Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 49
49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Selfoss ÁrborgVið
NÝTT NÝTT NÝTT
ALLTAF Í
LEIÐINNI
SELFOSSI
AUSTUR
VESTUR
eða Sveitarfélagið Árborg tekur vel á móti
okkur um helgina þar sem K100 verður í beinni
útsendingu úr nýja miðbænum á Selfossi.
Hægt er að fylgjast með í
Sjónvarpi Símans og á K100.is
Sagt er um Selfyssinga að fáir kunni
betur að gera sér dagamun og njóta
þess að vera til. Hvergi kemur þetta
betur fram en á grill- og tónlistarhá-
tíðinni Kótelett-
unni (www.kote-
lettan.is) þar sem
saman fara ljúf-
fengur matur og
tónlistar-
skemmtun af
allra bestu gerð.
Einar Björns-
son er fram-
kvæmdastjóri há-
tíðarinnar sem
núna er haldin í
ellefta skiptið. Alla jafna er Kóte-
lettan haldin hátíðleg annan laug-
ardag í júní en vegna sam-
komutakmarkanna þurfti að fresta
viðburðinum um mánuð og hefst há-
tíðin næstkomandi föstudagskvöld,
9. júlí, en lýkur á sunnudaginn.
Þegar viðburðinn var settur á
laggirnar á sínum tíma vakti fyrir
Einari að skapa fjölskylduvænan
viðburð með lifandi tónlist og
sterkri tengingu við landbúnaðinn
og íslenska framleiðslu. Kótelettan
hefur síðan vaxið og dafnað og er í
dag litrík skemmtun sem sam-
anstendur af BBQ-hátíð og fjöl-
skylduhátíð þar sem hægt er að
bragða á íslensku kjöti, grænmeti
og öðru góðgæti og að auki kynna
sér bestu grillin fyrir sumarið frá
ýmsum framleiðendum á Stóru grill-
sýningunni.
Grillað fyrir gott málefni
Styrktarlettur SKB er árlegur
viðburður á Kótelettunni og fer
fram á hátíðarsvæðinu. Þar eru
kótelettur seldar til stuðnings
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra
barna en í ár er söfnunin haldin í
samstarfi við SS, Kjarnafæði og
Mömmumat. „Að venju verða góðir
gestir sem aðstoða við að standa
vaktina við grillin en sérstakir að-
stoðargrillarar í ár eru m.a. Sig-
urður Ingi Jóhannsson, Bjarni
Benediktsson og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, Oddný Harðardóttir
o.fl.,“ útskýrir Einar en eldað verð-
ur á styrktarlettu-grillinu á laug-
ardag milli 13 og 15.
Tónlistarhátíðin fer fram á föstu-
dags- og laugardagskvöld þar sem
fjölbreytt úrval tónlistarfólks kemur
fram. Má þar nefna Skítamóral,
FM95BLÖ, Pál Óskar, Herra
Hnetusmjör, Stuðlabandið, Siggu
Beinteins og Grétar Örvarsson,
Love Guru og GDRN. Frítt er inn á
hátíðarsvæðið í miðbæ Selfoss og
Tívolí starfrækt þar alla helgina.
Kaupa má dags- og helgarpassa á
tónleikadagskrána á www.kotelett-
an.is.
Kótelettan fer líka fram á sam-
félagsmiðlum og í görðum heima-
manna á Selfossi. Eru gestir hvattir
til að halda veglegar grillveislur fyr-
ir sig og sína um kvöldið og deila
myndum á Instagram merktum með
myllumerkinu #grillpartyars-
ins2021. Skipuleggjendur hátíð-
arinnar fara yfir þær myndir sem
fólk birtir og velja sigurvegara sem
hlýtur veglegan vinning. „Í gegnum
árin hafa þessar myndir einkennst
af gleði og gáska og allur gangur á
því hvað ræður vali dómnefndar.
Stundum eru það fallegar skreyt-
ingar, veglegt veisluborð, skemmti-
legt andrúmsloft eða samspil
margra þátta sem gerir útslagið,“
segir Einar.
ai@mbl.is
Grill og gleði
um helgina
-Íslenskum landbúnaðarafurðum
er gert hátt undir höfði á Kótelettunni
Stuð Páll Óskar verður í hópi þeirra sem halda uppi fjörinu um helgina.
Upplifun Tívolí, grillsýning og keppni um grillveislu ársins er á meðal þess sem Kótelettan skartar.
Einar
Björnsson