Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 ✝ Elín Alice El- tonsdóttir fæddist í Banda- ríkjunum 15. maí 1946. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 10. júní 2021 eftir skamm- vinn veikindi. Móðir Elínar var Aðalheiður Jóns- dóttir, f. 1927, d. 2017. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Haraldur Sæmundsson, f. 1929. Faðir El- ínar var Elton McElwarth, f. 1923, d. 1984. Albróðir Elínar var Jón Haukur Eltonsson, f. 1948, d. 2009, maki Sigurlína Kristín Scheving. Hálfsystur eru 1) Helga Haraldsdóttir, f. 1956, maki Hróðmar I. Sigur- hjónabandi eru sex talsins og afkomendurnir orðnir fjölmarg- ir. Elín ólst upp í Reykjavík og að loknu gagnfræðaprófi vann hún ýmis störf en bjó síðan í nokkur ár á Englandi. Eftir heimkomu fluttist Elín til Kefla- víkur og starfaði þar við versl- unarrekstur. Árið 1993 festu þau Hrafn kaup á verslun og íbúðarhúsi á Laugarvatni, þar sem þau bjuggu og störfuðu fram til aldamóta. Eftir það tóku við þrettán ár í Hafnar- firði þar sem Elín starfaði á Skattstofu Reykjanesumdæmis áður en þau fluttu að nýju suð- ur með sjó. Elín lét til sín taka í félags- málum, m.a. starfi björg- unarsveitarinnar Stakks, Félagi eldri borgara á Suðurnesjum og í Kiwanis en þau Hrafn voru virk í hreyfingunni í áratugi. Ferðalög, innanlands sem utan, voru sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna. Útför Elínar fer fram í kyrr- þey, að hennar ósk. björnsson, 2) Hrefna Haralds- dóttir, f. 1958, maki Björn B. Björnsson og 3) Halla Haralds- dóttir, f. 1967, maki Víðir Sig- urðsson. Sonur Elínar og fyrri eiginmanns hennar, Björns Samúelssonar, er Sveinn, f. 1973, bygginga- fulltrúi í Reykjanesbæ. Kona Sveins er Svandís Þorsteins- dóttir, f. 1975, og börn þeirra eru 1) Kristinn Rafn, f. 1997, 2) Davíð Freyr, f. 1999, og 3) Anna Lilja, f. 2003. Eftirlifandi eiginmaður Elínar er Hrafn Sveinbjörnsson blikksmiður, f. 1937. Börn Hrafns af fyrra Við fráfall Elínar systur okkar er enn á ný höggvið stórt skarð í fjölskylduna. Þrátt fyrir veikindin í vetur grunaði okkur ekki að kom- ið væri að leiðarlokum. Ella hélt nefnilega í gleðina allt þar til lífið slokknaði. Ella var stóra systir okkar, hálfsystirin, sem var miklu eldri og við litum upp til. Þau Nonni bróðir voru einhvern veginn af allt annarri kynslóð og sýndu okkur því inn í aðra heima. Ella tók líka hlutverk sitt sem stóra systir alvarlega, gaf okkur ráð, sem voru misvel þegin, en á eitt þeirra reynir núna; að reyna að halda sjó og mikla ekki fyrir sér mótbyrinn í lífinu. Ella var vinkona okkar, en líka skvísa, sem kenndi okkur húlla- hopp og að hlusta á Supremes og Cillu Black á meðan hún túberaði kastaníurautt hárið. Við systurn- ar svolgruðum í okkur músíkina og andrúmsloftið. Vinkonur hennar í heimsókn og Ella teikn- aði svo hjarta með varalitnum á spegilinn í kveðjuskyni áður en þær skunduðu á ball. Svo var Ella einstaklega gjaf- mild manneskja. Þegar hún bjó á Englandi sendi hún okkur oft föt yfir hafið enda Ísland algjör út- kjálki í tískuheiminum. Þegar við urðum eldri hafði hún síðan oft áhyggjur af því hvað við værum alltaf blankar. Við komuna frá henni fundum við því iðulega ein- hverja þúsundkalla sem hún hafði laumað í úlpuvasann hjá okkur. Og svo setti hún auðvitað seðil inn í jólakort til systra sinna þegar þær bjuggu í útlöndum. Ella var einstaklega vinnusöm og sparaði sig hvergi. Okkur þótti stundum nóg um. Heimilið var líka alltaf spikk og span og hvergi betra með kaffinu. Núna erum við þakklátar fyrir að hafa náð saman skemmtilegri stund hjá þeim Hrafni síðla vetrar. Þá var haldið síðdegisboð a la Ella og veikindi og faraldur víðsfjarri um stund. Alla tíð kunni