Morgunblaðið - 01.06.2021, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Útgjöld ríkisins á þessu ári aukast
um tæpa 14,6 milljarða frá því sem
fjárlög gera ráð fyrir samkvæmt
tillögum í frumvarpi fjármála- og
efnahagsráðherra til fjáraukalaga
2021, sem lagt hefur verið fram á
Alþingi. Að langstærstum hluta,
eða samtals upp
á 13,6 milljarða
kr., er um að
ræða tillögur
vegna aðgerða
sem tengjast far-
aldri kórónuveir-
unnar. Því til við-
bótar er einnig
lagt til eins millj-
arðs króna tíma-
bundið og skilyrt
viðbótarframlag
á þessu ári til hækkunar á dag-
gjöldum hjúkrunarheimila vegna
rekstrarvanda þeirra.
„Við erum að sjálfsögðu ánægð
með að fá aukin fjárframlög í þenn-
an fjársvelta málaflokk en við telj-
um að þetta dugi ekki til. Nú eru
stjórnvöld nýbúin að fá óháða út-
tekt á því hver fjárþörfin er, frá
Gylfanefndinni svokölluðu. Fagleg
niðurstaða þeirrar úttektar var að
hjúkrunarheimilin vantar 2,7 millj-
arða á ári til að ná endum saman.
Við væntum því þess að fá meira á
þessu ári eða í versta falli í byrjun
næsta árs,“ segir Gísli Páll Pálsson,
formaður Samtaka fyrirtækja í vel-
ferðarþjónustu.
Hann vonast til að þá verði
stjórnvöld búin að leggja línur um
hvernig leyst verði úr rekstrar-
vanda hjúkrunarheimila landsins.
Það skilyrði er sett fyrir eins millj-
arðs kr. hækkun fjárheimildarinnar
í frumvarpinu að rekstraraðilar
hjúkrunarheimila samþykki
tveggja mánaða framlengingu þjón-
ustusamninga, þannig að þeir gildi
til loka febrúar 2022. Gísli segir
þetta dæmigert hjá ríkinu þegar
menn sjái að ekki verði staðið við
rétta tímafresti og það sé allt of al-
gengt að ríkið taki sér of mikinn
tíma í mál sem hægt sé að leysa á
skemmri tíma. Að sögn hans leysir
viðbótarframlagið í fjáraukalaga-
frumvarpinu ekki stóra vandann
sem við er að glíma. „Það má segja
að þetta sé lítill plástur á stórt sár.
Að sjálfsögðu fögnum við alltaf
auknum framlögum en það hefði
mátt vera meira,“ segir Gísli.
Útlit fyrir betri afkomu
Á móti auknum útgjöldum í fjár-
aukalagafrumvarpinu vega auknar
tekjur ríkissjóðs upp á 2,4 milljarða
vegna skattheimtu af úttekt sér-
eignarsparnaðar. Þá kemur fram í
greinargerð að við endurmat fjár-
málaráðuneytisins er afkoma ríkis-
sjóðs 13,2 milljörðum kr. betri en
ráð var fyrir gert við afgreiðslu
fjárlaga. Verði allar tillögurnar í
frumvarpinu samþykktar óbreyttar
eykst halli ríkissjóðs um rúmlega
átta milljarða króna og verður þá
afkoman á yfirstandandi ári nei-
kvæð um 328 milljarða kr.
Stærstur hluti þeirra fjárheim-
ilda sem sótt er um í frumvarpinu
er til kominn vegna fjórða aðgerða-
pakka stjórnvalda til að mæta af-
leiðingum heimsfaraldursins sem
kynntur voru 30. apríl. Einnig bæt-
ast við aðrar ráðstafanir sem rekja
má til afleiðinga faraldursins og
nema þær 570 milljónum kr. auk
framlagsins til hjúkrunarheimil-
anna. Þyngst vega ráðstafanir
vegna vinnumarkaðsúrræða og at-
vinnuleysis sem valda útgjaldaauka
upp á samtals 9,8 milljarða kr. Þar
er m.a. um að ræða 4,4 milljarða kr.
framlag vegna ráðningarstyrkja
sem fyrirtæki eiga kost á að sækja
um vegna endurráðninga starfs-
manna í skertu starfshlutfalli og 4,3
milljarða kr. kostnaður við atvinnu-
átakið Hefjum störf.
