Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 31
FRÉTTIR 31Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 BARNAHJÓL Í MIKLU ÚRVALI 2-4ára 3-6ára 5-9ára 5-9ára 8-12 ára Fleiri litir í boði. Skoðaðu úrvalið á orninn.is ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA Precaliber 12” Vice Pink 35.990 kr. Precaliber 16” Roarange 39.990 kr. Precaliber 20” 1g CrystalWhite 45.990 kr. Precaliber 16” TREK Black 39.990kr. Precaliber 20” TREK Black 45.990 kr. Precaliber 12” Royal 35.990 kr. Precaliber 20” 7g Dempari Alpine Blue 52.990 kr. Precaliber 20” 7g Dempari Voodoo Black 52.990 kr. Precaliber 24” 8g dempari TREK Black 59.990 kr. Precaliber 24” 8g dempari CrystalWhite 59.990 kr. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) telur að kröftugur vöxtur útflutnings, einkum tengdum ferða- þjónustu, muni leiða til viðsnúnings í íslensku hagkerfi eftir það mikla áfall sem heimsfaraldur kórónuveirunnar leiddi yfir það á síðustu misserum. Þetta kemur fram í skýrslu stofnun- arinnar sem Alvaro S. Pereira, for- stöðumaður skrifstofu efnahagsmála aðildarlanda OECD, kynnti á fundi í gær ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Í skýrslunni segir að í meginatriðum hafi tekist vel til við að mæta áfallinu. Viðnámsþróttur hafi skipt sköpum og öflug einkaneysla og vöxtur í öðrum útflutningi en ferðaþjónustu hafi gert gæfumuninn. Peninga- og fjármála- stefna hafi stutt vel við hagkerfið og að opinber stuðningur sé enn mikil- vægur til þess að koma hlutum í samt lag. Hins vegar sé mikilvægt að auka aðhald í umsvifum hins opinbera um leið og aðstæður bjóði upp á það, til þess að stöðva mikla skuldasöfnun sem orðið hafi að ráðast í og draga úr hættu á að verðbólga fari úr böndum. Í skýrslu OECD er vikið að mikil- vægi þess að laga skattastyrkjakerfi ríkisins að minni nýsköpunarfyrir- tækjum. Það sé lykilatriði til að tryggja hagvöxt til framtíðar en að núverandi kerfi virðist fremur nýtast stærri og rótgrónari fyrirtækjum betur. Þá væri akkur í því að beina opinberum sjóðum, sem sitji á áhættufjármagni, í meira mæli í sam- starf við einkasjóði sem hafi meiri Auka þarf aðhald í ríkisfjármálum - OECD bendir á mikilvægi þess að stöðva skuldasöfnun um leið og aðstæður leyfa getu til að styðja með öflugum hætti við sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Í skýrslunni er einnig fjallað um að- gerðir til að bregðast við loftslags- breytingum. Þar er tíundað að fram- kvæma þurfi kostnaðar- og ábatagreiningu vegna aðgerða sem ráðist er í. Bent er á að skattlagning vegna kolefnislosunar sé hærri hér á landi en víðast hvar í Evrópu. Hins vegar þurfi að ganga lengra í þeim efnum og að skattlagningin þurfi að ná víðar, m.a. til orkuframleiðslu og landbúnaðar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Taumhald Vandasamt verkefni býð- ur Bjarna Benediktssonar, fjár- mála- og efnahagsráðherra. Starfshópur um endurskoðun lög- giltra iðngreina var settur á laggirnar 12. maí og síðan sameinaður öðrum starfshópi. Hreinn Hrafnkelsson, for- maður hópsins, segir hann byrjaðan að ræða tillögur um hvernig þessum breytingum verði háttað. Átta manns sitja í nefndinni og voru tilnefndir frá ýmsum aðilum; mennta- og menningarmálaráðu- neyti, Samtökum iðnaðarins, ASÍ, Samkeppniseftirlitinu og Neytenda- samtökunum. Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlög- fræðingur SI, segir samtökin leggja mikla áherslu á að málið sé skoðað með heildstæðum hætti og samtali við fulltrúa þeirra greina sem hlotið hafa löggildingu hafi verið ábótavant við endurskoðunarferlið. „Við teljum afar mikilvægt að fulltrúar iðngreinanna og neytenda taki þátt í þessari vinnu og því erum við ánægð með veru okkar í þessum starfshópi. Við teljum mjög mikil- vægt að vinna að því að bæta starfs- umhverfi þeirra aðila sem vinna í þessum iðngreinum á sama tíma og við treystum stoðir iðnmenntunar og aukum skilvirkni í eftirlitskerfinu,“ segir Björg. Hún segir ekki markmið í sjálfu sér að fækka löggiltum iðngreinum. „Við teljum það bara sjálfsagt að meta forsendur löggildingar fyrir hverja grein og skoða hver sé ástæð- an fyrir því að þær eru löggiltar í dag. Þegar það mat hefur farið fram er hægt að átta sig á því til hvaða að- gerða þarf að grípa. Við höfum lagst í þetta mat á þeim greinum sem Sam- tök iðnaðarins vinna fyrir og teljum við að það sé full ástæða til löggild- ingar þeirra.“ Verði löggilding greinar afnumin, hafi það mikil áhrif. „Við erum með tugþúsundir ein- staklinga sem hafa menntað sig í þessum greinum og fengið útgefin starfsréttindi byggð á því kerfi sem við erum með í dag. Kerfi sem er öðru fremur ætlað að tryggja öryggi neyt- enda. Sé lögverndun afnumin breytir það auðvitað alveg forsendum þeirra. Það er þá ekki lengur þessi sami hvati að fara í námið eins og nú er enda engar hömlur á því hverjir geta veitt þá þjónustu sem nú er löggilt, nema það séu einhverjar aðrar reglur sem takmarka það en í mörgum tilvikum er það ekki svo.“ Nefndin er nú með tvö skipunar- bréf og er þess vegna óljóst hvað ná- kvæmlega á eftir að skoða og hver tímalína verkefnis hennar er. Morgunblaðið/Eggert Iðngreinar Samtök iðnaðarins fagna opnu samtali. Endurmeta löggildingu - Nefndin með tvö skipunarbréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.