Morgunblaðið - 08.07.2021, Síða 51

Morgunblaðið - 08.07.2021, Síða 51
✝ Benedikt Sig- urbjörnsson (Björnsson) fæddist 12. nóvember 1922. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 18. júní 2021. Foreldrar hans voru hjónin Þóra Guðmundsdóttir og Sigurbjörn Árna- son. Faðirinn kom ekki að uppeldi sonar síns en ætíð var gott sam- band við móður og systkini þótt Benedikt hafi ekki alist upp með þeim. Systkini Benedikts voru Guðbjörg (Lóló), Ólafur og Hall- ur Guðfinnur. Vegna aðstæðna fór Benedikt barnungur í fóstur á Skamm- beinsstaði í Holtum. Á bænum vatni, var alls óhræddur að taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur. Benedikt var nýalssinni og veitti forstöðu Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss um nokkur ár. Hann var náttúrubarn og æv- intýramaður, barngóður og dýravinur mikill. Hafði mikla sköpunarþörf og eftir hann liggja lög og ljóð, málverk og skúlptúrar. Eiginkona hans var Ólöf Svava Indriðadóttir kjóla- meistari, þau áttu langt og gott líf saman en hún lést fyrir rúm- um tveimur árum. Þau hjón eignuðust fjögur börn: Guðrúnu sem lést í bernsku, Þóru Guð- rúnu, Hólmfríði og Indriða, þá ólst Guðrún Harðardóttir (Rúna) upp hjá fjölskyldunni. Barnabörnin eru átta og barna- barnabörnin þrjú. Lengst af bjó fjölskyldan í Þingholtsstræti 15, en dvaldi öll sumur í fjölskyldubústaðnum í Laugardalnum við Laugarvatn. Útför Benedikts verður frá Fossvogskirkju í dag, 8. júlí 2021, og hefst athöfnin kl. 13. voru fyrir átta börn en Guðríður Þor- steinsdóttir tók hann að sér og fóstraði og átti Benedikt sínar bestu æskuminn- ingar þaðan. Börn Guðríðar og upp- eldissystkini Bene- dikts voru: Mar- grét, Ágústa, Dagmar, Elísabet, Elínborg, Lára, Sigurður og Guðmundur. Benedikt gekk í Bændaskól- ann á Hvanneyri, lærði húsa- smíðar og síðar löggilta fast- eignasölu og rak fasteignasölu um árabil. Hann gerðist garð- yrkjubóndi þegar hann keypti Garðyrkjustöðina á Laugar- Það væri hægt að skrifa heila bók af skemmtisögum um pabba. Sjálfur var hann sögumaður og sá spaugilegar hliðar á flestu. Hann var fljótur að setja saman vísur og gat svarað manni í bundnu máli í einum grænum, t.d. þegar kaffi- boðið mitt gekk ekki sem skyldi, svo að seint og um síðir bauð ég upp á te og pabbi svaraði í vísu um konu sem keypti sér kaffivél, en kunni ekki á hana nógu vel. Það er gaman að eiga þessar vísur sem minna á góðan tíma og skondnar uppákomur, allar sögurnar sem hann sagði okkur og sögurnar sem við getum sagt af honum. Flest um hversdagslega hluti sem breyttust í eitthvað bráðfyndið vegna viðbragða hans, mömmu eða þeirra beggja því þau höfðu svo góðan húmor og höfðu lag á að sjá hlutina í jákvæðu ljósi. Það er ómögulegt að skrifa um pabba án þess að mamma sé með í þeirri upprifjun. Hjónaband þeirra var einstaklega gott. Pabbi sagði við mig aðeins nokkrum dögum áður en hann dó: „Ég held við mamma þín höfum aldrei rifist.“ Því trúi ég, heyrði þau aldrei ósátt eða hallmæla hvort öðru, þau báru hag hvort annars fyrir brjósti og velferð okkar barnanna. Maður var svo vanur þessu góða sam- bandi þeirra, þekkti ekki annað, að maður velti ekki fyrir sér fyrr en þau urðu gömul að þau lifðu fyrir hvort annað. Ég man bara eftir einu skipti sem mamma var ekki alls kostar ánægð með pabba, án þess að hann bæri alla ábyrgð á því sem gerðist, en það snerist um lítinn músarunga. Óánægja henn- ar í garð pabba fór ekki hátt og það eina sem benti til að hún væri ekki sátt var að hún lagaði ekki kaffi fyrir pabba þann daginn. Okkur til skemmtunar höfum við margoft rifjað upp þessa músa- sögu og kaffilausan húsbóndann. Foreldrar mínir voru vinsæl meðal yngri kynslóða og vinir okkar voru alltaf velkomnir til þeirra í sumarbústaðinn. Vinsæld- ir þeirra voru slík að barnabarn þeirra fékk beiðni um að fá þau að láni sem Lóu ömmu og „Lóa afa“ og í barnaafmælum þegar við systkinin