Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 48

Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 48
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hjólreiðakeppnin Kia Gullhringurinn flytur sig um set þetta árið. Í stað þess að hjóla umhverfis Laugarvatn verður hjóluð sérlega falleg leið frá Selfossi að Þjórsá. Stysti hringurinn er 12 km og hugs- aður fyrir fjöl- skyldur og kepp- endur á táningsaldri en þeir sem vilja reyna meira á sig geta valið 43 km eða 59 km leið ell- egar tekið 90 km hring. Einar Bárðarson er stofnandi keppninnar og segir hann breytta staðsetningu m.a. koma til af því að umferðarþunginn á vegunum í ná- grenni Laugarvatns hefur farið vax- andi. „Upphaflega lá leiðin um slóðir þessa fornfræga hrings ferðaþjónust- unnar en eftir því sem keppnin hefur farið stækkandi og ferðamönnum far- ið fjölgandi varð nauðsynlegt að flytja keppnina um set, og upplagt að færa keppnina niður í Flóa þar sem er miklu rólegri umferð á laugardags- kvöldum að sumri til.“ Hjólreiðakeppnin fer fram næst- komandi laugardag en mikið verður um dýrðir á Selfossi þann daginn enda er þá haldin grill- og tónlist- arhátíðin Kótelettan. Hópurinn sem hjólar stystu vegalengdina verður ræstur kl. 18 en þeir sem fara lengstu leiðina leggja af stað kl. 19.05 og und- irstrikar Einar að allir eigi að geta tekið þátt og haft gaman af keppn- inni, hvort sem um er að ræða áhuga- fólk eða afreksfólk í greininni. „Hjóla- leiðirnar eru mjög skemmtilegar og mikil náttúrufegurð á svæðinu, og hefur verið gaman að sjá jákvæð við- brögð keppenda við breytingunum.“ Þeir yngstu greiða ekkert gjald Keppnin hefst í nýja miðbænum á Selfossi, um það leyti sem viðburðum dagsins á Kótelettunni er að ljúka. Áhugasamir geta fylgst með á risa- skjá en keppnin verður einnig send út beint á mbl.is. Verðlaunaafhending fer fram síðar um kvöldið og tónlist- ardagskrá Kótelettunnar hefst kl. 22 fyrir þá sem vilja dansa og skemmta sér fram á rauða nótt. Kia Gullhringurinn er hluti af Vík- ingamótaröðinni svokölluðu sem hófst í júníbyrjun með utanvega- hlaupi við Hengil og lýkur í sept- ember með hlaupi frá Vífilsstöðum upp að Helgafelli. Hjólreiðakeppnin er ekki hluti af keppnisdagskrá Hjól- reiðasambands Íslands en Einar seg- ir að engu að síður taki margt öfl- ugasta hjólreiðafólk landsins þátt í viðburðinum, bæði til að hafa gaman af líflegri keppni og fallegri hjólaleið en líka til að vera unga fólkinu hvatn- ing og góð fyrirmynd. „Við leggjum okkar af mörkum til að efla íþróttina með því t.d. að leyfa yngstu krökk- unum, þ.e. þeim sem eru á aldrinum 12 til 16 ára, að fara stystu hjólaleið- ina án keppnisgjalds,“ útskýrir Ein- ar, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í 500 manns skráð sig til keppni. Skráningargjaldið er frá 3.900 til 12.900 kr. og fá allir þátttakendur eigulega medalíu sem má líka nota sem upptakara. „Við erum lítið hrifin af einnota dóti og viljum endilega að þessi litli verðlaunagripur geti orðið fólki að gagni um langt skeið,“ út- skýrir Einar. 48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 ÁRBORG Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sumarið hefur farið vel af stað í Ár- borg og fjöldi viðburða og hátíða fram undan. Bragi Bjarnason er deildarstjóri frístunda- og menning- ardeildar sveitarfélagsins og segir hann margt um að vera á svæð- inu. „Framan af sumri ríkti ákveð- in óvissa varðandi allt skipulag vegna ástandsins en við héldum áætlun í júní og þjóðhátíðardag- urinn gekk von- um framar. Í kjöl- farið fór fram Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka sem heppnaðist líka vel en um er að ræða skemmtilega íbúahátíð þar sem vel er tekið á móti gestum. Samsvarandi hátíð, Bryggjuhátíðin, er haldin á Stokkseyri í júlí og tækifæri fyrir heimamenn að skreyta bæinn og sýna sínar bestu hliðar.