Morgunblaðið - 10.06.2021, Síða 52

Morgunblaðið - 10.06.2021, Síða 52
Allir M E Ð M B L . I S O G H A G K A U Pgrilla MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Borðapantanir á www.matarkjallarinn.is Nýttu ferðagjöfina hjá okkur - Það er góð regla að lambakjöt sé búið að ná stofuhita fyrir eldun til að stytta eldunartíma. Áður en kjöt er eldað, hvort sem er í ofni eða á pönnu, er mikilvægt að krydda það með salti áður en það er brúnað, við söltun verður það bragðmeira. - Ef marinera á kjötbita er gott að gera það deginum áður eða fyrr, eftir stærð bitans. Passið upp á saltmagn í kryddleginum sem hefur mikil áhrif á lit og bragð. - Áður en kjötbiti er brúnaður er mikilvægt að skera í fituna, en með því er fitunni auðveldað að bráðna sem gefur kjötinu gott bragð. - Undantekningarlaust skal hvíla kjöt eftir eldun í 5 til 25 mín., allt eftir stærð bitans. Lambalundir þurfa að hvíla í 5 mín. en lambalæri þarf allt að 25 mín. Hvíldin minnkar þrýsting í vöðvum þannig að kjötsafi flæði ekki út og bitinn þorni. - Þegar elda á lambahrygg sem er frosinn er gott að taka af honum himnu sem umlykur fituhlið hryggjarins. Þetta er gert þannig að byrjað er í einu horni og himnunni hreinlega flett af. - Mikilvægt er að vita hvaðan kjötbitinn er af skepnunni og hvort hann henti fyrir þá eldunaraðferð og rétt sem stendur til að nýta hann í hverju sinni. Heimild: Íslenskt lambakjöt Lambaprime er í uppáhaldi hjá mörgum enda einstaklega ljúffengur biti. Hér er smjörlegið lambaprime grillað eftir kúnstarinnar reglum og útkoman er hreint frábær. Meðlætið er svo í einfaldari kantinum án þess þó að slegið sé af gæðakröfunum. Kokteiltómatar og mozzarella ásamt smælki. Flókið þarf það ekki að vera! Sérvalið lambaprime með grillsmjöri smælki með graslauk og steinselju kokteiltómatar og mozzarella Sérvalið-hvítlaukssósa Guru Royal Umami BBQ-sósa Grillið lampaprime-ið á hvorri hlið í nokkrar mínútur. Reglan með prime er að það á alls ekki að vera blóðugt. Því er betra að grilla ögn lengur en skem- ur. Setjið grillbakkana með tómötum og mozzarella annars vegar og smælkinu hins vegar á grillið. Mikilvægt er að hrista reglulega bakkann með smælkinu til að kartöflurnar fái sem jafnasta eldun og séu vel hjúpaðar smjöri. Penslið kjötið með bbq-sósu. Þegar mozzarellaosturinn er orðinn bráðinn eru bakkarnir tilbúnir. Þegar kjötið er tekið af grillinu er nauðsynlegt að leyfa því að hvíla í alla- vega fimm mínútur. Skerið svo niður í bita og berið fram með hvítlaukssósu. Ljúffengt lambaprime með grillsmjöri og hvítlaukssósu Nokkur góð grillráð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.