Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
KRÍT
SANDY SUITES
KALAMAKI, KRÍT
ÞÆGILEG ÍBÚÐA GISTING SEM ER MEÐ SVÖLUM EÐA
VERÖND OG NÁLÆGT STRÖNDINNI.
13. - 23. JÚLÍ | 11 DAGA FERÐ
FLUG OG
GISTING
WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS
FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ:
89.900 KR.
*Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR
BEINT FLUG FRAM OG TIL BAKA
FLUG, SKATTUR OG HANDFARANGUR INNIFALINN
FLUG EINGÖNGU VERÐ FRÁ:
79.900 KR.*
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Tilraunastöð háskólans í meinafræð-
um hefur verið starfrækt á Keldum í
um 70 ár. Hún sinnir rannsóknum,
þjónustu og vöktun á dýrasjúkdóm-
um, þjónustu við landbúnað og fisk-
eldi og sér Landspítalanum fyrir
blóði. Hún framleiðir einnig bóluefni
og mótefnablóðvökva til notkunar á
rannsóknastofum sjúkrahúsanna svo
eitthvað sé nefnt. Er þetta eina dýra-
sjúkdómastofnun landsins og hefur
þar byggst upp áratuga sérþekking á
dýrasjúkdómum og dýraheilbrigði.
Framlag ríkisins
til borgarlínunnar
Samkvæmt samningi fjármála-
ráðuneytisins við félagið Betri sam-
göngur ohf. verður Keldnalandið
fært undir eignarhald félagsins. Er
þetta framlag ríkisins til borgarlín-
unnar en Betri samgöngur ohf. munu
selja lóðir í Keldnalandinu og nota
ágóðann í framkvæmdir til bættra
samgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Reykjavíkurborg kemur svo að
þessu sem skipulagsaðili.
Í samningi ríkisins og félagsins
ábyrgist ríkið að fást muni minnst 15
milljarðar króna fyrir Keldnalandið,
miðað við fulla nýtingu. Tilrauna-
stöðin á Keldum er því orðin að víkj-
andi starfsemi samkvæmt samn-
ingnum.
Menntamálaráðuneytið
hafi brugðist
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir er
ónæmisfræðingur og starfar á Keld-
um. Hún segir að tilraunastöðin hafi
ætlað að auka við húsakostinn sam-
kvæmt löngu samþykktum teikn-
ingum. Keldur væru komnar í hús-
næðisþrot. Borgin samþykkti beiðni
Keldna um að byggja en tók fram að
í ljósi hins nýja samnings um eignar-
hald verði stofnunin að vera reiðubú-
in að rífa húsakostinn á eigin kostnað
þegar borgin krefðist. Sigurbjörg
segir Keldur því vera í pattstöðu og
að ekkert komi frá menntamála-
ráðuneytinu, sem bregðist hér sinni
stofnun.
Á Keldnalandi eru þrjú rannsókn-
arhús. Þar af fullkomnasta öryggis-
rannsóknarhús á landinu sem var
tekið í notkun í kjölfar fuglaflensu-
faraldursins 2009. Í krufningshúsi
eru framkvæmdar krufningar og
sýnataka. Hesthús og fjárhús með
aðstöðu til þjálfunar lækna á Land-
spítala í skurð- og bráðalækningum,
hús fyrir tilraunir með fisk í kerjum
og gömul dýrahús. Einnig stendur
upprunalegi Keldnabærinn enn, sem
var byggður 1916, og fjárhúsið við
hann en bæði húsin eru friðuð.
Þurfa bara 12 hektara
Keldnalandið eru 85 hektarar. Að
sögn Sigurbjargar þyrftu Keldur
ekki nema 12 hektara til að halda
starfsemi sinni gangandi. Það yrði þó
til þess að beita þyrfti hrossum ann-
ars staðar.
Í samningnum sem ríkið gerði við
Betri samgöngur ohf. er ekki gert
ráð fyrir að halda neinum hluta eftir
fyrir Keldur. Ekki er heldur búið að
ræða við Keldur um að stofnunin
verði færð. Samkvæmt Sigurbjörgu
minntist enginn á það, þegar samn-
ingurinn var kynntur, að á landinu
sem á að afhenda félaginu sé há-
skólastofnun, þótt hún hafi verið þar
í 70 ár. „Ég held að mennta-
málaráðuneytið hafi gleymt því að
þarna væri stofnun á þeirra vegum,“
segir Sigurbjörg. Það sé kostn-
aðarsamt að flytja stofnun eins og
Keldur en starfsemi hennar sé nauð-
synleg.
Sigurbjörg segir þögn Háskóla Ís-
lands vonbrigði. Skólinn vilji fá allt
niður í Vatnsmýrina. Það sé áratuga-
framkvæmd að byggja tilraunastofu
sem þessa. „Hvar eigum við að vera á
meðan?“ spyr hún.
Ríkið gæti keypt land til baka
Árni M. Mathiesen, stjórn-
arformaður Betri samgangna ohf.,
telur stöðuna ekki vera þess eðlis að
hún eigi að koma hlutum í uppnám
og bendir á að til séu margar góðar
lausnir á vandanum. Ríkið er meiri-
hlutaeigandi í Betri samgöngum ohf.
