Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 Verð frá kr. 119,750 Krít 23. júlí í 11 nætur Flug og gisting Verð frá kr. 150,400 ALLT INNIFALIÐ! 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ERHAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tilkynnt var á Sauðárkróki í gær um 200 milljóna kr. framlag Kaupfélags Skagfirðinga á næstu tveimur árum til ýmissa samfélagslegra verkefna í héraðinu. Upphæð þessi fer til Sveit- arfélagsins Skagafjarðar og Akra- hrepps og hugsunin er helst sú að fjármagna með þessu ýmsar um- hverfisbætur og skapa aðstöðu til úti- veru og fyrir almenningsíþróttir sem aftur bæta lýðheilsu. Úrbætur á skíðasvæðinu í Tindastóli, stígar í brekkum og aparóla í Varmahlíð eru meðal verkefna í skoðun. Einnig á að skapa útvistaraðstöðu við smábáta- höfnina á Sauðárkróki og útbúa þar fallegt torg. Gera gott samfélag betra „Fyrirtækin verða að leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag betra,“ sagði Þórólfur Gíslason kaup- félagsstjóri við athöfn þar sem þessi stuðningur félagsins var kynntur formlega. Þar sagði Þórólfur að í langri sögu félagsins hefði alltaf verið kappkostað eftir megni að styðja framgang góðra verkefna í héraðinu. Í grunninn væri KS fyrirtæki í matvælaframleiðslu og að því leytinu skapaði það trygga at- vinnu í héraði. Margt fleira þurfi þó til svo mannlífið dafni, svo sem góða heil- brigðisþjónustu, skóla og samgöngur. Aðstaða til útiveru og dægradvalar hvers konar væri svo í seinni tíð orðið áherslumál að þessu leyti og því kalli væri nú svarað. „Sem betur fer er Kaupfélag Skagfirðinga efnahagslega sterkt svo við getum lagt lið. Fyrir- tæki þurfa að leggja samfélaginu lið með meiru en bara því að greiða skatta og skyldur, samkvæmt lögum,“ sagði Þórólfur. Bjarni Maronsson, formaður stjórnar KS, talaði á svipuðum nótum og lagði áherslu á að hlustað yrði á sjónarmið íbúa um hvaða verkefni skyldi velja til framkvæmda í krafti þeirra peninga sem félagið legði til. „Ekki er sjálfgefið að fyrirtæki leggi samfélagslegum verkefnum lið, en mjög kærkomið,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon. Hann gat í þessu sambandi liðveislu kaupfélagsins við eflingu og þróun skólastarfs í héraðinu. Um slíkt hefði mjög munað rétt eins og framlag næstu tveggja ára myndi líka gera. Meðal viðstaddra við athöfnina á Sauðárkróki í gær voru fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Þar sagði Al- dís Hafsteinsdóttir, formaður Sam- taka sveitarfélaga, skoðun sína þá að gæfa hvers samfélags væri meðal annars sú að eiga stór og stöndug fyrirtæki. „Hvorugt getur í raun án hins verið og slíkt þekki ég, meðal annars frá fyrri árum sem stjórnandi fyrirtækis. Hér í Skagafirði væri líka margt öðru- vísi en nú ef ekki væri kaupfélagið,“ sagði Aldís. „Milli samfélags og fyrirtækja þarf að vera jafnvægi svo báðum aðilum vegni vel,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. Hann gat þess að einkar ánægjulegt hefði verið að fylgjast með ýmsum þeim samfélagsverkefnum í Skaga- firði sem hefðu verið í deiglunni á síð- ustu árum, meðal annars með stuðn- ingi KS. Yrði því áhugavert að sjá með þessu nýjasta verkefni hvernig til takist. 200 milljónir til samfélagsverkefna - Kaupfélag Skagfirðinga veitir Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi framlag til að fjármagna um- hverfisbætur og skapa aðstöðu fyrir útiveru og almenningsíþróttir - Fyrirtæki leggi samfélaginu lið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framlag Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA, Hrefna Jóhannesdóttir oddviti Akrahrepps, Bjarni Maronsson, formaður stjórnar KS, Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, og Herdís Sæmundardóttir, varaformaður stjórnar KS. Framkvæmdir við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ er nú í fullum gangi, en þær hófust í byrjun maí sl. Á meðan vinna stendur yfir er umferð beint um hjáleið og hefur það, þrátt fyrir mikla bílaumferð daglega, gengið átakalaust fyrir sig. Þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins átti í gær leið hjá voru menn við vinnu í nýjum undirgöngum fyrir gangandi og hjólandi og eru göngin gerð úr forsteyptum einingum. khj@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Göngum komið fyrir undir Hafnarfjarðarvegi Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Mikilvægasti eiginleiki bóluefnanna og sú vörn sem er mikilvægust, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, er að fólk veikist ekki alvarlega og þurfi í fáum tilfellum að leggjast inn á sjúkrahús,“ segir Magnús Gottfreðs- son, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala. Heilbrigðisráðuneyti Ísraels greindi frá því í vikunni að bóluefni Pfizer veitti 64% virkni gegn smiti af Delta-afbrigðinu í Ísrael. Vakti ráðu- neytið þó athygli á að bóluefnið veiti samt sem áður 93% vörn gegn al- varlegum ein- kennum. Magnús segir greiningu þess vera aðeins öðruvísi en annars staðar. „Tölur um vörn bóluefna koma frá mörgum mismunandi lönd- um með mismun- andi aðferðafræði eins og fólk er orðið vant í þessari umræðu,“ segir Magn- ús. „Þetta er frekar flókið og maður þarf að rýna í tölurnar og á hverju skilgreiningin byggir á vörn borið saman við ekki vörn. Vinnubrögð Ísr- aelsmanna eru til dæmis aðeins önn- ur, en þeir hafa verið að skima fólk mjög mikið í kringum alla sem grein- ast, svolítið svipað og við höfum gert hér. Þannig að ef það kemur upp smit í samfélaginu hjá þeim þá fara þeir með strokpinna og taka sýni frá býsna mörgum einstaklingum í um- hverfinu. Ef einhver í þeim hópi reyn- ist vera með veiruna, jafnvel þótt hann sé einkennalaus, þá er það flokkað sem smit,“ segir Magnús og bætir við að það sé helsta ástæða þess að útreiknaða vörnin sé lægri. Mikilvægast að koma í veg fyrir alvarleg einkenni Magnús Gottfreðsson - Ólíkar aðferðir við útreikning á vörn Covid-19-bóluefna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.