Morgunblaðið - 01.06.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
Illu heilli ákváðu
stjórnarflokkarnir á
sínum tíma að selja Ís-
landsbanka einkaað-
ilum til rekstrar í
hagnaðarskyni. Nú
reynir ríkið að koma
bankanum í verð í
samræmi við þessa
óheppilegu ákvörðun.
Hópur ráðgjafarfyr-
irtækja hefur þetta
verkefni sér að féþúfu. Ekkert er
ókeypis.
En þetta breytir hinu ekki að það
er spillingarvaki að ríkisvaldið fari
með yfirráð yfir banka. Stjórnmál og
bankastarfsemi blandast mjög illa,
eins og dæmin sanna. Ríkið þarf að
losa tengslin, en ekki með þessum
hætti. Og vonandi reynist þetta þó
farsælla en síðast þegar selt var.
Það er beinlínis vafasamt að er-
lendir arðsæknir kaupahéðnar eign-
ist ráðandi hlut í íslenskum kerfis-
mikilvægum banka. Það er líka
stórhættulegt, og reynsla sýnir það,
að lífeyrissjóðirnir taki áhættu af
bankarekstri á sig. Ekki er það síður
óæskilegt að for-
ráðamenn stórfyr-
irtækja nái frekjutaki á
kerfismikilvægum
banka.
Æskilegast er að
kerfismikilvægir bank-
ar, sem eiga meðal ann-
ars að þjóna almenn-
ingi, séu sjálfseignar-
stofnanir sem vinna að
arðsóknarlausri al-
mannaþjónustu. Til
hennar teljast spari-
sjóðsþjónusta og ýmsar
sparnaðarleiðir, lánaþarfir fjöl-
skyldna og einstaklinga, fyrir-
greiðsla við íbúðakaup og bílakaup,
jafnvel lán vegna námskostnaðar, og
fleira slíkt.
Ef það er mikilvægt í þessu máli
að ríkissjóður nái greiðslum til sín
eru margar leiðir færar til slíks.
Margar leiðir eru líka færar við
ákvörðun um stjórnskipan slíkra
banka. Ýmis samfélagsöfl koma til
greina við skipun fulltrúaráðs, ásamt
Alþingi og sveitarfélögum, og líka við
kjör stjórnar. Miklu skiptir að eigin
ábyrgð sé alveg skýr og fulltrúar séu
óháðir í afstöðu og ákvörðunum.
Bankarnir geta síðan átt og rekið
sérstök dótturhlutafélög um áhættu-
starfsemi, fjárfestingar- og einka-
bankaþjónustu, verðbréf, nýsköpun,
fyrirtækjaþjónustu, alþjóða-
samskipti, gjaldeyrisviðskipti og
önnur slík verkefni. Vel kemur til
greina að fjárfestar geti komið þar
að máli með bönkunum.
Verði fyrirætlanir ríkisstjórn-
arinnar að veruleika, – sem vonandi
verður ekki –, verður Alþingi sem
allra fyrst að setja sérstök lög til að
verja (e. ring-fence) almannaþjón-
ustuna og aðgreina hana frá öðrum
þáttum í starfsemi bankanna.
Reynslan hefur kennt þjóðinni að
þetta er alveg nauðsynlegt.
Eftir Jón
Sigurðsson
Jón Sigurðsson
» Alþingi verður að
setja sérstök lög til
að verja (e. ring-fence)
almannaþjónustuna og
aðgreina hana frá öðr-
um þáttum í starfsemi
bankanna.
Höfundur er fv. skólastjóri.
jsi@simnet.is
Bankasala – illu heilli
Undanfarin þrjú ár
hafa margir foreldrar
barna í Fossvogs-
skóla orðið að horfa á
eftir börnum sínum í
skólann, vitandi það
að líklega er ástæða
veikinda þeirra
skólahúsnæðið.
Nokkrir tugir barna
sem gengið hafa í
Fossvogsskóla hafa
veikst á síðustu
þremur árum. Foreldrarnir höfðu
ekkert val því það er skólaskylda
á Íslandi, þau urðu að senda börn
sín í skólann. Það er á ábyrgð
Reykjavíkurborgar að tryggja
börnum heilnæmt skólahúsnæði og
það hefur ekki tekist í Fossvogs-
skóla, þrátt fyrir að gríðarlegu
fjármagni hafi verið varið í við-
gerðir með tilheyrandi raski fyrir
nemendur, starfsfólk og alla að-
standendur.
Nú er komið í ljós að húsnæði
Fossvogsskóla er það illa farið af
raka og myglu að endurnýja þarf
það nánast frá a til ö. Að við séum
í þessari stöðu núna er algerlega
óviðunandi.
