Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
vfs.is
SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
EIN RAFHLAÐA
+ öll verkfæri fyrir garðinn, heimilið og bílskúrinn
Afurðaverð á markaði
6. júlí 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 327,18
Þorskur, slægður 342,64
Ýsa, óslægð 442,46
Ýsa, slægð 267,54
Ufsi, óslægður 89,77
Ufsi, slægður 122,85
Gullkarfi 271,30
Blálanga, óslægð 236,86
Blálanga, slægð 255,83
Langa, óslægð 168,47
Langa, slægð 144,34
Keila, óslægð 21,66
Keila, slægð 34,94
Steinbítur, óslægður 48,75
Steinbítur, slægður 137,34
Skötuselur, slægður 713,73
Grálúða, slægð 306,76
Skarkoli, slægður 357,23
Þykkvalúra, slægð 417,28
Langlúra, slægð 211,86
Sandkoli, óslægður 132,10
Sandkoli, slægður 19,00
Blágóma, slægð 19,00
Bleikja, flök 1.573,67
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Hlýri, óslægður 83,78
Hlýri, slægður 115,69
Hvítaskata, slægð 10,00
Lúða, slægð 598,37
Lýsa, óslægð 84,81
Lýsa, slægð 135,00
Náskata, slægð 10,00
Skata, óslægð 21,00
Skata, slægð 25,08
Undirmálsýsa, óslægð 70,85
Undirmálsþorskur, óslægður 139,53
Undirmálsþorskur, slægður 145,56
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Í fyrsta lagi hefur nýtt áhættumat
ekki verið staðfest,“ segir Gunnþór
Ingvason, forstjóri Síldarvinnsl-
unnar í samtali við 200 mílur um
hættumat fyrir ofanflóð á Seyð-
isfirði.
„En það segir sig sjálft að það er
ekki boðlegt að vera með atvinnu-
starfsemi innan hættusvæðis.“
Fiskvinnsla og mjölbræðsla Síld-
arvinnslunnar á Seyðisfirði standa
utarlega í sunnanverðum firðinum,
þar sem stóra aurskriðan féll á
Seyðisfirði í desember, olli mikilli
eyðileggingu í bænum og ógnaði lífi
fólks.
Endurskoðun hættumats
breytir ýmsu
Í kjölfar aurskriðanna var hafist
handa við að vinna uppfært hættu-
mat vegna ofanflóða fyrir Seyð-
isfjörð. Tvö minnisblöð hafa verið
rituð og skilað til ráðherra þar sem
hættan í sunnanverðum firðinum, á
milli Búðarár og Stöðvarlækjanna
annars vegar og nýtt bráðabirgða-
hættumat á áhrifasvæði skriðunnar
stóru sem féll þann 18. desember,
frá Múla út fyrir Stövarlæk, hins
vegar er endurmetin.
Fyrir það hafði nýtt og útvíkkað
hættumat verið unnið árið 2019 og
staðfest af umhverfis- og auðlind-
aráðherra í mars árið 2020.
Ef endurskoðað hættumat verður
staðfest, þar sem starfsemi Síld-
arvinnslunnar er innan hættusvæð-
is, hverjir eru þá möguleikarnir í
stöðunni?
„Það er of snemmt að segja til um
það. Það er alveg ljóst að það virðist
ekki vera möguleiki að horfa til
framtíðar á þessu svæði þar sem
vinnslan er núna. Einnig er ljóst að
verði hættumatið staðfest verður
bæði bræðslan og fiskvinnslan á C-
svæði.“
Hann segir að stjórnvöld verði að
fara vel yfir hvernig þau hyggjast
bregðast við ástandinu og hver að-
koma þeirra verður að uppbyggingu
atvinnusvæðis á Seyðisfirði eftir
skriðurnar.
„Þetta er bara mjög snúin staða,“
segir Gunnþór.
Svokallað C-svæði er þriðja og
hæsta hættustig ofanflóða sam-
kvæmt reglugerð um hættumat
vegna ofanflóða.
