Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is Invacare Colibri Létt og nett rafskutla sem auðvelt er að taka sundur og setja í bíl RAFSKUTLUR Upplifðu frelsi og aukin tækifæri Hámarkshraði 8 km/klst Hámarksdægni 16 km Verð 269.000 kr. Rebekka Líf Ingadóttir rebekka@mbl.is Heildarmynd fyrir miðbæ Hafn- arfjarðar var kynnt á fundi bæjar- ráðs Hafnarfjarðar í lok síðustu viku. „Það hefur staðið yfir vinna und- anfarin ár við bæjarskipulagið og núna var ákveðið að gera tillögu að uppbyggingu og breytingum á svæð- inu sem afmarkast frá Linnetsstíg að Reykjavíkurvegi, þar sem eru gamlir byggingarréttir fyrir hendi. Okkur fannst mikilvægt að ná heild- armynd á svæðinu áður en að ein- stakir aðilar færu af stað,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Að mínu mati talar þetta mjög vel við gamla miðbæinn og gömlu húsin og er mjög falleg hugmynd. Við erum að reyna að blanda saman gömlum byggingarstíl og nýjum og gera það á smekklegan hátt með því meðal annars að hafa ekki húsin há- reist heldur að hafa þau í þessum gamla stíl sem miðbærinn okkar í Hafnarfirði er þekktur fyrir.“ Samkvæmt nýjum tillögum er Thorsplan áfram hugsað sem aðal- torgið í hjarta Hafnarfjarðar og er Ráðhústorg, sem nú er lagt undir bílastæði m.a. fyrir Bókasafn Hafn- arfjarðar, kynnt sem grænt torg með áherslu á gróður, vatn og minni samkomur og viðburði. Litið er á Ráðhústorg og svæðið í kring sem eitt heildstætt og aðlaðandi svæði sem flæðir saman og tengist litlum og stórum stígum og götum í allar áttir til annarra hverfa. „Þetta hefur verið skemmtilegt ferli og ég er mjög ánægð með þessa tillögu eins og hún lítur út núna og það verður gaman að kynna hana fyrir íbúum. Þetta styrkir mjög miðbæinn og þarna er verið að gera tillögu um að taka bílastæðið sem er fyrir utan ráðhúsið og gera fallegt torg þar, þannig að húsin í kring njóti sín og þar geti dafnað einhver skemmtileg starfsemi og þjónusta,“ segir Rósa. Aðstaða sem hvetur til samveru Áhersla er lögð á götulist og teng- ingar við starfsemi á jarðhæðum húsa. Á torginu verður góð aðstaða fyrir minni samkomur og vatns- skúlptúr á miðju torgsins sem er ætlað að hvetja til leikja og samveru hvort sem er á hlýjum sumardegi eða þegar vatnið er þakið klaka- böndum um hávetur. Kaffihúsið Súfistinn, ásamt fyrir- hugaðri viðbyggingu, mun verða þungamiðjan á Ráðhústorginu og mun viðbygging Súfistans, sam- kvæmt hugmyndum, verða í anda gamla Hafnarfjarðar en með nú- tímalegum brag. Gert er ráð fyrir að viðbyggingin muni hýsa stækkun á veitingarými á jarðhæð með þak- svalir sem snúa að Strandgötu. Gamla hús Súfistans mun áfram njóta sín í götumyndinni. Á 2. og 3. hæð viðbyggingar auk rishæðar nú- verandi húss verða allt að níu smá- íbúðir. Nýjar hugmyndir gera jafn- framt ráð fyrir að Beggubúð, sem byggð var 1906 og hýsir í dag versl- unarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar, verði aftur flutt á upprunalegan stað sinn á Strandgöt- unni gegnt Bæjarbíói til að ná enn frekari skírskotun til gamla Hafnar- fjarðar. Lagt er til að byggt verði við Austurgötu 4a í sama stíl. Inn- gangur á Ráðhústorgið með breiðum tröppum sem snúa vel við sólu mun tengjast Austurgötu 8, sem hugsuð er undir þjónustustarfsemi með sól- ríkri verönd. Sú verönd er jafnframt hugsuð sem aðstaða fyrir minni við- burði og mannfagnaði. „Við erum að birta þessar hug- myndir, bærinn er að hluta til lóðar- hafi en einkaaðilar eiga líka ein- hvern hluta og ég veit að það er áhugi hjá þeim á að fara af stað og endurgera sín hús og bæta við þau. Þá yrði það gert samkvæmt þessum nýju hugmyndum ef þetta skipulag verður að veruleika,“ segir Rósa. Á miðsvæðum er fyrst og fremst gert ráð fyrir verslunar- og þjón- ustustarfsemi s.s. verslunum, skrif- stofum, þjónustustofnunum, veit- inga- og gistihúsum og menn- ingarstofnunum. Þar sem aðstæður leyfa má gera ráð fyrir íbúðar- húsnæði, sérstaklega á efri hæðum bygginga. Þá segir Rósa að tillagan verði vel kynnt íbúum. Ráðhústorg Lagt er til að Ráðhústorgið verði grænt torg með gosbrunni. Yfirlitsmynd Gert er ráð fyrir nýjum húsum við Austurgötu og inngangi með breiðum tröppum að Ráðhústorgi. Vilja halda í sérkenni bæjarins - Ný heildarmynd miðbæjar Hafnarfjarðar - Ráðhústorgið verði „grænt“ torg - Áhersla á götulist Teikningar/ASK arkitektar Nýtt framtíðarhúsnæði Tækniskól- ans mun rísa við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Fulltrúar stjórnvalda, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu vilja- yfirlýsingu þess efnis í dag. Tækniskólinn er nú starfræktur í níu byggingum á höfuðborgarsvæð- inu. Með nýrri byggingu verður starfsemin sameinuð undir einu þaki. Í Tækniskólanum starfa rúmlega 270 starfsmenn og yfir þrjú þúsund nem- endur eru skráðir þar í nám. Í viljayfirlýsingunni er sammælst um að skipa verkefnastjórn og rýna tillögur um eignarhald og fjár- mögnun. Þá staðfestir Hafn- arfjarðabær vilja bæjaryfirvalda til að leggja til stofnfjárframlag í formi lóðar án kvaða og gjalda, ásamt beinu fjárframlagi samkvæmt nán- ara samkomulagi. „Bygging nýs Tækniskóla er löngu tímabær, enda er núverandi húsnæði óheppilegt og löngu sprungið. Aðsókn í skólann hefur aukist mikið, eins og aðsókn í starfs- og tækninám hefur gert almennt. Á undanförnum árum hefur mikil við- horfs- og kerfisbreyting orðið og okkur hefur á kjörtímabilinu tekist að raungera áratugagamlan draum um að auka vægi starfs- og verk- menntunar í landinu. Þeim árangri fagna ég mjög, en við þurfum að halda áfram og tryggja að verk- menntaskólarnir búi við góðar að- stæður,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, í tilkynningu. esther@mbl.is Undirskrift Frá undirskrift viljayfirlýsingarinnar um nýtt húsnæði í dag. Húsnæði Tækniskól- ans rís í Hafnarfirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.