Ábyrgðin liggur hjá
meirihlutanum í borgarstjórn
Þarna bera ekki embættismenn
ábyrgðina heldur kjörnir fulltrúar,
þeir verða að svara fyrir þessi
vinnubrögð og axla ábyrgð á stöð-
unni. Þessi staða er þvert á það
sem hefur verið sagt þau þrjú ár
sem málið hefur verið á borði
kjörinna fulltrúa. Þar hefur verið
sagt að viðgerðir hafi verið full-
nægjandi og skipt hafi verið um
allt skemmt efni, því var jafnvel
haldið fram að sú mygla sem
fannst í skólanum seint á síðasta
ári kæmi að utan. Þá þarf að taka
til sérstakrar skoðunar vinnu-
brögð Heilbrigðiseftirlits Reykja-
víkur sem hefur eftirlit með holl-
ustuháttum í Reykjavík og fer í
vettvangsferðir einu sinni á ári í
skóla borgarinnar. Heilbrigðiseft-
irlitið gaf Fossvogsskóla fjóra af
fimm í einkunn í nóvember 2018
sem þýðir að kröfur hafi verið
uppfylltar en einhverjar ábend-
ingar hafi verið gefnar. Engar
þeirra voru sérstaklega vegna
raka. Það var fjórum mánuðum
áður en skólanum var
fyrst lokað. Það þarf
að fara í saumana á
því hvers vegna hús-
næði sem núna þarf
að endurnýja að
mestu leyti getur
fengið þessa góðu um-
sögn hjá Heilbrigð-
iseftirlitinu. Ef Foss-
vogsskóli fékk þessa
góðu einkunn, og það
er Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur sem sér
um að taka út leik- og
grunnskóla í Reykjavík, hvað eru
þá margir Fossvogsskólar í
Reykjavík?
Er áfram verið að
breiða yfir staðreyndir?
Þegar nú er talað um að Foss-
vogsskóli sé uppfærður miðað við
nútímakröfur finnst mér eins og
sé verið að reyna að breiða yfir þá
staðreynd að meirihlutinn í
Reykjavík hefur algerlega brugð-
ist börnum, starfsfólki og aðstand-
endum þeirra. Núna hefði átt að
senda út fréttatilkynningu þar
sem harmað er að ekki hafi verið
rétt brugðist við í Fossvogsskóla
og unnið verði mun þéttar með
foreldrasamfélaginu í Fossvogi,
sem vissulega er í sárum eftir
þessi þrjú ár. Ekki er ásættanlegt
að kenna nemendum úr Fossvogs-
skóla allt næsta skólaár í húsnæði
í Grafarvogi sem rúmar aðeins um
170 börn en nemendur Fossvogs-
skóla eru um 350. Það er mik-
ilvægt að fundin sé betri lausn
fyrir næsta skólaár. Það aðgerða-
leysi og vandræðagangur sem hef-
ur verið frá fyrsta degi í málinu er
til skammar og við eigum að læra
af því og gæta þess að hlutirnir
endurtaki sig ekki.
Hvað eru margir
Fossvogsskólar í
Reykjavík?
Eftir Valgerði
Sigurðardóttur
Valgerður
Sigurðardóttir
» Þarna bera ekki
embættismenn
ábyrgðina heldur kjörn-
ir fulltrúar, þeir verða
að svara fyrir þessi
vinnubrögð og axla
ábyrgð á stöðunni.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is
Það stefnir í metár
í fæðingum á Íslandi
og er áætlað að um
15% fleiri börn muni
fæðast í júní og júlí á
þessu ári en árið á
undan. Það verður því
metfjöldi kvenna og
barna sem þarf að
sinna á meðgöngu, í
fæðingu og eftir fæð-
inguna og er gífurlega
mikilvægt að sinna þessu af kost-
gæfni og fagmennsku.
Um tíma hefur verið skortur á
ljósmæðrum um land allt og mikið
rætt um aðstöðuleysi á sjúkra-
stofnunum sem sinna verðandi og
nýjum foreldrum í fæðingu og
sængurlegu. Það er því mikilvægt
að staldra við og spyrja sig hvort
við séum nógu vel undirbúin fyrir
þessa fjölgun. Þar sem við vitum
með nokkrum fyrirvara um fjölgun
fæðinga höfum við yfirleitt nokkra
mánuði til að bregðast við og und-
irbúa okkur vel en það hefur ekki
verið gert.