vorum krakkar komu auka börn með afmælisgestum því pabbi lagði mikið í afmælin okkar, breytti hjónaherberginu í bíósal og sýndi teiknimyndir á tjaldi af 8 mm kvikmyndafilmum sem voru án hljóðs svo hann sá um leik- hljóðin. Pabbi var mikill dýravin- ur, góður maður og mjög næmur á líðan annarra, á unglingsárunum kom fyrir að ég passaði mig hvað ég hugsaði nálægt honum því stundum virtist hann lesa hugsan- ir og foreldrar mega kannski ekki vita alla hluti. Við pabbi og mamma vorum samrýnd og bjuggum mestan hluta hlið við hlið, ég flutti og innan skamms voru þau komin við hlið mér, þau fluttu og ég fylgdi í kjölfarið. Að- eins einu sinni vorum við pabbi ósátt, það stóð í hálfan dag og var leyst á svo eftirminnilegan og skemmtilegan hátt að það gleym- ist seint. Mikið er gott að eiga svo góðar minningar í hjarta sér og að það sé ekkert sem maður vildi hafa gert öðruvísi eða sjái eftir. Ég er svo heppin að hafa átt þessa foreldra, er þakklát fyrir öll árin með þeim og hvað okkur leið alltaf vel saman. Svo ég kveð foreldra mína, pabba núna og mömmu sem fór fyrir rúmum tveimur árum, með miklu þakklæti. Hólmfríður Benediktsdóttir. Ég tel mig vera afskaplega heppna af því ég get sagt að Bene- dikt Sigurbjörnsson hafi verið afi minn og hann var svo sannarlega með þeim bestu. Afi er örugglega stórbrotnasti maður sem ég mun kynnast á ævinni. Það eru ekki margir menn á ní- ræðisaldri til í að hlaupa um með hjólbörur fullar af skrækjandi börnum þeim til skemmtunar eða kenna lítilli skottu hvernig maður gerir við brýr á meðan hann sem- ur og syngur vísur. Þegar afi varð eldri og gat ekki lengur hlaupið um með gömlu góðu hjólbörurnar þá færðust skemmtistundirnar bara inn í stofu þar sem afi sat tímunum saman, sagði skemmtisögur, söng vísurnar sínar og velti fyrir sér ótrúlegustu hlutum. En nú verða stundirnar ekki fleiri og hryggir það mig mjög en ég gleðst yfir því að vita að elsku afi minn, hann Plútó, er kominn til ömmu Lóu á einhverja stjörnu á himninum þar sem þau verða saman um alla eilífð. Unnur Theodóra. Benni afi, sá hugvitsami öðling- ur, er nú fluttur á aðra stjörnu, lík- lega til Plútó til Lóu sinnar. Eftir sitja minningar og mikið þakklæti fyrir að hafa verið samferða þeim Lóu ömmu í lífinu. Þau sköpuðu okkur barnabörnunum einstakt hreiður þar sem var sungið, ort, dansað, bakaðar pönnukökur, gengið um Laugardalinn, tínd ber, silungur veiddur í net, smíðað og spilaður manni eða marías eftir kvöldmat. Benni afi breytti veröld okkar í töfraheim. Hann lagðist út í laut og heyrði þar eða sá innra með sér heilt leikrit eða melódíu sem hann deildi svo með okkur. Hápunktur sumarsins hjá okkur í Laugardalnum var þegar við gengum upp að Skjálgshelli með nesti og afi sagði sögur af útilegu- manninum Skjálgi og söng kvæði sem hann samdi og byrjar svona: Ef dvelur þú í Laugardalsins fegurð milli fjalla fara skaltu einn í göngu, út í Stóragil. Þar birkiskógur breiðist um lautir jafnt og hjalla þér birtist undraheimur, þar álfar eru til. Benni afi var ekki smeykur við að fara sínar eigin leiðir og hann- aði sitt líf út frá því sem hann vildi gera. Hann keypti gróðurhús á Laugarvatni til að skapa sumar- vinnu fyrir mömmu, Hóffí og Inda í sveitinni. Með því lærði hann að rækta tómata og gúrkur og hafði gaman af. Á meðal ævitýra er- lendis gekk hann um á höndunum í Dólómítafjöllum og við eigum skemmtilegar ljósmyndir af því uppátæki. Það var mikil upphefð að fá að vera aðstoðarmaður afa og sækja spýtu eða verkfæri. Hann hrósaði mér fyrir að hafa „smiðsauga“ þegar ég valdi rétta spýtu. Afi var spíritisti og lista- maður með djúpt innsæi. Hann „gekk úr sér“ verki og veikindi, fúlsaði við lyfjum og hafði oft óhefðbundna sýn og skoðanir. Hann unni öllu lifandi og krunkaði oft við hrafnana og samdi við þá að láta þrastarungana vera. Þrest- irnir þökkuðu honum og sátu jafn- vel á hjólbörunum