Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Selfoss ÁrborgVið NÝTT NÝTT NÝTT ALLTAF Í LEIÐINNI SELFOSSI AUSTUR VESTUR eða Sveitarfélagið Árborg tekur vel á móti okkur um helgina þar sem K100 verður í beinni útsendingu úr nýja miðbænum á Selfossi. Hægt er að fylgjast með í Sjónvarpi Símans og á K100.is Sagt er um Selfyssinga að fáir kunni betur að gera sér dagamun og njóta þess að vera til. Hvergi kemur þetta betur fram en á grill- og tónlistarhá- tíðinni Kótelett- unni (www.kote- lettan.is) þar sem saman fara ljúf- fengur matur og tónlistar- skemmtun af allra bestu gerð. Einar Björns- son er fram- kvæmdastjóri há- tíðarinnar sem núna er haldin í ellefta skiptið. Alla jafna er Kóte- lettan haldin hátíðleg annan laug- ardag í júní en vegna sam- komutakmarkanna þurfti að fresta viðburðinum um mánuð og hefst há- tíðin næstkomandi föstudagskvöld, 9. júlí, en lýkur á sunnudaginn. Þegar viðburðinn var settur á laggirnar á sínum tíma vakti fyrir Einari að skapa fjölskylduvænan viðburð með lifandi tónlist og sterkri tengingu við landbúnaðinn og íslenska framleiðslu. Kótelettan hefur síðan vaxið og dafnað og er í dag litrík skemmtun sem sam- anstendur af BBQ-hátíð og fjöl- skylduhátíð þar sem hægt er að bragða á íslensku kjöti, grænmeti og öðru góðgæti og að auki kynna sér bestu grillin fyrir sumarið frá ýmsum framleiðendum á Stóru grill- sýningunni. Grillað fyrir gott málefni Styrktarlettur SKB er árlegur viðburður á Kótelettunni og fer fram á hátíðarsvæðinu. Þar eru kótelettur seldar til stuðnings Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna en í ár er söfnunin haldin í samstarfi við SS, Kjarnafæði og Mömmumat. „Að venju verða góðir gestir sem aðstoða við að standa vaktina við grillin en sérstakir að- stoðargrillarar í ár eru m.a. Sig- urður Ingi Jóhannsson, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Oddný Harðardóttir o.fl.,“ útskýrir Einar en eldað verð- ur á styrktarlettu-grillinu á laug- ardag milli 13 og 15. Tónlistarhátíðin fer fram á föstu- dags- og laugardagskvöld þar sem fjölbreytt úrval tónlistarfólks kemur fram. Má þar nefna Skítamóral, FM95BLÖ, Pál Óskar, Herra Hnetusmjör, Stuðlabandið, Siggu Beinteins og Grétar Örvarsson, Love Guru og GDRN. Frítt er inn á hátíðarsvæðið í miðbæ Selfoss og Tívolí starfrækt þar alla helgina. Kaupa má dags- og helgarpassa á tónleikadagskrána á www.kotelett- an.is. Kótelettan fer líka fram á sam- félagsmiðlum og í görðum heima- manna á Selfossi. Eru gestir hvattir til að halda veglegar grillveislur fyr- ir sig og sína um kvöldið og deila myndum á Instagram merktum með myllumerkinu #grillpartyars- ins2021. Skipuleggjendur hátíð- arinnar fara yfir þær myndir sem fólk birtir og velja sigurvegara sem hlýtur veglegan vinning. „Í gegnum árin hafa þessar myndir einkennst af gleði og gáska og allur gangur á því hvað ræður vali dómnefndar. Stundum eru það fallegar skreyt- ingar, veglegt veisluborð, skemmti- legt andrúmsloft eða samspil margra þátta sem gerir útslagið,“ segir Einar. ai@mbl.is Grill og gleði um helgina -Íslenskum landbúnaðarafurðum er gert hátt undir höfði á Kótelettunni Stuð Páll Óskar verður í hópi þeirra sem halda uppi fjörinu um helgina. Upplifun Tívolí, grillsýning og keppni um grillveislu ársins er á meðal þess sem Kótelettan skartar. Einar Björnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.