Það gæti staðið við samninginn án
þess að selja þessa tólf hektara sem
Sigurbjörg tilgreinir. Þá þyrfti rík-
issjóður mögulega að reiða fram til-
tekna upphæð til þess að standa und-
ir ábyrgðinni sem hann tók á sig í
tengslum við lágmarksverðmæti. Í
raun væri ríkið þá að kaupa til baka
hluta af landinu undir stofnunina ef
ákveðið væri að hafa Keldur áfram í
Keldnalandi.
„Tilvist Keldna á tæplega að
gleymast,“ segir Árni en þegar hann
var ráðherra heyrði stofnunin undir
hans málefnasvið. Hann sagði að þá
hefði verið byrjað að funda um fram-
tíð Keldna og að ýmsar hugmyndir
hafi komið fram sem sniðugt væri að
rifja upp.
Eins og er, er framtíð Keldna
óráðin og ekki ljóst hvort verið sé að
vinna að mótun lausna þótt það væri
ef til vill hægt. Ef framtíð Keldna er
engin að mati ráðuneytisins má velta
fyrir sér hvað verði um þá starfsemi
sem þar hefur verið, hvort hún verði
lögð af eða flutt til annarra stofnana.
Óvissa um framtíð Keldna
- Keldnaland gefið til að fjármagna borgarlínuna - Telur menntamálaráðuneytið hafa brugðist
- Keldur þurfa aðeins 12 hektara - Leyft að byggja við gegn því að kosta niðurrif þegar borgin krefst
Gæðastjórnun í tengslum við
matvælaframleiðslu kallar á
stöðuga þróun í rannsóknum og
aðferðafræði. Umfang þjónustu
við fiskeldi hefur tífaldast á síð-
ustu tuttugu árum. Sýkla-
lyfjaónæmi kallar á auknar rann-
sóknir og eftirlit. Varasömustu
smitsjúkdómar heims hafa flest-
ir smitast úr dýrum í fólk og því
er eftirlit með sjúkdómum dýra
ekki síður mikilvægt fyrir lýð-
heilsu. Sem dæmi má nefna Co-
vid, fuglaflensuna, svínaflensuna
og ebólu. Fylgjast þarf einnig
með þekktum faröldrum eins og
riðuveikinni sem blossaði upp
síðasta haust. Allt þetta fellur
innan verkahrings Keldna.
Meiri kröfur,
fleiri verkefni
SINNA RANNSÓKNUM,
VÖKTUN OG ÞJÓNUSTU
Morgunblaðið/Eggert
Keldur Á Keldum eru þrjú rannsóknarhús, hesthús, fjárhús og krufningarhús, gömul dýrahús og Keldnabærinn.
Sigurbjörg
Þorsteinsdóttir
Árni M.
Mathiesen
„Gígurinn er í biðstöðu, menn þurfa
að bíða í tvo til þrjá daga í viðbót og
sjá hvað gerist,“ sagði Þorvaldur
Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði
við HÍ, síðdegis í gær. Lengsta hlé á
sýnilegri virkni í gígnum í Geldinga-
dölum stóð enn síðdegis í gær, en
það hófst um klukkan 23.00 á mánu-
dagskvöld.
Þorvaldur sagði einn möguleikann
þann að slokknað hefði á gígnum, en
kvika sé að renna út í hraunið. Það
muni þá koma einhvers staðar út á
einhverjum tímapunkti. Hinn mögu-
leikinn er að draga sé úr gosvirkn-
inni.
Nokkur órói sást á jarðskjálfta-
mæli á Fagradalsfjalli síðdegis í gær
en ekki af sama styrk og þegar
hraunið bullaði í gígnum. Þorvaldur
sagði það geta verið til marks um að
efsti hluti gosrásarinnar hefði lokast.
Tíminn muni leiða í ljós hvort það
hafi gerst tímabundið.
Móða steig upp úr gígnum og af
hrauninu í Geldingadölum og í Nátt-
haga í gær. Þorvaldur sagði það vera
merki um hita. Í fyrradag sást að
hraun var að fara niður í Meradali.
„Mig grunar að fersk kvika sé að
koma þarna inn. Það er svo mikið af
brennisteini að koma upp í gegnum
gíginn,“ sagði Þorvaldur. „Gígurinn
hefur verið að afgasast á fullu og
brennisteinsmóða komið upp úr hon-
um bæði í dag og í gær. Það þýðir að
kvika er að koma inn.“
Hann sagði það hafa sést greini-
lega í fyrradag að mikið hitaflæði
hefði verið upp úr gígnum og dregið
að sér andrúmsloftið í kring. Það
benti einnig til ferskrar kviku
skammt þarna undir. gudni@mbl.is
Hlé á gosi í gígnum frá
því á mánudagskvöld
- Vísbendingar um að kvika komi upp og fari út í hraunið
Morgunblaðið/Unnur Karen
Gosstöðvar Eldgosið í Geldingadölum hefur dregið að sér fjölda ferða-
manna. Nú velta margir fyrir sér hvort breytingar séu að verða á gosinu.