Morgunblaðið - 08.07.2021, Page 8

Morgunblaðið - 08.07.2021, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Traust Fagmennska Árangur YFIR 30 ÁRA REYNSLA Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur / www.FASTLIND.is ELÍAS HARALDSSON Löggiltur fasteignasali S: 777 5454 elias@fastlind.is Fréttastofu „RÚV“ þótti það meiri háttar frétt þegar Gunnar Smári ætlaði að verða ís- lenskur fylkisstjóri í Noregi. - - - Flokksstofnunin um þá snilld gufaði upp. - - - Páll Viljálmsson bendir á að „RÚV“ hafi ekki þótt það minni frétt þegar fylkisstjór- inn stofnaði óvænt flokk sósíalista og sýndi aðdáunarverða hlé- drægni: - - - Ég hef sjálfur engin áform um að fara á þing. - - - Ég sé mig ekki fyrir mér í ræðustól Alþingis að tala um fundarstjórn forseta. - - - Ég er bestur í að byggja upp baráttuna og halda utan um hana, ekkert ósvipað og ég byggði upp blöð á sínum tíma,“ sagði Gunnar Smári fyrir ári. - - - En nú ætlar Gunnar Smári í framboð til Alþingis. - - - Blöðin sem kappinn „byggði upp“ urðu öll gjaldþrota. - - - Spurningin er hvort Sósíal- istaflokkur Gunnars Smára verði gjaldþrota fyrir eða eftir þingkosningarnar,“ segir Páll. - - - Milljarðar fuku beggja vegna hafs í slag um heimsyfirráð og tugir bættust við hjá þriggja blaða smára hér. Gunnar Smári Egilsson Smári fyrir ári STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samkvæmt úttekt sem Ernst & Young gerði á samningi á milli Reiknistofu lífeyrissjóða og Init ehf. um rekstur hugbúnaðarkerf- isins Jóakims braut Init samninga við Reiknistofu. Þar vegur þyngst viðskiptasamband Init við undir- verktaka án heimildar Reiknistof- unnar, annars vegar við félag með sama eignarhald og hins vegar við nokkur félög í eigu stjórnenda Init. Ekki lá eðlilegur rekstrartilgangur að öllu leyti þar að baki. Init braut samninga við Reiknistofu Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræð- ingur og formaður Þingvallanefndar, hyggst ganga um Þingvelli og ræða þjóðgarð í þátíð, nútíð og framtíð í kvöld. Í fréttatilkynn- ingu frá Þjóðgarð- inum á Þingvöll- um segir að hann sé elsti þjóðgarð- ur landsins, en hann var stofn- aður með lögum 1928. Undanfarin ár hafi hins vegar reynt mikið á innviði staðarins með feikilegum vexti ferðamanna, og hafi Þingvallanefnd brugðist við þeim áskorunum með talsverðri uppbygg- ingu á liðnum árum. Heimsfaraldurinn hafi hins vegar haft heilmikil áhrif á ferðaþjónustu landsins, þar sem þéttsetnir áfanga- staðir voru allt í einu mannlausir, og Þingvellir þar engin undantekning. Nú hefst aftur vöxtur ferðaþjónustu en tíminn hefur verið vel nýttur til innviðauppbyggingar og frekari stefnumörkunar til framtíðar. Ari Trausti hyggst m.a. ræða stýr- ingu, stefnumótun og sjálfbærni þjóð- garðs, en jarðfræði Þingvalla verður aldrei langt undan. Gangan hefst við gestastofuna á Hakinu kl. 20 og er ókeypis. Morgunblaðið/Hari Þingvellir Ari Trausti mun m.a. fræða gesti um jarðfræði Þingvalla. Ari Trausti gengur um Þingvelli í kvöld Ari Trausti Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.