“ Af öðrum viðburðum á dagatalinu nefnir Bragi hjólreiðakeppnina Kia Gullhringinn sem ræst verður á Sel- fossi um komandi helgi. Þá verður grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan haldin um helgina og ljóst að Selfoss mun iða af lífi. Sumarhátíð tímarits- ins Sumarhúsið og garðurinn verður haldin 17. júlí undir yfirskriftinni „Stefnumót við Múlatorg“ en síðasta sumar var hátíðin mjög vel sótt og markaður með handverk, gróð- urvörur og sælkeravarning vakti töluverða lukku. „Unglingalandsmót UMFÍ verður svo haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina en eins og landsmenn vita er þar um að ræða einn stærsta íþróttaviðburð ársins.“ Bragi segir viðburðadagatal Ár- borgar aðeins sýna hluta af blómlegu menningar- og viðburðastarfi Suður- lands. Allt frá Hveragerði til Hafnar í Hornafirði eru alls konar uppákomur og listviðburðir á dagskrá; tónleikar, sýningar, vinnustofur og margt fleira. „Allar byggðirnar á svæðinu njóta góðs af þessu og skemmtilegur viðburður á einum stað þýðir að fólk á leið um hin bæjarfélögin og sveit- arfélögin líka og hefur þar vonandi viðdvöl og nýtir sér þá verslun og þjónustu sem boðið er upp á,“ út- skýrir Bragi og minnir lesendur á að missa t.d. ekki af Byggðasafni Árnes- inga og Sjóminjasafninu á Eyr- arbakka, Fishersetrinu á Selfossi, Veiðisafninu á Stokkseyri og Skyr- safninu sem opnar á Selfossi síðar í sumar. „Fólk ætti líka að reyna að heimsækja vinnustofur listamanna og handverksfólks eins og t.d. lista- mannasetrið BrimRót í Gimli og Elf- ar Guðna í Svartakletti á Stokks- eyri.“ Bregðast við fjölgun íbúa Greina má mikla tilhlökkun í Ár- borg þessa dagana því verið er að leggja lokahönd á nýjan miðbæ á Sel- fossi. Má reikna með að nýja miðbæj- arsvæðið muni breyta ásýnd mann- lífsins í bænum og mynda öflugan kjarna fyrir veitingastaði og versl- anir. „Ég vona líka að nýi miðbærinn verði til þess að fleiri ákveði að staldra við á Selfossi á leið sinni um Suðurland, frekar en að láta nægja að bæta bensíni á tankinn og halda svo leið sinni rakleiðis áfram,“ segir Bragi. Bendir flest til að nýr miðbær muni gera gott bæjarfélag enn betra og styðja við þá íbúafjölgun sem orðið hefur á svæðinu á undanförnum árum. „Íbúum hefur fjölgað töluvert og reiknað með 5-7% fjölgun á komandi árum en fólk sækir mjög í þau lífsgæði sem finna má á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og nágrenni,“ segir Bragi og bætir við að oft sé talað um stærsta byggðarkjarnann Selfoss sem borg í sveit. „Hér er að finna alla þá þjón- ustu sem fólk gæti hugsað sér en á sama tíma er samfélagið mjög öruggt og fjölskylduvænt og geta t.d. börnin farið allra sinna ferða sjálf á reiðhjóli. Vissulega hafa aukinni ásókn fylgt ákveðnir vaxtaverkir en sveitarfélagið hefur brugðist við því með því að reisa nýjan leikskóla og grunnskóla, og treysta aðra félagslega þjónstu. Frí- stundastarfið er eins og best verður á kosið en nýtt fjölnota íþróttahús verð- ur tekið í notkun í haust og stækkun golfvallarins stendur yfir. Síðast en ekki síst er fasteignaverðið í sveitarfé- laginu lægra en á höfuðborgarsvæð- inu en stutt er að aka í bæinn og á sama tíma hægt að njóta nándarinnar við náttúruna.“ Fólk sækir í lífsgæðin - Fram undan er viðburðaríkt sumar í Árborg og margt fyrir gesti að sjá og gera - Íbúum hefur fjölgað hratt og miklar vonir bundnar við nýjan miðbæ á Selfossi - Gaman að heimsækja vinnustofur Náttúra Á kajak innan um spaka hesta. Svæðið hentar vel til útivistar. Þol Brúarhlaupið er einn af föstum liðum íþróttadagatalsins. Bragi Bjarnason Árborg góður staður fyrir atvinnurekstur Bragi segir þeim fyrirtækjum fara fjölgandi sem koma auga á kosti þess að hafa starfsemi sína í Árborg og nágrannasveitarfélögum. Svæðið búi að góðum innviðum og mannauði. „Og svo má ekki gleyma þeim tækifærum sem felast í þeim endurbótum sem gerðar hafa verið og eru fyrirhugaðar í Þorlákshöfn og heppilegt fyrir ýmiss konar rekstur að vera mjög nálægt þessari góðu inn- og útflutningshöfn, og líka í góðu færi við alþjóðaflugvöllinn.“ Landsins stærsti hjólreiðaviðburður kominn á nýjan stað - Keppnin hefst á Selfossi og hægt að fylgjast með beinni útsendingu á mbl.is - Allir aldurshópar geta tekið þátt Hraust Frá fyrra móti. Kia Gullhringurinn er hluti af Víkingamótaröðinni. Afrek Von er á mörgum fremstu hjólreiðamönnum landsins. Áfangi Allir þátttakendur fá medalíu. Lengsta keppnisleiðin er 90 km. Einar Bárðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.