Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 8. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 158. tölublað . 109. árgangur .
ÓHRÆDD VIÐ AÐ
BLANDA SAMAN
GÖMLU OG NÝJU
FRÆKNAR
KONUR
Í GÖNGU
ÓVENJULEG OG
ÖGRANDI UM-
FJÖLLUNAREFNI
HORNSTRANDAKÓRINN 14 PLATA SÁLGÆSLUNNAR 64SKVÍSULEGUR STÍLL 42
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þrátt fyrir að íslenskt efnahagslíf
hafi orðið fyrir þungu höggi af völd-
um kórónuveirunnar hafa efnahags-
úrræði stjórnvalda reynst vel og nú
má reikna með öflugum viðsnúningi í
efnahagslífi landsins.
Þetta eru helstu niðurstöður í
nýrri skýrslu Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar (OECD) um ís-
lenskt efnahagslíf, sem kynnt var á
blaðamannafundi í gær af Alvaro S.
Pereia, forstöðumanni hagrann-
sókna OECD, og Bjarna Benedikts-
syni, fjármála- og efnahagsráðherra.
Pereia sagði að íslenskt efnahags-
líf væri vel á vegi statt til efnahags-
legrar endurreisnar eftir kórónu-
kreppuna, sem rekja mætti með
beinum hætti til efnahagsúrræða
stjórnvalda. Útflutningsgreinar aðr-
ar en ferðaþjónusta hefðu sótt í sig
veðrið í faraldrinum en nú þegar
væri hún að taka við sér. OECD
mælist til að áfram verði leitast við
að opna fjármagni leið inn í landið,
skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf,
auka samkeppni og framleiðni.
OECD telur að hagvöxtur á Ís-
landi geti orðið meiri á næstunni en
spáð hefur verið, 2,2% á þessu ári og
4,7% á hinu næsta. Sú sé alls ekki
raunin í öllum OECD-ríkjum.
Morgunblaðið/Eggert
OECD Bjarni Benediktsson og Al-
varo S. Pereia kynna skýrsluna.
Öflug viðspyrna hafin
- OECD telur viðsnúning í efnahagslífi blasa við á Íslandi
- Lofsorði lokið á efnahagsviðbrögð íslenskra stjórnvalda
MAuka þarf aðhald … »31 og 36
FÁÐU BETRA
VERÐ Á MATVÖRU
MEÐ SAMKAUP
Í SÍMANUM
ÞÚ GETUR
NOTAÐ APPIÐ
Í ÖLLUM
VERSLUNUM
SAMKAUPA
Á LANDSVÍSU.
NÁÐU Í
APPIÐ OG
SAFNAÐU
INNEIGN.
FLUG & GISTING
TENERIFE
VERÐ FRÁ 66.500 KR.
* Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
WWW.UU.IS | INFO@UU.IS
09. - 20. JÚLÍ
_ Tilkynnt var á
Sauðárkróki í
gær um 200
milljóna króna
framlag Kaup-
félags Skagfirð-
inga á næstu
tveimur árum til
ýmissa samfé-
lagslegra verk-
efna í Sveitarfé-
laginu Skaga-
firði og Akrahreppi.
„Fyrirtæki þurfa að leggja sam-
félaginu lið með meiru en bara því
að greiða skatta og skyldur, sam-
kvæmt lögum,“ sagði Þórólfur
Gíslason, kaupfélagsstjóri KS, við
athöfn á Sauðárkróki þar sem þessi
stuðningur félagsins var kynntur
formlega að viðstöddum fulltrúum
sveitarfélaga og atvinnulífs. »2
KS styrkir sam-
félagsverkefni
Þórólfur
Gíslason
Æsispennandi leik Dana og Englendinga í
undanúrslitum Evrópumeistarakeppninnar í
knattspyrnu lauk í gærkvöldi og höfðu Eng-
lendingar betur í baráttunni. Það var sókn-
armaðurinn og fyrirliðinn Harry Kane sem
skoraði sigurmark Englendinga í vítaspyrnu
í framlengingu, Dönum til mikillar gremju.
Það er því orðið ljóst að Englendingar mæta
Ítölum, sem lögðu Spánverja á þriðjudag, í
úrslitaleik Evrópumeistaramótsins sem fram
fer á sunnudagskvöld á heimavelli Englend-
inga í London, Wembley. »62
AFP
Englendingar mæta Ítölum í úrslitaleik EM á sunnudag