Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
Hildur
Stjórnmál
Sverris
skipta máli
dóttir
3.– 4. sæti
Kjósum Hildi Sverrisdóttur
í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Húsið góða sómir sér vel á nýjum
stað og í raun er eins og það hafi alla
tíð verið hér í Stykkishólmi,“ segir
Jón Ragnar Daðason tréskipasmiður.
Í síðustu viku var timburhúsið sem
lengi stóð við Laugaveg 27b í Reykja-
vík flutt vestur í Stykkishólm og
komið þar fyrir eftir að hafa verið síð-
ustu misserin á geymslusvæði í
Laugarnesi í Reykjavík.
Þegar framkvæmdir hófust á veg-
um Þingvangs ehf. á Brynjureitnum
svokallaða við Laugaveg í Reykjavík
þurftu eldri byggingar þar að víkja.
Húsið, sem nú hefur verið flutt vest-
ur, var reist laust fyrir aldamótin
1900, jarðhæð og ris, en seinna
stækkað með því að einni hæð og íbúð
var bætt við. Af
Laugaveginum
var húsið flutt ár-
ið 2015 og þá leit-
uðu Þingvangur
og Minjastofnun
til Jóns Ragnars,
sem í smíðavinnu
sinni hefur ein-
beitt sér að eldri
húsum og skipum.
Úr varð að hann
fékk húsið fyrir málamyndagjald og
endurbætti verulega á geymslustað í
borginni.
Millihæð fjarlægð
Flutningurinn vestur var vanda-
verk. Millihæð var fjarlægð og húsið
fært í upprunalegt horf. Vestur voru
risið og hæðin, sem höfðu verið stífuð
vel af, flutt sitt á hvorum vagninum.
Flutningurinn, sem starfsmenn fyrir-
tækisins BB & synir í Stykkishólmi
höfðu með höndum, gekk vel þótt
vandasamur væri.
„Grunnflötur hússins er 7,60 á
hverja hlið og húsið því svo stórt að
mér finnst ósennilegt að neitt þessu
líkt verði reynt í framtíðinni,“ segir
Jón Ragnar.
Verði framtíðarheimili
Húsið var sett á grunn við Reita-
veg, sem er vestarlega í byggðinni í
Stykkishólmi, sl. fimmtudag. Hefur
nú verið sett og fest á sökkla – og nú
er unnið að frágangi. Jón Ragnar,
sem er Hólmari, og Hera Guðlaugs-
dóttir ætla þar að skapa sér og sínum
framtíðarheimili og flytja inn á næstu
mánuðum.
Flutningur Að mörgu var að hyggja við flutning hússins á tveimur vögnum. Svo var ekið í Stykkishólm að næturlagi, en taka þurfti niður umferðarmerki og fleiri hindranir svo dæmið gengi upp.
Hús Sómir sér vel fyrir vestan og frábært útsýni yfir Breiðafjörðinn.
Laugavegshús er nú komið í Hólminn
- Aldamótahús í Reykjavík sett niður við Reitaveig í Stykkishólmi - Flutningurinn var vandaverk
Jón Ragnar
Daðason
Tvö skip, Huginn og Kap frá Vest-
mannaeyjum, leituðu makríls í
gær suður af Eyjum, en eftir
hrygningu á vorin heldur makríll-
inn norður eftir Atlantshafi í æt-
isleit. Líklegt er að fleiri skip
haldi til makrílveiða upp úr sjó-
mannadegi.
Eitt íslenskt skip, Hoffell frá
Fáskrúðsfirði, var í gær á kol-
munnamiðum austur af Fær-
eyjum. Það sem af er ári hafa ís-
lensku skipin landað tæplega 139
þúsund tonnum og eiga þá eftir að
veiða 63 þúsund tonn í ár. Kraftur
kemst væntanlega í kolmunna-
veiðar að loknum veiðum á norsk-
íslenskri síld í haust. aij@mbl.is
Leita að makríl sunn-
an Vestmannaeyja
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Hoffell SU Á loðnuveiðum veturinn 2019 en skipið er nú á kolmunna.
Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur
nam 5,9 milljörðum króna á fyrstu
þremur mánuðum ársins. Er það
mun betri afkoma en yfir sama
tímabil 2020 þegar tap fyrir-
tækisins reyndist 2,6 milljarðar
króna.
Tekjur tímabilsins námu 13,7
milljörðum króna og jukust um
tæpan hálfan milljarð. Rekstrar-
kostnaður nam tæpum 4,5 millj-
örðum og lækkaði um rúmlega 200
milljónir frá fyrra ári. Afskriftir
jukust hins vegar og námu 3,3 millj-
örðum króna, ríflega 250 milljónum
meira en á samanburðartímabilinu
fyrir ári.
Það voru hins vegar gangvirðis-
breytingar innbyggðra afleiða í
raforkusölusamningum sem sneru
taflinu frá í fyrra við. Voru þær já-
kvæðar sem nam 2,5 milljörðum en
höfðu reynst neikvæðar sem nam
7,8 milljörðum í fyrra. Þá var geng-
ismunur einnig jákvæður um 1,9
milljarða, samanborið við neikvæð-
an mun upp á 2,8 milljarða árið á
undan. Eignir Orkuveitunnar námu
390 milljörðum í lok mars en skuld-
ir fyrirtækisins voru 196 milljarðar
króna.
Eiginfjárhlutfall félagsins var
49,7% í lok fjórðungsins en hafði
staðið í 47,7% um síðustu áramót.
Orkuveitan hagnast um 5,9 milljarða