Morgunblaðið - 08.07.2021, Page 26
26 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Blephaclean
Hágæða blautklútar sem vinna
vel á frjókornaofnæmi.
Góð tvenna við
frjókornaofnæmi
Fæst í völdum apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum.
Dry Eyes
Augnhvíla sem hægt er að kæla og
hjálpar við frjókornaofnæmi. Einnig
hægt að hita í örbylgjuofni.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Vegfarendur um Ægisíðu geta nú
skoðað nýendurgerðan grásleppu-
skúr sem komið var upp við Gríms-
staðavör í byrjun mánaðar en ráð-
gert er að endurgera alla
grásleppuskúrana í náinni framtíð
til að varðveita merka sögu skúr-
anna á 20. öldinni.
„Þetta er mjög skemmtilegt og
gaman að því að sögu sem er ekki
eldri en þetta sé haldið við og
gríðarlega mikilvægt,“ segir María
Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri
minjavörslu og rannsókna hjá
Borgarsögusafni Reykjavíkur.
Lengi verið í niðurníðslu
Við Ægisíðuna var gert út alla
20. öldina og var þá helst um
hrognkelsaveiðar að ræða og voru
þá grásleppuskúrarnir nýttir sem
vinnuskúrar.
Skúrarnir hafa nú lengi verið í
niðurníðslu og illa farnir en upp
kom sú hugmynd að endurgera
skúrana þegar lagt var af stað með
verkefnin Betri hverfi hjá Reykja-
víkurborg. Var meðal annars farið í
jarðvegsskipti í kringum skúrana
og tiltekt gerð á svæðinu. Var þá
vestasti grásleppuskúrinn fjar-
lægður til viðgerðar og var umsjón
hennar í höndum Trausta Sigurðs-
sonar smiðs.
„Það var farið í að skoða svæðið
og hreinsa til og gera fínt og þá
kom upp sú hugmynd að hlúa að
grásleppuskúrunum og endurgera
þá því þeir voru margir orðnir
mjög illa farnir og viðkvæmir fyrir
veðrum og vindum. Það var ákveðið
að setja peninga í þetta verkefni
sem Borgarsögusafn fékk í sínar
hendur,“ segir María. Í framhald-
inu var vestasti grásleppuskúrinn
fjarlægður til viðgerðar og var um-
sjón verksins í höndum Trausta
Sigurðssonar smiðs en hann fylgdi
viðgerðaráætlun sem unnin var á
safninu.
Farið í frumgögn og heimildir
„Svo var bara farið í frumgögn
og heimildir, þannig að við fundum
ljósmyndir og slíkt. Þegar það var
búið var farið í að taka klæðn-
inguna af skúrnum og þá kom í ljós
að þar undir var tjörupappír,“ segir
María og bætir við að tjörupappa-
klæðningin hafi einkennt útlit skúr-
anna lengi vel þegar þeir voru not-
aðir. Var markmiðið að færa
skúrinn í það horf en sjá má skúr-
inn tjöruklæddan með lektum á
mynd frá 1966 sem var meðal ann-
ars stuðst við við endurgerð hans.
„Svo kom í ljós að [skúrinn]
hafði verið smíðaður meðal annars
úr kassafjölum, sem eru það efni
sem var til og notað á þeim tíma,
bara til að nýta allt sem hægt er
að nýta. Í dag köllum við þetta
sjálfbærni, að nýta það efni sem
við höfum í umhverfinu fyrir lítinn
sem engan pening. Þannig að
þarna inni í skúrnum má sjá þess-
ar kassafjalir og stimpla frá hinum
og þessum fyrirtækjum í New
York og Þýskalandi og slíkt sem
er mjög gaman að sjá,“ segir
María.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvaða hlutverki endurgerðu skúr-
arnir muni gegna, öðru en að
skapa skemmtilegt umhverfi og
auka aðgengi fólk að sögu svæð-
isins, en María segir að meðal
annars séu hugmyndir á sveimi
um að nýta skúrana sem búnings-
klefa fyrir sjósund. „Það er svona
ýmislegt í gangi,“ bætir hún við.
„Það á eftir að þróast í samráði
við þá hópa sem hafa verið í kring-
um þetta verkefni og jafnvel bara
að íbúar komi með tillögur um
hvað þeir vilja að verði gert. Þann-
ig að þetta er allt gert í samráði
við þá sem hafa áhuga og vilja
nýta þetta og njóta þess að vera
þarna.“
Einnig náttúruminjar
Hún segir minjagildi grásleppu-
skúranna ómetanlegt og gríðarlega
mikilvægt. „Þetta er hluti af þessu
umhverfi, búið að vera þarna alla
20. öldina. Í 100 ár að minnsta
kosti og jafnvel lengur. Þetta er
ósnortin fjara sem ekkert hefur
verið fyllt upp þannig að þetta eru
líka náttúruminjar. Þetta er
grunnurinn að því sem fólkið lifði
á í Vesturbænum þar sem mikið
var um útræði,“ segir María.
„Þetta er hluti af þessari sögu:
atvinnusögu, útvegssögu og hafs-
sögu. Hvernig Reykjavík byggðist
upp. Þannig að þetta er gríðarlega
mikilvægt.“
Segir María að verkefnið sé ekki
síður mikilvægt fyrir upplifun veg-
farenda sem fara um svæðið en á
svæðinu eru borð og bekkir og
svæði til að setjast niður og horfa
á sjóinn.
„Það er hægt að labba þarna um
fjöruna. Þarna eru dráttarteinar
sem voru notaðir til að draga
bátana upp, sem er reyndar farið
að sjá á. Þarna eru líka dráttarspil
og eitt og annað. Þarna eru fal-
legar minjar um söguna, sem eru í
alfaraleið. Þar sem fólk er að
ganga með börnin sín og hjóla og
haupa og stunda ýmiss konar úti-
vist,“ segir María. „Það er mjög
skemmtilegt að fara um svæði sem
á sér sögu.“
Morgunblaðið/Unnur Karen
Grásleppuskúr Vestasti grásleppuskúrinn á Ægisíðu hefur nú verið endurgerður eftir viðgerðaáætlun Borgar-
sögusafns Reykjavíkur. Ráðgert er að endurgera alla grásleppuskúrana til að varðveita merka sögu svæðisins.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Fyrra horf Klæðningin á endurgerða grásleppuskúrnum var endurnýtt að
mestu leyti og er hann meðal annars gerður úr gömlum kassafjölum.
Grunnurinn að því sem fólk lifði á
- Vestasti grásleppuskúrinn á Ægisíðu hefur verið endurgerður og færður í fyrra horf
- „Þetta er hluti af sögunni: atvinnusögu, útvegssögu og hafssögu. Hvernig Reykjavík byggðist upp“
Ljósmynd/Jóhann Vilberg Árnason
1966 Hér má sjá grásleppuskúrinn í upprunalegri mynd, tjöruklæddan með lektum, en stuðst var við þessa mynd,
sem tekin var af Jóhanni Vilberg Árnasyni, við endurgerð skúrsins sem líkist nú mikið upprunalegri mynd sinni.