Skólablaðið - 01.02.1978, Síða 5
|»m \ l lt ALLT
SAIIAV IVIIILIS
fOLK, scéir Kutfni
rcklor!
Viötaliö tóku: Guömundur K. Guömundsson,
Ásgeir Jónsson og Stefán Kristjánsson,
sem einnig tók ljósmyndir.
L...
Sp. Þar sem aðal-tilgangur þessa viðtals var
nú að ræða um hugsanlega kórstarfsemi innan
veggja M.R. er kannski ekki úr vegi, að spyrja
þig um söngframa þinn. Það spurðist út hér um
árið, að þér væri fleira til lista lagt en að
stjórna menntaskóla, m.a. að þú hafir sjálfur
stundað mikinn söng hér á yngri árum og jafnvel
unnið fyrir þér með söng og gítarspili við nám
í Skotlandi. Er þetta rétt?
Nei, nei, það er þjóðsaga og þjóðlygi að
ég hafi lifað á söng. Þvi miður gekk það nú
aldrei svo langt að ég næði þeim frama að geta
lifað á þvi. Ég hef aldrei sungið nema sem
áhugamaður og amatör. Ég var reyndar alltaf
syngjandi í skóla; var kallaður Guðni söngur.
Ég var sísyngjandi. Við sungum allar frímínút-
ur. Þegarég var í háskóla spilaði ég eitthvað
á gítar og söng með félögum mínum.
Sp. I Edinborgarháskóla þá..?
Já, i Edinborgarháskóla og einnig suður
í París. Nú, þegar ég kom heim frá námi,. gekk ég
í Karlakórinn Fóstbræður og söng með honum i
þrjú eða fjögur ár - en með aukinni bamamergð
skertist sá tími, sem ég hafði til þess að mæta
á æfingar svo að ég hætti þvi að lokum. Síðan
hef ég lítið sungið.
...Jú, jú, það var einstaka sinnum þegar ég var
yngri að ég stjómaði fjöldasöng, t.d. á böllum
- en það var meðan böllin voru sæmilegar
menningarsamkomur. Jú, ég hef mjög gaman af tón-
list en aðeins sem neytandi núorðið.
Sp. Þú ert stúdent frá M.A. var ekki söngmennt
miklu meiri fyrir norðan en hér?
Það var miklu meira um söng þar, enda er það
ósköp eðlilegt í heimavistarskólum, þar sem
samband er miklu meira milli nemenda. Utan um
kjarnann í heimavistinni hleðst yfirleitt tölu-
verður hópur af bæjarsveinum og stúlkum og menn
skemmta sér meira sjálfir, meira saman, heldur
en i skólum eins og þessum, þar sem menn fara
beint heim að kennslu lokinni - eða niður á
Skalla.
Sp. Er gert ráð fyrir kórstarfsemi, fjárveiting-
um og þessháttar til slikrar starfsemi, i lögum
um menntaskóla?
Nei. Hins vegar er gert ráð fyrir tónlistar-
kennslu. Sú kennsla er þvi miður ekki til staðar
lengur en meðan hún var og hét var reynt að kenna
mönnum lög og raddir þannig að þeir gætu harm-
óníserað í almennum söng. En i sambandi við
þénnan kór þá hef ég miklu meiri áhuga á að efla
almennan söng i skólanum, heldur en að fara út
í einhvers konar samkeppni. Mig langar til þess
að heyra menn syngja í frímínútum - bara af
sjálfu sðr - af því að þeir hafi gaman af því að
syngja.
Sp. Það kemur nú fyrir einstaka sinnum.
Það er voðalega lítið um það núorðið.
Sp. Það mætti kannski leyfa áhugasömum nemendum
að mæta tuttugu mínótum fyrr á góðviðrisdögum,
tuttugu mínótum fyrir átta, og leyfa þeim að
syngja og jafnvel gera léttar leikfimisæfingar
undir stjórn Jóhannesar Sæm. eða Eiríks?
Þetta er nú helvíti langt gengið svona i
svartasta skammdeginu.. (hlær Guðni). En þið
megið alveg bóka það, að ég hef síður en svo
neitt á móti þvi að það sé sungið i þessum
skóla. Síður en svo.
Sp. Myndi skólinn fjármagna að einhverju leyti
slikan kór?
Já, ef að unnt reynist. ..Ef það er
einlægur vilji nemenda að koma sér upp kór, þá
mun ekki verða nein fyrirstaða á því að séð
verði fyrir þjálfara.
Sp. Já. En svo við snúum okkur að öðru: Hvernig
kom 3ji bekkur út úr prófunum núna?
Hann kom nú heldur ömurlega út; var með
fall upp á 33$.
Sp. Er það mikið meira en undanfarin ár?
Já, ég tel það absólút. Fallið hefur verið
- tilfinningin segir mér að fallið hafi verið
20-255Í undanfarin ár á jólaprófi.
Sp. Hvað reiknarðu með miklu falli i vor?
Ég reikna ekki með neinu falli i vor.
Sp. Þú gerir það kannski aldrei?
Nei, nei. - En miðað við þessi jólapróf, þá
gæti fallið orðið 20$. Það gæti farið svo.
Sp. Hvaða orsakir telurðu að liggi að baki
þessu aukna falli?
Ja, það er náttúrlega engin efi á því, að
við þessar lækkuðu kröfur - varðandi inngöngu
í menntaskóla - þá hafa kannski fleiri en ella
glæpst á að reyna menntaskólaleiðina. I grunn-
skólalögunum er grein um ráðgjöf en henni hefur
ekki verið sinnt, sem skyldi. Ég held að þessi
sé kannski snarasti þátturinn. En við erum með
töluvert mikið af mjög góðu fólki í þriðja
bekk - það má engan vegin álykta að árangurinn
í héild sé slakur. ÞajQ eru.j.mjög góðir menn
þarna. Eg held - án þess að hafa neinar tölur
um það - að það sé jafnvel meira um fyrstu og
aðra einkunn en oft áður.
..Ef þið viljið fá einkunnarprósentuna, þá
eru 0.78< þriðjubekkinga með ágætiseinkunn..
Sp. Við gætum kannski fengið ljósrit af þessu?
..Nei, nei, þetta er svo krumpað hjá mér.
20.7^ með fyrstu einkunn og 26.6^ með aðra
einkunn, svo eru 18$ með þriðju einkunn - og
eins og ég sagði áðan 33-2$ með falleinkunn.
Það sem mér finnst best við þetta er að 47$,
nei.. 48$ nemenda eru með aðra einkunn og betra.
Sp. Hefurðu fengið einhverjar tölur um það,
hvemig stúdentar frá M.R. standa sig í há-
skólanum?
Nei. Og það er einn af göllunum við mennta-
kerfið. Við fáum svo til engar upplýsingar frá
háskólunum - þetta er hlutur sem bretinn kallar
nfeed-baok". Þessi upplýsingaskortur gerir
okkur voðalega erfitt um vik með að meta, hverju
á að breyta eða lagfæra í menntaskóla, Vegna
þess að maður hefur ekki hugmynd um það, hvernig
það kerfi, sem notast er við, reynist.
Sp. Það hefur heyrst að þú ætlir að innleiða
að nýju latinunám í 4ja bekk stærðfræðidéildar.
Er eitthvað hæft í því?
Nei, hefur það heyrst? i
Sp. Já. j
Nei,nei, það er ekki rétt. En mig daúðlang-
ar til þess, það er ekki það. Hins vegar sé ég
þvi miður ekki fram á að það sé hægt. Tíma-
|fjöldinn i raungreinum stærðfræðideildarinnar
framhald bls. 58.