Skólablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 9
Sp. Ertu með bú núna?
Já, minnstu ekki á þaö, minnstu ekki á þaö.
Ég á hana Flekku mína á Austurlandi. HÚn er
þannig, aö hún var vel fóöruö, þegar hún var
lamb. Hún var alin vel, þegar hún var lamb. Svo
var hún alltaf tvílembd og á alltaf gimbrar.
Svo eru gimbrarnir alltaf svo fallega litar, aö
þær eru ekki drepnar. Og svo er ærin þannig, aö
að hún er svo digur, aö hún er hér um bil jafn
digur á þann veginn eins og hinn. Hún er eins og
kringlótt bolla. Og þannig er hennar háttalag,
aö þegar rollurnar eru aö fara út og allt það,
aö hún marsérar alltaf í kring, hring, hring í
kring, þangað til að allar hennar rollur eru
komnar til hennar, sem eru undan henni. Og svo
eru þær miklu stærri heldur en hún, og svo er
bara rollan orðin svoleiðis, að hún sér varla
til sólar fyrir rollum. Svona er búskapurinn
allt eftir þessu.- og svona vil ég, að búskapur
sé: að þær séu vel fóðraðar skepnurnar og að
þær séu látnar ganga úti í frjálsræðinu - lofa
rollunni að spóka sig og snúast í hring, þangað
til að hún er búin að fá allar sínar með sér.
Sp. Hefurðu áhuga á pólitík?
Já, það er nefnilega með pólitíkina; það er
dálítið vandræðamál að koma fram. Þeir hafa
safnað saman svo miklum peningum, hí, hí, hí,
að þetta er farið að ruglast x bönkunum. Þeir
ætla að hafa þá til að kaupa atkvæði, íhaldið.
En það er allt farið að ruglast hjá þeim í
bönkunum, hjá íhaldinu.
Sp. Hvar ertu £ pólitíkinni?
Ja, þegar ég var í Vopnafirðinum, þá var ég
nú Framsóknarmaður, því að mér fannst það nú
þannig með þetta kaupfélag..
..Kaupfélagsstjórinn, sem var þar áður, hann
setti bumbuna fram á borðið, þegar kom fátækur
maður, sem þurfti að fá upp á hestana sína.
Hann var óskaplega merkilegur með sig: Nei, hann
fengi ekki úttekið. Hann fengi ekkert. Svo að
bóndi þurfti að fara heim aftur með hestana
sína berklakkaða. Og þetta þótti öllum í sveit-
inni alveg svoleiðis fyrir neðan allar hellur
að lána ekki manninum til haustsins..
..Vilmundur (Gylfason) er ágætur. Ég veit
ekki betur en það sé alveg bráðgáfaður maður.
Sp. Þekkirðu hann persónulega?
Ja, ég kannast við hann. Ég þekki Gylfa;
hann heilsar mér alltaf. Og svo er það Stefán
íslandi, við erum út af níu systrum, út af
Bólstaðarhlíðarsystrum. Stefán er út af einni.
Og hann er út af einni, hann Jakob, faðir Jökuls
Jakobssonar. Já, það eru frásagnarsnillingar í
ættinni, svo miklir frásagnasnillingar, að þessi
karl hérna, hann gat stoppað af alls konar vit-
leysu í Vopnafirði, sem átti að gera. Þaö var
tóm vitleysa: Það átti að fara að pilla skóla-
húsum upp í hæstu fjöll. Þetta var tóm vitleysa.
Að fara með krakkana upp í hæstu fjöll á veturna.
Já, við erum út af níu systrum. En ég veit ekki
almennilega, út af hvaða systrum - þetta er svo
stór ætt.
..Ég réð öllu um öll félagsheimili Vopn-
firðinga, ræðusnillingur þeirra, eðlilega - eins
og Jónas frá Hriflu, sem var mjög gáfaður maður.
Ég er ekki að segja, að ég sé neitt svo gáfaður.
En svona er þetta.
..Við Islendingar eigum að vera sjálfum
okkur nógir - og það þarf ekki að segja við mig,
annan eins ræðuskörungssnilling, að við getum
ekki sameinað menntun og vinnu..
Sp. Varðstu ekki einhvern tíma úti, Stefán?
Jú, það hefur komið fyrir mig að vera 62
klukkutíma í Möðrudalsfjallgörðum um hávetur;
og þá voru þessar vísur gerðar um mig:
Eægur fimm í fjallageim
við frost og hríðar barðist.
Kom óskaddur kappinn heim,
karlmannlega varðist.
Margra hefði ævin öll
út af verið gengin,
en Herðubreið og fangvin fjöll
fóstrað höfðu drenginn.
En ég held, að það hefðu t.d. margir af
menntamönnunum, sem hafa einangrað sig í menntun,
prestar eða ég veit ekki hvað og hvað - ég held
þeir hefðu bara dáið. En að hugsa sér þá erfið-
leika að verða úti í Hlíðunum. Og að lifa það
af, að deyja þrisvar og geta alltaf rétt sig
við aftur, þegar það var álitið, að nú hefði
sálin frosið í hausnum á mér. Það var, þegar ég
var £ póstferðum. En ég dó þrisvar, en alltaf
rankaði ég við mér, vegna þess að hjartað gat
aldrei hætt að slá. Ég er svona sterkbyggður.
. .En svo var það -seinna, eftir að ég varð
úti í Hlíðunum, að þá héldu menn, að ég hefði
farið eitthvað illa. Og svo var það á skemmtun
hérna í Biskupstungunum, að það réðust á mig
heilir fjórir menn og ætluðu að ráða niðurlögum
mínum. Það voru tvieir synir Þorsteins frá
Vatnsleysu, og barði mig annar í andlitið, og
annar sneri upp á eyrun á mér. Ég sparkaði þess-
um, sem var framan við mig, í gólfið. Og þessum,
sem sneri upp á eyrun, ég henti honum £ gólfið
l£ka, og hann féll £ rot eins og hinn. Og svo
hélt ég hinum tveimur £ höndunum, þvi að ég var
búinn að vera fjögur ár £ lögregluþjónustu, og
skellti þessum tveimur saman og dengdi þeim ofan
á hina - en ég veit ekki, hvort þeir fóru £
yfirlið. Þeir voru bara afbrýðisamir út af stúlkvf
sem segir við mig: Finnst þér ekki gaman? - Ég
veit ekki, hvað hún gat sagt annað. Hundrað
prósent kurteis.
Sp. Hefurðu £ hyggju að láta skrá ævisögu
þ£na, Stefán?
Ja, það er hann Árni Johnsen, hann ætlar að
skrá ævisögu m£na. Ég ætlaði að fá mann til að
skrifa ævisögu mina £ fyrra, en hann sofnaði
alltaf, þegar ég ætlaði aö tala við hann. En
það yrði stórmerkileg bók: Það yrðu myndir öðrurq
megin alltaf - myndir af öllu mögulegu: landinu
og öllu mögulegu.
Hvað ætlaróu að kalla ævisögu þ£na?
Ja, ætli ég kalli hana ekki hrakningasaga
Stefáns Jónssonar frá Möðrudal.
Vidtal: Haraldur Jbnsson
MyndirsStefán Kristjánsson