Á C-svæði er ekki heimilt að reisa
húsnæði til búsetu eða vinnu kalli
það á viðveru fólks, né breyta at-
vinnuhúsnæði kalli það á aukinn
fjölda starfsfólks.
Stærsti vinnustaðurinn
Um fjörutíu til fimmtíu manns
starfa hjá Síldarvinnslunni á Seyð-
isfirði sem er langtum stærsti vinnu-
staðurinn.
Skuttogarinn Gullver NS-12 legg-
ur upp hjá vinnslunni þar sem mest-
megnis þorskur, ýsa, ufsi og karfi
eru unnin.
Síldarvinnslan keypti útgerðina
Gullberg sem gerði út togarann
Gullver árið 2014 ásamt húsnæði
fiskvinnslunnar Brimbergs með öll-
um búnaði.
Ekki er uppsjávarvinnsla á Seyð-
isfirði svo bræðslan er eingöngu
keyrð á vertíðum þar sem allur fisk-
ur er bræddur, svo sem á kolmunna.
Húsnæði fiskvinnslunnar er gam-
alt og hefur gengið í gegnum miklar
breytingar í gegnum tíðina.
Alls kyns hugmyndir hafa verið
uppi um framkvæmdir í kringum
fiskvinnsluna sem kallað hefðu á
fjárfestingu og jafnvel stækkun en
Gunnþór segir að ljóst sé að ekki sé
tækt að huga til framtíðar á svæð-
inu, verði hættumat staðfest.
Ekki unnið fyrir tilviljun
Unnið var í fiskvinnslunni í des-
ember þegar aurskriðurnar tóku að
falla.
„Vinnslan var ekki metin á C-
svæði á þeim tíma en hrein tilviljun,
eða tilfinning, réð því að ekki var
unnið í vinnslunni daginn örlagaríka
sem stóra aurskriðan féll,“ segir
Gunnþór. „Það segir okkur bara
hvað er stutt á milli,“ bætir hann við.
„Þetta fór auðvitað bara eins vel
og hægt var út frá fólki,“ segir
Gunnþór. Enginn lést né slasaðist
við skriðurnar í desember en altjón
varð á allmörgum húsum.
Ekki varð alvarlegt tjón á fisk-
vinnslunni, rafmagnið fór og
vinnslustopp var í nokkra daga en
húsnæði, búnaður og fólk slapp.
Snúin staða ef
nýtt hættumat
verður staðfest
- Bæði fiskvinnsla og mjölbræðsla Síld-
arvinnslunnar falla undir hættusvæði
Flökunarvél Bolfiskur er unninn í fiskvinnslunni allan ársins hring.
Morgunblaðið/Eggert
Sífreri Horft út um gluggann á vinnslunni á tindinn sem gnæfir yfir. Í honum er sífreri sem hætta er á að bráðni.
Vinna Fjörutíu til fimmtíu manns vinna hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði.
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson
fór úr höfn í vikunni til þátttöku í
fjölþjóðlegum leiðangri, svoköll-
uðum uppsjávarvistkerfisleiðangri,
sem farinn hefur verið árlega síð-
astliðin tólf ár.
Skip frá Noregi, Færeyjum og
Danmörku taka einnig þátt í leið-
angrinum. Undanfarin ár hafa skip
frá Grænlandi einnig tekið þátt en
svo verður ekki í ár.
Eitt af meginmarkmiðum leið-
angursins er að rannsaka út-
breiðslu og magn makríls í Norð-
austur-Atlantshafi, ásamt
útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar
og kolmunna.
Fram kemur á vef Hafrann-
sóknastofnunar að gögn úr leið-
angrinum nýtist í hinar ýmsu rann-
sóknir og verði notuð í um 20
rannsóknarverkefni. karitas@mbl.is
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Rannsóknarskip Árni Friðriksson
tekur þátt í leiðangrinum.
Makríllinn
kannaður
- Án Grænlands