðlaunin fyrir tónlist sína við Guðföð-
urinn árið 1974.
Tónverk eftir Eschaic og Rota
flutt í fyrsta sinn hér á landi
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Mikill áhugi er á því að starfrækja
endurhleðslusetur á Ströndum fyrir
fólk sem berst við kulnun og streitu.
Til stóð að bjóða upp á fyrstu nám-
skeiðin í maí en ákveðið var að fresta
þeim til hausts. „Kórónuveirufarald-
urinn verður þá vonandi ekki hindr-
un og við stefnum á að nýta okkur
átak ríkisstjórnarinnar, „Hefjum
störf“, ráða framkvæmdastjóra til að
fara í frekari hugmyndavinnu og
koma verkefninu á koppinn,“ segir
Esther Ösp Valdimarsdóttir, tóm-
stundafulltrúi í Strandabyggð og
helsti forsprakki setursins.
Náttúra, þjóðtrú og kyrrð
Strandabyggð tekur þátt í verk-
efni Byggðastofnunar, „Brothættum
byggðum“, og sjá íbúarnir tækifæri í
náttúrunni, þjóðtrúnni og kyrrðinni
á svæðinu. Esther Ösp segir að með-
al annars hafi verið horft til heilsu-
tengdrar ferðaþjónustu og hug-
myndin um „Kyrrðarkraft –
endurhæfingarsetur á Ströndum“
hafi þannig orðið hluti af verkefninu
„Sterkum Ströndum“.
„Við höfum mikla trú á endur-
hleðslusetri hérna og hugmyndin
hefur fengið töluverða athygli og
vakið áhuga margra,“ heldur Esther
Ösp áfram. Í grunninn snúist verk-
efnið um að aðstoða fólk við að bakka
út úr streituvaldandi aðstæðum og
byggja sig upp á ný, finna leiðir og
hegðunarmynstur sem hjálpa til við
að vera í góðu jafnvægi út lífið. „Við
eigum það til að detta í vonda rútínu,
þegar álagið er mikið, falla fyrir
óhollum skyndibita, verðum þreytt,
sækjum í koffín og orkudrykki í
auknum mæli, sofum minna og verð-
um þá enn þá þreyttari og höfum
hvorki orku né tíma til að sinna lík-
amsrækt. Með námskeiðinu bregð-
umst við við, sköpum rými fyrir þátt-
takendur til að finna hvað hentar
best hverjum og einum til að komast
í jafnvægi á ný og hvernig megi
koma því fyrir í lífinu til framtíðar.“
Á heimasíðu Kyrrðarkrafts
(kyrrdarkraftur.is) er verkefnið
kynnt og útskýrt. Þar er mælt með
þriggja vikna staðarnámskeiði hafi
stressið varað í langan tíma en valið
sé þátttakenda. Gert var ráð fyrir að
í fyrstu vikunni yrði áhersla á nær-
ingu og núvitund, svefn og náttúru-
upplifun yrði í öndvegi í annarri viku
og ræktun og samskipti í þeirri
þriðju. „Markhópurinn er fólk sem
hefur mikið að gera, duglegt og
metnaðarfullt fólk sem ætlar að gera
stóra hluti en er kannski með of
marga bolta á lofti,“ útskýrir Esther
Ösp. Það sé jafnvel ómissandi og því
sé erfitt að fá það til þess að slaka á
fjarri heimili og vinnu. Annað vanda-
mál sé að endurhæfingarformið hjá
Virk og Vinnumálastofnun geri ekki
ráð fyrir að fólk fari að heiman á
meðan það sé í endurhæfingu. „Það
er ákveðin hindrun sem vinnur ekki
með landsbyggðinni.“
Hugmyndin hefur gerjast lengi
hjá aðstandendum átaksins. „Flest-
ir, sem koma að verkefninu, hafa
verið á barmi kulnunar eða jafnvel
lent í kulnun og við höfum því þurft
að finna leiðir til þess að komast aft-
ur á réttan kjöl,“ segir Esther Ösp.
Óskir íbúa í tengslum við verkefni
Byggðastofnunar hafi farið saman
við hugmyndir hennar um heilsu-
tengdan ferðastað og hún hafi
ákveðið að nýta tækifærið og láta á
þetta reyna. „Strandir eru staður
galdra og það að borða hollan mat,
hugleiða, hreyfa sig og njóta náttúr-
unnar og orku hennar er ekkert
nema nútímagaldrar.“
Nútímagaldrar í endur-
hleðslusetri á Ströndum
- Vilja aðstoða fólk við að taka á kulnun og streitu
Endurhæfing Esther Ösp segir að Hólmavík sé góður staður til endurstillingar.
Kyrrðarkraftur Anna Björg Þórarinsdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir og
Hildur Dagbjört Jónsdóttir eru í framvarðasveitinni.
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 152. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
FH er í lykilstöðu í einvígi sínu gegn ÍBV í átta liða úr-
slitum Íslandsmóts karla í handknattleik eftir 31:31-
jafntefli liðanna í fyrri leik liðanna í Vestmannaeyjum í
gær. Þá eru deildarmeistarar Hauka komnir með annan
fótinn í undanúrslit Íslandsmótsins eftir tíu marka sig-
ur gegn Aftureldingu í íþróttahúsinu að Varmá í Mos-
fellsbæ en leiknum lauk með 35:25-sigri Hauka.
Liðin mætast á nýjan leik hinn 3. júní en samanlögð
úrslit leikjanna tveggja ráða úrslitum um það hvort lið-
ið kemst áfram í undanúrslit Íslandsmótsins. »27
Hafnarfjarðarliðin í vænlegri stöðu
eftir fyrstu leiki úrslitakeppninnar
ÍÞRÓTTIR MENNING