200 milljónir til Rauða
krossins og Landsbjargar
Útgjöld til fjölskyldumála aukast
um 1,9 milljarða í frumvarpinu,
m.a. vegna 1,6 milljarða framlags í
barnabótaauka og 180 milljóna til
ýmissa félagslegra aðgerða. Fjár-
heimildir eru hækkaðar um 200
milljónir kr. vegna stuðnings við
starfsemi Rauða krossins og Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar. Er
gert ráð fyrir 100 milljóna kr.
stuðningi til hvors félags fyrir sig
til að koma til móts við hluta af
tekjutapi félaganna í fyrra, sem
áætlað er að nemi um 200-300 millj-
ónum hjá hvoru félagi.
„Félögin hafa orðið fyrir miklu
tekjufalli vegna áhrifa kórónuvei-
rufaraldursins en sökum eðlis starf-
semi þeirra hafa þau fallið illa að
þeim almennu efnahagslegu að-
gerðum sem stjórnvöld hafa ráðist
í,“ segir í útskýringum um þessa til-
lögu. Fjárheimildir verða enn frem-
ur auknar um 750 milljónir vegna
nýju ferðagjafarinnar sem lands-
mönnum stendur til boða í sumar.
Halli eykst um 8 milljarða
- Útgjöld hækka um 14,6 milljarða í frumvarpi til fjáraukalaga - „Lítill plástur á
stórt sár,“ segir formaður SFV um milljarðshækkun framlags til hjúkrunarheimila
Morgunblaðið/Eggert
Upplyfting Sungið fyrir heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Mörk í kórónuveirufaraldrinum. Framlög til hjúkr-
unarheimila verða aukin um milljarð í frumvarpi til fjáraukalaga en meira þarf til að sögn talsmanns heimilanna.
Frumvarp til fjáraukalaga 2021
Ný og aukin útgaldatilefni A-hluta ríkissjóðs, milljónir kr.
Styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall 4.400
Hefjum störf: Sumarstörf fyrir námsmenn 2.400
Hefjum störf: Ráðningarstyrkur með atvinnuleitendum 1.900
Barnabótaauki 1.620
Tímabundin skilyrt hækkun daggjalda hjúkrunarheimila 1.000
Tímabundin lenging á tímabili tekjutengdra atvinnuleysisbóta 850
Ferðagjöf II 750
Geðheilbrigðismál: Aukin framlög vegna kórónuveirufaraldursins 600
Styrkur til langtímaatvinnulausra 260
COVAX: Framlag til þróunar og dreifingar bóluefnis
gegn COVID-19 til þróunarríkja 250
Félagslegar aðgerðir 200
Strætó bs.: Styrkur til að koma að hluta til móts
við tekjutap v. fækkunar farþega 120
Landsbjörg: Styrkur til að koma að hluta til móts við tekjutap 100
Rauði krossinn á Íslandi: Styrkur til að koma að hluta til móts við tekjutap 100
Breytingar á útgjaldaskuldbindingum alls 14.550
Heimild: Frumvarp til
fjáraukalaga 2021
Gísli Páll
Pálsson
Hækka á framlög til geðheilbrigð-
ismála um 600 milljónir kr. vegna
afleiðinga kórónuveirufaraldursins
samkvæmt tillögum í fjáraukalaga-
frumvarpinu fyrir yfirstandandi
fjárlagaár.
Er m.a. gert ráð fyrir 100 millj-
óna kr. framlagi með stuðningi við
sveitarfélög og frjáls félagasamtök
til að efla þjónustu fyrir ein-
staklinga með alvarlegar geðrask-
anir og lagt er til 50 milljóna kr.
framlag til endurhæfingar vegna
langvarandi eftirkasta kórónu-
veirufaraldursins og einnig ung-
menna sem standa utan skólakerfis
og vinnumarkaðar.
