Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.06.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Við höfum krafist skýringar frá Dönum á þessu og komið áhyggjum okkar og vonbrigðum alveg skýrt á framfæri,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunar- málaráðherra, um fregnir þess efnis að leyniþjónusta danska hersins, FE, hafi aðstoðað bandarísku þjóð- aröryggisstofnunina NSA við hler- anir á æðstu ráðamönnum í Þýska- landi, Svíþjóð, Noregi og Frakklandi. Stjórnvöld í þeim ríkjum hafa einnig leitað svara hjá Dönum eftir að danska ríkisútvarpið, DR, greindi frá því á sunnudagskvöldið að NSA hefði nýtt sér danska sæstrengi á árunum 2012-2014 til þess að fá að- gang að smáskilaboðum, símtölum og netnotkun ýmissa háttsettra stjórnmálamanna í ríkjunum, þar á meðal Angelu Merkel Þýskalands- kanslara, Frank-Walter Steinmeier, þáverandi utanríkisráðherra Þýska- lands, og Peer Steinbruck, sem þá var leiðtogi þýsku stjórnarandstöð- unnar. Spurt hvort fylgst hafi verið með íslenskum hagsmunum Í svari Niels Fastrup og Lisbeth Quass, fréttamanna DR, við fyrir- spurn Morgunblaðsins segir að þau hafi ekki rekið augun í Ísland í þeim gögnum sem þau hafa farið yfir til þessa, en að það útiloki ekki að svo verði þegar gögnin verði skoðuð frekar. Guðlaugur Þór segir að embættis- menn utanríkisráðuneytisins hafi rætt við bæði staðgengil danska sendiráðsins hér á landi og fulltrúa danska varnarmálaráðuneytisins vegna málsins. „Við höfum krafist þess að Danir skýri undanbragða- laust hvort það hafi verið fylgst með íslenskum hagsmunum, þar með tal- ið íslenskum stjórnmálamönnum, embættismönnum, stofnunum, fyrir- tækjum eða einstaklingum hér á landi,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segist aðspurður ekki eiga von á öðru en að Danir muni veita skýr svör, og að einnig verði leitað svara hjá Bandaríkjastjórn. „Það er sama hvaða bandamaður á í hlut, við viljum vita hvort eitthvað slíkt hafi verið í gangi, en fyrst viljum við fá sem gleggstar upplýsingar frá Dön- um,“ segir Guðlaugur Þór, og bætir við að nærtækast sé að álykta að njósnir á íslenskum hagsmunum ef einhverjar voru hafi farið í gegnum þessa boðleið. „Óásættanleg“ hegðun Emmanuel Macron Frakklands- forseti og Angela Merkel Þýska- landskanslari sögðu í gær að þau væntu þess að bæði Bandaríkja- menn og Danir myndu veita útskýr- ingar á ásökunum sem bornar voru fram í fréttum DR, en þau héldu í gær fjarfund sín á milli. Sagði Mac- ron þessa hegðun vera óásættanlega meðal bandamanna, og enn óásætt- anlegra milli samstarfsríkja innan Evrópusambandsins, og lýsti Mer- kel sig sammála orðum Macrons þegar leiðtogarnir ávörpuðu fjöl- miðla eftir fund sinn. Trine Bramsen, varnarmálaráð- herra Danmerkur, vildi hvorki stað- festa né neita frétt DR og sagði hún við AFP-fréttastofuna að „kerfis- bundnar hleranir á nánum banda- mönnum væru óásættanlegar“. Þá vildu talsmenn leyniþjónustu danska hersins ekki tjá sig um málið. Varn- armálaráðherrar Noregs og Sví- þjóðar, þeir Frank Bakke-Jensen og Peter Hultquist, hafa báðir sett sig í samband við Bramsen vegna máls- ins og krafist útskýringa, og einnig rætt saman um stöðuna. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði að það væri óásættan- legt fyrir ríki sem væru í nánu bandalagi að njósna hvert um annað. Í fréttaflutningi DR kom meðal annars fram að aðgerðin hefði verið kölluð „Dunhammer“ og að skýrsla um hana hefði verið lögð fyrir yfir- menn FE í maí 2015. Ekki væri hins vegar ljóst á þessari stundu hvort njósnirnar hefðu haldið áfram eftir það. Bramsen var hins vegar greint frá Dunhammer-aðgerðinni í ágúst á síðasta ári, en skömmu síðar var Lars Findsen, þáverandi yfirmanni leyniþjónustu danska hersins, vikið tímabundið frá störfum. Var