Kvennadeild Landspítala er
stærsti fæðingarstaður landsins en
þar fæðast um 75% barna á Ís-
landi. Starfsemin einkennist af fag-
mennsku en einnig af und-
irmönnun og aðstöðuleysi. Það
segir sig því sjálft að 15% aukning
í fæðingum mun hafa veruleg áhrif
á starfsemina nema við grípum
fast og örugglega í taumana. Að-
stöðuleysi lýsir sér t.d. í því að
stundum þurfa konur sem ekki
geta farið snemma heim og fengið
heimaþjónustu í sængurlegu frá
ljósmóður að tvímenna á her-
bergjum í sængurlegu. Þá er að-
staðan fyrir maka þannig að hon-
um er boðinn stóll til að hvíla sig á
og nýir foreldrar hafa ekki mikið
pláss til að athafna sig. Á tímum
covid-takmarkana hefur maki ekki
haft tækifæri til að
vera á sængurlegu-
deildinni á nóttunni á
þeim stofum þar sem
tvær konur liggja
sængurlegu og því
hefur samvera nýrra
foreldra verið rofin.
Þetta er alltaf slæmt
fyrir nýja foreldra
sem vilja nýta dýr-
mætan tíma til að
kynnast barninu sínu
og fara yfir atburði
síðustu klukkutíma
saman. En þetta er sérstaklega
slæmt þegar kona hefur verið í erf-
iðri fæðingu, sem hugsanlega end-
aði sem bráðakeisari eða með því
að barn þarf að leggjast inn á
vökudeild. Þá er algerlega ömur-
legt að þurfa að senda maka heim
frá konu og barni. Lengi hefur ver-
ið þörf á betri aðstöðu fyrir þessar
fjölskyldur sem verður enn brýnni
við yfirvofandi fjölgun fæðinga. Af-
ar mikilvægt er að bjóða öllum
nýjum foreldrum bestu aðstæður
til að hvíla sig eftir fæðingu, kynn-
ast barninu sínu og fá stuðning og
þjónustu frá ljósmæðrum,
hjúkrunarfólki og læknum.
Oft á tíðum er mikið púsluspil að
koma öllum fyrir á meðgöngu- og
sængurlegudeild LSH og einkenn-
ist starfið á stundum af því að út-
skrifa þurfi konur og börn eins
hratt og mögulegt er svo unnt sé
að koma öðrum nýrri foreldrum
fyrir á deildinni. Þetta skapar
óþarfa streitu fyrir nýja foreldra
og það heilbrigðisstarfsfólk sem
þeim sinnir. Miðað við hversu oft
þessar aðstæður koma upp nú þeg-
ar er erfitt að ímynda sér hvernig
þetta verður með 15% fleiri fæð-
ingum á næstu mánuðum.
Kvennadeildin er einnig verulega
undirmönnuð og vantar ljósmæður
og hjúkrunarfræðinga á allar deild-
ir. Slík undirmönnun gerir það að
verkum að það starfsfólk sem vinn-
ur á deildunum þarf að hlaupa
hraðar á vaktinni og taka auka-
vaktir til þess að brúa bil sem ann-
ars myndast. Það er daglegt brauð
að finna þurfi starfsfólk til að
manna vaktir og því mikið álag
þegar sífellt er verið að hringja
eða senda skilaboð með bón um að
mæta á aukavaktir. Þetta er hægt
að gera í skamman tíma en getur
ekki verið langtímaplan á eins
stórum vinnustað og Landspítali
er. Afleiðingin er úrvinda starfs-
fólk sem á mjög á hættu að lenda í
kulnun eða öðrum streitutengdum
veikindum.
Ljósmæður og hjúkrunarfræð-
ingar sem sinna barnshafandi kon-
um og nýjum foreldrum á kvenna-
deildinni sinna sínum skjólstæð-
ingum af mikilli kostgæfni,
fagmennsku og hugsjón og er ekki
ólíklegt að einmitt þess vegna hafi
þessi undirmönnun og aðstöðuleysi
viðgengist eins lengi og raunin er.
En það er óforsvaranlegt að biðja
þetta sama starfsfólk að hlaupa nú
ennþá hraðar, og ekki er hægt að
ætlast til þess að við komumst yfir
öll verkefnin á gleðinni og hugsjón-
inni einni saman.
Heilsa móður og barns við fæð-
ingu er mikilvægur mælikvarði á
almenna heilsu þjóðar og því til
mikils að vinna að allar barnshaf-
andi konur, nýir foreldrar og ný-
burar fái fyrsta flokks þjónustu í
gegnum allt ferlið innan Landspít-
ala og utan hans.
Ég skora því á heilbrigðisyf-
irvöld að veita meira fé í þennan
málaflokk.
Eftir Emmu
Marie Swift » Tekur kvennadeild
Landspítala enda-
laust við?
Emma Marie Swift
Höfundur er ljósmóðir á meðgöngu-
og sængurlegudeild LSH og lektor
við Háskóla Íslands.
Metár í fæðingum á Íslandi
Fasteignir
Atvinna