Lagt er til að 50 milljónir fari í
að efla geðheilbrigðisþjónustu í
framhaldsskólum og 100 milljónir í
eflingu á þessari þjónustu í háskól-
um.
Eru fjárheimildir heilbrigðis-
þjónustu utan sjúkrahúsa samtals
auknar um 300 milljónir kr. vegna
aðgerða í geðheilbrigðismálum
sem fela meðal annars í sér stofnun
geðheilsuteyma barna á landsvísu
og vegna átaksverkefnis til að
bregðast við auknum kvíða og van-
líðan hjá börnum og ungmennum.
Efla geð-
heilbrigð-
isþjónustu
Strætó bs. fær
120 milljóna
króna tímabund-
inn stuðning
vegna áhrifa
kórónuveiru-
faraldursins
verði tillaga í
frumvarpinu til
fjáraukalaga
samþykkt. Ríkið
hefur styrkt
Strætó um u.þ.b. 900 milljónir á ári
vegna samnings um eflingu al-
menningssamgangna en fram kem-
ur að í fyrra lækkuðu tekjur strætó
um 653 milljónir kr. einkum vegna
faraldursins og var rekstrarniður-
staðan neikvæð í fyrra um 454
milljónir kr. Er lagt til að Stætó
verði veittur tímabundinn aukinn
stuðningur vegna þessara sérstöku
aðstæðna og þannig verði komið að
hluta til móts við taprekstur
Strætó. Auk þess verði veittur 40
milljóna kr. styrkur vegna ársins
2021 af þessum sömu ástæðum.
Stuðning-
ur við
Strætó
Strætó Stuðningur
frá ríkissjóði.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fjármálaáætlun fyrir árin 2022 til
2026 var samþykkt eftir síðari um-
ræðu á Alþingi í gær með 33 atkvæð-
um en 23 þingmenn greiddu atkvæði
á móti. Fjöldi breytingartillagna
stjórnarandstöðuþingmanna var
felldur við atkvæðagreiðsluna.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði við atkvæðagreiðsluna
að áætlunin sýndi að vel hefði tekist
til við að byggja upp mikilvægar
stoðir, s.s. í heilbrigðis-, mennta- og
velferðarkerfinu. Ekki væri að finna
þar neina feita tékka fram í framtíð-
ina. Oddný G. Harðardóttir, Sam-
fylkingunni, sagði Samfylkinguna í
grundvallaratriðum ósammála þeirri
leið sem stjórnarflokkarnir vildu
fara og hafnaði gamaldags leið
þeirra upp úr efnahagslægðinni með
niðurskurði og tilheyrandi innviða-
skuldum. Fjöldi þingmanna tók til
máls við atkvæðagreiðsluna.
Að lokinni afgreiðslu fjármála-
áætlunar hófst fyrsta umræða um
fjáraukalagafrumvarpið. Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efna-
hagsráðherra, sagði er hann mælti
fyrir frumvarpinu að eitt megin-
markmið opinberra fjármála undan-
farið ár hefði verið að lágmarka það
tjón sem faraldur kórónuveirunnar
veldur, dreifa því yfir lengra tímabil
og skapa skilyrði fyrir öfluga við-
spyrnu að faraldrinum loknum.
Stuðningur við heimili og fyrirtæki
hefði fleytt rekstraraðilum yfir erf-
iðasta hjallann og tryggt kaupmátt
heimilanna. Fjölmargir þingmenn
tóku til máls við umræðurnar en
þeim var frestað á áttunda tímanum í
gærkvöldi. Skv. starfsáætlun eru
átta þingfundardagar eftir fyrir
sumarfrí þingmanna.
Fjármálaáætlun afgreidd
- Miklar umræð-
ur um fjárauka-
lagafrumvarpið
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Átta þingfundardagar eru
eftir fram að sumarleyfi þingsins.
Fjáraukalögin 2021