Ella vel að njóta lífsins, var eiginlega sérfræðing- ur í því, og oft var horft á stjörnu- himininn í pottinum á Laugar- vatni með eins og eitt rauðvínsglas við höndina. Að grilla var hennar ær og kýr, sama hvernig viðraði og hún lét hneykslun okkar á jólagrillinu sem vind um eyru þjóta. Fátt í lífi Ellu jafnaðist þó á við hamingjuna yfir Sveini, einka- syninum, hún naut þess að dekra við hann, sjá hann vaxa úr grasi og eignast fjölskyldu. Barna- börnin þrjú fundu líka vel fyrir hlýjum kærleika ömmu Ellu. Hún dýrkaði allt sitt fólk og naut þess að gleðja og aðstoða. Að lesa með krökkunum undir próf var með því skemmtilegasta sem hún gerði. Ella sló alltaf í gegn í veislum. Heimsmeistari í að spjalla og hlæja og láta öðrum finnast þeir áhugaverðir og skemmtilegir. Og alltaf stóð Hrafn við hlið hennar með góðlega brosið sitt, leyfði Ellu að eiga sviðið. Þau voru hamingjusöm hjón sem héldu í ákveðnar venjur, á hverri einustu Þorláksmessu fóru þau t.d. rúnt- inn á milli okkar allra með jóla- glaðning. Við reyndum þá að hafa jólalegt og bjóða upp á eins og eina sort af smákökum. Það fannst Ellu nú lágmark. Þessar minningar, og miklu fleiri, varðveitum við systurnar og færum Hrafni, Sveini, Svan- dísi og barnabörnunum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Helga, Hrefna og Halla. Við félagarnir í Kiwanis- klúbbnum Búrfelli á Selfossi hitt- um Elínu í fyrsta sinn þegar Hrafn, hinn nýi félagi okkar, bauð frúnni sinni með á fund. Það var eftirminnilegt að hitta hana þá og í hvert sinn sem Elín var með okkur varð svo hressandi blær yfir fundunum og öll um- ræðan varð léttari og glaðari. Þau hjón höfðu sest að á Laug- arvatni og ráku þar verslun og var mikill fengur að fá þau inn í okkar félagsskap. Það geisluðu einhverjir straumar í nærveru Elínar og aldrei var lognmolla og deyfð í hennar nánd. Við félagar og makar ferðuðumst með þeim hjónum erlendis á vegum Kiwan- is og tókst mikill vinskapur með þessum hópi sem ekki síst tengd- ist líflegri og skemmtilegri nær- veru Elínar. Vinskapur okkar Bryndísar og þeirra hjóna, Hrafns og Elínar, dýpkaði síðar í gegnum margar sameiginlegar ferðir innanlands og dvöl í húsinu mínu á Reykhól- um. Elín og Bryndís mín urðu góðar vinkonur og náðu þær vel saman og oft var glatt á hjalla hjá okkur. Sú hefð myndaðist að árlegur vorfagnaður í klúbbnum var haldinn á heimili þeirra. Þangað var ætíð vel mætt enda hjarta- hlýja og hressandi blær húsfreyj- unnar og höfðingsskapur hús- bóndans einstakur. Tilheyrandi hefðinni var að alltaf var skálað í koníaki í lok fagnaðar. Hjá Hrafni og Ellu traust var takið tryggða strengur bundinn. Kunnuglega koníakið kom á aðalfundinn. Þann 19. maí sl. á síðasta vor- fundi okkar var ljóst að hverju stefndi og kveðjuskálin tekin. El- ínar verður sárt saknað og við Búrfellsfélagar kveðjum eftir- minnilegan félaga okkar um tveggja áratuga skeið. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Hrafni og fjölskyldu hans. Hjörtur Þórarinsson. Samfélagið á Skólaveginum fyrr á árum í húsum númer 46, 48 og 50 var einstakt og einkenndist af vináttu, leik og bústörfum. Uppeldi á mörgum strákum, þeirra vinátta hefur haldist síðan. Eggert, Sveinn, Guðmundur, Örvar, Ingimundur og Aðalgeir. Bættust svo gjarnan við dreng- irnir úr Háaleitinu og af Fax- abraut. Þarna á þessum árum bundumst við öll, ungir og gaml- ir, vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað. Nú er stórt skarð hoggið eftir að Ella okkar kvaddi 10. júní sl. eftir erfið veikindi. Ella sem alltaf var hress og bros- andi sendi tóninn á krakkaskar- ann og var ekkert óviðkomandi. Munum við líka einstakt sam- band hennar við Huldu og Ástu þegar þær voru