hjá honum eða settust á öxl hans. Samband ömmu og afa var einstakt og báru þau mikla virðingu hvort fyrir öðru. Endalaust gátu þau hlegið saman, skemmt sér í hversdags- leikanum. Benni afi dó viku eftir að hafa fengið heilablóðfall á hjúkrunarheimilinu Mörk og hefði orðið 99 ára í haust. Ólöf Kristín Kristjánsdóttir. Afi Benni var ævintýramaður. Hugurinn frjáls og leikandi, sköp- unarkrafturinn fékk útrás hvar sem hann kom og dvaldi. Heimili þeirra Lóu á Þingholtsstrætinu var völundarhús sem flæddi á milli tveggja ólíkra bygginga, Benni opnaði óhræddur leiðir á milli húsa og smíðaði tröppur ef hæð- irnar pössuðu ekki saman. Hann skapaði umhverfi sitt þvert á hefð- bundnar reglur um það hvernig hlutirnir ættu að vera. Sumarbú- staðurinn þeirra Lóu á Laugar- vatni var undraveröld umlukin skógi. Stígarnir leiddu mann um læki, tjarnir og lundi leikna af fingrum fram þar sem furðuskúlp- túrar birtust manni, bæði fígúra- tífir og abstrakt. Ævintýraheim- urinn birtist ekki aðeins í nærumhverfi Benna, geimurinn var honum hugleikinn og hann trúði því að það væri líf á öðrum plánetum. Hann málaði mögnuð málverk af litríkum plánetum og við þá iðju kenndi hann sig við reikistjörnuna Plútó. Benni var nýalsinni og virkur í samtökum sem boða kenningar dr. Helga Pjeturss. Nýalsinnar eru sannfærðir um að það sé ekki aðeins líf á öðrum hnöttum heldur hafi það líf beinlínis áhrif á okkar líf. Frá hnöttunum berist lífgeisl- un, bíóradíasjón, sem komi meðal annars fram í draumum. Ég man fyrst eftir Benna og Lóu á Þingholtsstrætinu og þar var gjarnan glatt á hjalla. Lóa var einstaklega geðgóð og hláturmild og ég sé þau Benna ljóslifandi fyr- ir mér hlæjandi saman. Það var líka visst tímaleysi í kringum þau, það var eins og tíminn stæði í stað. Benni var tengdafaðir minn og afi Borghildar, dóttur okkar Indriða. Benedikt Sigurbjörnsson Hann var góður og skemmtilegur afi og hafði gaman af því að leika og bulla með barnabörnunum. Afi Benni átti gott líf með Lóu sinni og börnunum þremur, Þóru, Hólmfríði og Indriða. Hann var gæfumaður. Hann bar gæfu til að stjórna eigin lífi og næra sköpun- arkraftinn. Nú er afi Benni, æv- intýraafi, floginn á vit stjarnanna og sendir okkur geisla sína. Ósk Vilhjálmsdóttir. Látinn er Benedikt Sigur- björnsson, tæplega 99 ára. Ungur að árum fór hann í fóstur að Skammbeinsstöðum (Vesturbæ) í Holtahreppi, Rangárvallasýslu. Hann var uppeldisbróðir móður minnar. Hann var langyngstur á heimilinu og höfðu allir dálæti á þessum glaða dreng. Bensi, eins og hann var jafnan kallaður í fjölskyldunni, var gæfu- maður. Hann fann frábæra konu, Ólöfu Indriðadóttur. Saman gengu þau langa ævibraut. Á heimili þeirra ríkti gleði, góðvild og mikil gestrisni. Þau áttu sum- arbústað í Laugardalnum, skammt frá Laugarvatni. Það var þeirra sælureitur. Þangað fór ég í heimsókn einu sinni á sumri í fjölda ára, það var mikil skemmti- ferð. Einu sinni var þar haldið ættarmót móðurfólksins míns, það var dýrðardagur sem allir minnast með gleði. Bensi átti barnaláni að fagna. Börnin reyndust þeim einstaklega vel. Ég þakka Bensa góð kynni og margar glaðar stundir. Börnunum sendi ég samúðarkveðjur. Nú dreymir allt um dýrð og frið, við dagsins þögla sálar hlið. Og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður Drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson) Hvíl þú í friði. Guðríður Bjarnadóttir. Vinur minn Benedikt Sigur- björnsson er fallinn frá á nítug- asta og níunda aldursári. Leiðir okkar lágu saman fyrir meira en hálfri öld og þrátt fyrir aldursmun tókst með okkur vinátta sem hald- ist hefur síðan. Það duldist engum sem kynntist Benna, eins og var jafnan kallaður, að þar fór skarp- greindur og fjölhæfur maður með djúpan skilning á lífinu og tilver- unni. Hann var mjög næmur á umhverfi sitt, skynjaði vel bylgjur og strauma sem kringum okkur niða. Hann nefndi oft að það