þá sú ástæða gefin upp að stofnunin hefði mögulega brotið lög með því að njósna um danska þegna undanfarin sex ár og deilt þeim upplýsingum með öðrum ríkjum. AFP Hlýtt á Merkel Þessu þýska kosningaskilti frá árinu 2014 hefur verið breytt með einföldu veggjakroti til að lýsa yfir að NSA, þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, hefði náð miklum árangri í Evrópu með hlerunum sínum. Krefja Dani skýringa - Leyniþjónusta danska hersins er sögð hafa aðstoðað NSA við hleranir á ráðamönnum í Evrópu - Ekki útilokað að hleranirnar hafi náð hingað til lands Yair Lapid, leiðtogi ísraelsku stjórnarandstöðunnar, sagði að mörg ljón væru enn á veginum áður en hægt yrði að mynda ríkisstjórn. Helsti tilgangur stjórnarinnar virð- ist sá að koma Benjamín Netanyahu forsætisráðherra frá völdum, og sagði Lapid vonast til þess að þeir flokkar sem nú væru í stjórnar- myndunarviðræðum myndu ná sam- an um „hið æðra markmið“. Lapid hefur átt í viðræðum við Naftali Bennett, sem sagður er hægrisinnaður þjóðernissinni, um myndun „breytingastjórnar“, en fjöldi annarra flokka þarf einnig að koma að myndun stjórnarinnar til þess að hún nái tilskildum meiri- hluta í Knesset, ísraelska þinginu. Bennett lýsti því yfir á sunnudag- inn að hann væri tilbúinn til að ganga til liðs við slíka „þjóðstjórn“ þrátt fyrir að hann og Lapid væru ekki með svipaðar skoðanir. Er stefnt að því að þeir tveir myndu þá skiptast á að fara með forsætisráðu- neytið. Flokkarnir hafa frest fram til miðvikudagskvöldsins til þess að mynda starfhæfa ríkisstjórn, sem nýtur stuðnings 61 af 120 þing- mönnum. Takist það ekki mun þurfa að kjósa aftur í Ísrael, og yrðu það fimmtu kosningarnar á síðustu tveimur árum. Lapid sagðist hins vegar vera bjartsýnn á að takist að mynda stjórn, þrátt fyrir að enn væri nokkuð í land. Netanyahu varaði á sunnudaginn við því að í vændum væri vinstri stjórn sem yrði hættuleg Ísraelsríki sjálfu. Sakaði Netanyahu Bennett um „svik aldarinnar“ fyrir að hafa boðið sig fram sem hægri mann, eingöngu til þess að taka höndum saman við vinstri flokkana. Bennett hefur hins vegar sakað Netanyahu um að vilja sökkva hægri flokkum Ísraels í fen með sér, og vísaði þar til ákæra vegna spill- ingarmála sem forsætisráðherrann stendur nú frammi fyrir. Ljón á vegi nýrr- ar ríkisstjórnar - Reynt að koma Netanyahu frá AFP Ísrael Netanyahu berst til þrautar. Kínversk stjórnvöld hyggjast leyfa pörum að eignast þrjú börn, eftir að manntal sýndi að meðalaldur Kínverja færi nú mjög hækkandi. Á árunum 1980 til 2016 var kín- verskum pörum einungis heimilt að eignast eitt barn til þess að sporna við fólksfjölgun í landinu, en undanfarin fimm ár hafa tvö börn verið heimiluð. Aðeins 12 milljónir barnsfæð- inga voru í Kína í fyrra, og höfðu ekki verið færri um árabil. Kín- versk stjórnvöld óttast að þessi þróun geti leitt til skorts á ungu verkafólki til að knýja áfram hag- kerfið, á sama tíma og öldruðum muni fjölga mjög á næstu þremur áratugum. KÍNA AFP Kína Kínversk leikskólabörn að leik. Leyfa pörum að eignast þrjú börn Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmda- stjóri Alþjóða- heilbrigðisstofn- unarinnar WHO, fagnaði í gær „sögulegri álykt- un“, sem sam- þykkt var á síð- asta degi aðalfundar stofn- unarinnar í gær. Aðildarríki stofnunarinnar sam- þykktu þar m.a. að styrkja stoðir hennar og veita meira fé til stofn- unarinnar, svo tryggja mætti rekst- ur hennar betur. Hvatti Tedros al- þjóðasamfélagið til að ganga lengra og samþykkja sáttmála um viðbúnað gegn heimsfaröldrum, til að tryggja að þau mistök sem leiddu til kórónuveirufaraldursins myndu ekki endurtaka sig. SVISS „Söguleg“ ályktun um aukinn stuðning Tedros Adhanom Ghebreyesus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.