börn og ungling- ar. Ella var mestalla starfsævi sína í verslunarrekstri sem átti ágætlega við hana með sína léttu og góðu lund. Mest reyndi þó á hana þegar þau Hrafn, hennar seinni maður, nýgift keyptu kaupfélagsbúðina á Laugarvatni og fluttu austur. Þvílíkur kjarkur og þor, þar voru þau vakin og sof- in yfir þeim rekstri. Þegar þeim kafla var lokið og þau farin að þreytast, seldu þau og fluttu í Hafnarfjörð. Ella fór að vinna hjá skattstjóra í Hafnarfirði og var þar til starfsloka, þá fluttu þau til Njarðvíkur til að vera nær Sveini og fjölskyldu sem hún sinnti af al- úð og mikilli elsku. Þá fengum við hana aftur til baka og vináttu- böndin styrktust enn frekar. „Ellefukaffi“ var alltaf í boði á morgnana ef við sáum okkur fært. Þessir flutningar suður eft- ir voru þeim áreiðanlega mikið gæfuspor, þau voru fljót að sam- lagast sínum fyrri félögum og féllu vel inn í samfélagið. Við Fríðurnar hvor sínum megin vottum Hrafni, Sveini og stórfjölskyldu okkar innilegustu samúð. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Fríða Bjarnadóttir og Fríða Guðmundsdóttir Elín Alice Eltonsdóttir ✝ Henri Pradin fæddist í Per- pignan í Frakk- landi 30. maí 1956. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Lozère í Frakklandi 29. júní 2021. Eiginkona hans er Sylviane Gal- vier. Henri var barnlaus. Hann vann sem leið- sögumaður í fimm ár í frönsku Ölpunum áður en hann hóf fer- il sinn sem ljósmyndari og blaðamaður 1982. Henri kom í fyrsta skipti til Íslands árið 1983 og ferðaðist um landið á mótorhjóli sínu og skrifaði síð- an blaðagrein um landið. Sama ár keyrði hann þvert yfir Kan- Bandaríkjunum og víðar. Hann tók þátt í „Raid Gauloises“ árið 1995 í Patagóníu í Argentínu og bjó þar í nokkra mánuði. Árið 1997 flutti hann til Ís- lands og lauk prófi í leiðsögu- mannaskólanum árið 2000. Hann vann sem slíkur í 12 ár ásamt því að skrifa greinar, þýða íslenskar bækur á frönsku eins og „Lost in Iceland“, „Andlit norðursins, „Allt um tröll“, „Tröllakirkjan“, „Karit- as, án titils“, „Öxin og jörðin“, „Óreiða á striga“ og talsetti fyrir Dúa J. Landmark margar náttúrulífsmyndir og las inn á auglýsingar fyrir Össur, Marel og fleiri. Árið 2005 fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og tók upp nafnið Henrý Kiljan Albansson. Frá árinu 2007 vann hann eingöngu að þýð- ingum og skrifum. Hann flytur til Frakklands árið 2013 og kynnist síðar og giftist Syl- viane Galvier. ada frá austri til vesturs og til baka á þremur mán- uðum. Hann bjó í Kanada á árunum 1989 til 1991. Hann sneri svo aftur til Frakklands og skrifaði bók sína „Le berger qui ski- ait“ sem inniheldur fjölda ljósmynda sem hann tók sjálf- ur. Hinn frægi jarð- og eld- fjallafræðingur Haroun Tazieff skrifaði innganginn í bókinni. Hann vann fyrir franskar sjónvarpsstöðvar (TF1, France 3, M6 ). Hann stofnaði með Néa Bernard tímaritið „Sports & Nature“ og leitaði fanga víða um heim eins og til dæmis í Síle, Argentínu, Tyrklandi, blaðamaður, þýðandi, rithöfund- ur og náttúruunnandi. Hann leitaði löngum að tilverustað sem hentaði honum í þessari jarðvist og honum fannst Ísland besta landið til að dveljast í. Hann kom fyrst til landsins 1983 á mótorhjólinu sínu og fór um allt land og tók fjöldann all- an af myndum. En hér fann hann allt sem hann leitaði að: Frábært fólk, vingjarnlegt við- mót, óspillta náttúru, stórkost- legt landslag, tjáningarfrelsi. Eins og mörgum öðrum fannst honum að hér væri hann maður á meðal manna og að hann væri kominn heim. Hann lærði ís- lensku og féll vel inn í samfélag- ið eins og hann hefði alltaf búið hér. Síðast bjó hann í krúttlegu húsi sem hann hafði fest kaup á, í Bauganesi í Skerjafirðinum. Ég kynntist Henri Pradin, eða Henrý Kiljan Albansson Ég á ekki auðvelt með að skrifa minningargrein. Því fylgir mikill sárauki. En svo kemur að því að einn daginn er róandi að heiðra minningu manns sem hefur skipt mann miklu máli í lifanda lífi. Það er vinur minn Henrý. Henrý var leiðsögumaður, ljósmyndari, eins og hann kaus að nefna sig þegar hann hlaut íslenskan rík- isborgararétt, hjá sameiginleg- um vini okkar, Jean-Pierre Bi- ard, sem bjó lengi á Íslandi. Hann kynnti okkur og sagði að við gætum haft gaman hvor af öðrum því áhugi á myndasögum væri okkur í blóð borinn. Og það var rétt því Henrý sýndi strax áhuga og vildi ólmur sjá teikn- ingar mínar. Við hófum sam- starf en verkefninu lauk ekki … Eftir liggja handrit, vangavelt- ur, rifrildi og þrettán fullteikn- aðar síður sem prýða bókina „Úrg Gala Buks Unum“. En okkar vinátta var einstök. Við vorum eins og sagt er á frönsku: „Cul et chemise“. Hann var mér eins og bróðir og gátum við tal- að tímunum saman um lífið og tilveruna. „On refaisait le monde“. „Potturinn og pannan“ var okkar staður og við ílent- umst þar langt fram eftir degi. Tíminn skipti okkur engu máli. Vináttan var dýrmætari en vinnan. Henrý var alltaf til stað- ar þegar eitthvað bjátaði á. Ég gat reitt mig á hann og hann á mig án skilyrða. Hvort sem var á degi eða nóttu, þá var alltaf opið hjá honum. Tebolli, kex- pakki og eyra til að hlusta og hjarta til að gefa manni ráð og styrkja. Hans staður var Grótta. Þar gat hann íhugað og horft út á kaldan sjóinn langt yfir í hinn enda heimsins. Dag einn ákvað hann að flytja aftur til Frakklands. Hann hafði fundið ástina á ný. Brotthvarf hans var mér mjög erfitt. En við hættum aldrei að skrifast á. Hlógum og grétum á víxl í gegn- um orðaskipti okkar. Við létum allt flakka. Þegar ég byrjaði að endurútgefa Ástrík á íslensku árið 2014, var það hann sem hjálpaði til við að sannfæra höf- undarrétthafa í París að Frosk- ur útgáfa stæði sig mjög vel í að endurskapa Goscinny-andann í textunum. Það var aftur vinur okkar, Jean-Pierre Biard, sem lét mig vita af andláti Henrýs. Eins og hann væri að loka bók með því að kynna okkur 30 árum fyrr. Þetta var lokakafli sem mér þótti mjög sárt að upplifa. Henrý fékk hjartaáfall á heimili sínu í Lozère og kom aldrei til meðvitundar aftur. Minn heim- ur verður aldrei samur eftir þetta. En það gleður mig að vita að þú ert á betri stað núna og að við eigum eftir að hittast í ljós- inu þaðan sem við komum öll og á tilverustig sem jafnast ekkert á við það sem jarðvistin er. Elsku vinur, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og í síðasta sinn: Vanfanculo líf- ið! Jean Antoine Posocco bókaútgefandi. Henri Pradin Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Sálm. 86.5 biblian.is Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum sem ákalla þig. Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Greniteig 9, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 5. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Guðjón Sigurðsson Steinunn Njálsdóttir Bjarni Ásgrímur Sigurðsson Hansborg Þorkelsdóttir Sigurður Sigurðsson Árný Þorsteinsdóttir Sveinbjörg Sigurðardóttir Guðsveinn Ólafur Gestsson barnabörn og barnabarnabörn Við færum innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HAFDÍSAR VIGNIR hárgreiðslumeistara, Sléttuvegi 25, Reykjavík. Starfsfólk Hrafnistu fær bestu þakkir fyrir alúð og góða umönnun. Reynir Vignir Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir Anna Ragnheiður Vignir Pétur Stefánsson Hildur Elín Vignir Einar Rúnar Guðmundsson Sigurhans Vignir Margrét Gunnlaugsdóttir barnabörn og langömmubörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.