væri gott að vera nálægt ungu fólki, þar væru hvetjandi hrif í lofti. Þetta ofurnæmi olli honum óþægindum á stundum og var honum þá léttir að komast í kyrrð náttúrunnar austur í Laugardal fjarri ys og áreiti borgarinnar. Benni fékkst við margt á langri ævi og var stórhuga í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Var umsvifamikill byggingameistari um árabil og byggði m.a. fyrstu blokk á Íslandi með skriðmótum. Hann hlaut réttindi sem löggildur fasteignasali seint á sjöunda tug síðustu aldar, einn af þeim fyrstu sem tóku slíkt próf. Fasteignasal- an hét Kaupendaþjónustan, þar beitti hann nýrri nálgun, þ.e. áherslan væri á að þjóna kaupend- um fremur en seljendum. Um ára- bil rak hann garðyrkjustöð á Laugarvatni af myndarskap og stóð um skeið í útgerð sem, eins og hann sagði sjálfur, endaði vel því annar báturinn fór í þurrafúa en hinn sökk! Hann var líka list- fengur, málaði og orti og kom þá frumsamið lag gjarnan með þegar hann söng fram ljóðin. Sælureit- urinn í Laugardal, sem nefndur er Indriðavellir, ber einnig listfengi hans glöggt vitni. Benni aðhylltist kenningar dr. Helga Pjeturss um eðli og sam- stillingu lífs í alheimi. Hann vildi að beitt væri vísindalegri nálgun við rannsóknir á kenningunum, sem og tilgátu Helga um eðli drauma. Í þeim tilgangi stofnaði hann Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss árið 1990. Þar sýndu sig atorka og kjarkur Benna og hafa ekki aðrir lagt meira af mörkum á þeim vettvangi. Vert er að geta hér ritdóms Guðmundar G. Þór- arinssonar verkfræðings um bók- ina „Dr. Helgi Pjeturss – samstill- ing lífs og efnis í alheimi“ sem Heimspekistofan gaf út: „ … um- hugsunarefni er hversu margt sem dr. Helgi setti fram og þótti fráleitt á sínum tíma, virðist nú komið í umræðuna jafnvel hjá raunvísindamönnum“. Ólöf eiginkona Benna lést fyrir rúmum tveimur árum. Þau voru nánast jafnaldrar, áttu saman langt og farsælt hjónaband, og milli þeirra ríkti ætíð mikil ástúð og umhyggja. Nú eru þau saman á ný og Benni veit loksins hvernig umhorfs er þarna fyrir handan. Hann getur líklega ekki upplýst okkur sem eftir sitjum, við verð- um bara að bíða okkar tíma. Fyrir langa löngu lofuðum við hvor öðrum því að sá sem lengur lifði skyldi ekki skrifa hól og skjall um þann sem farinn væri. Ég tel mig ekki ganga á bak þeirra orða með þessum línum, því hér er ekk- ert ofsagt. Benni, hafðu þökk fyrir áratuga vináttu og velgjörðir, það hefur verið mér mikils virði að eiga þig að. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góðan vin og félaga og sendi ástvinum hans og afkom- endum öllum samúðarkveðjur. Einar Matthíasson. MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Okkar ástkæra, KRISTÍN SNÆFELLS ARNÞÓRSDÓTTIR, Efstasundi 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 3. júlí. Útför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir Okkar elskaða móðir, tengdamóðir og amma, FRIÐGERÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Brúnavegi 13, Reykjavík, áður Hraunbæ 111, Reykjavík, lést sunnudaginn 4. júlí á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 15. júlí klukkan 15. Logi Ragnarsson Jóhanna Kr. Steingrímsdóttir Valur Ragnarsson Sigríður Björnsdóttir Halla Hrund, Haukur Steinn, Ingunn Ýr, Vaka Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTHILDUR LILJA MAGNÚSDÓTTIR, lést þriðudaginn 6. júlí á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. júlí klukkan 15. Ragnheiður Gunnarsdóttir Ásgeir Bjarnason Magnús Gunnarsson Elísabet Karlsdóttir Sigurður Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ERLENDSDÓTTIR frá Brekkuborg, Fáskrúðsfirði, lést sunnudaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins fimmtudaginn 15. júlí klukkan 15. Hörður Haraldsson Kristín Magnúsdóttir Trausti Haraldsson Elín Hauksdóttir og ömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLMI ÞÓR ANDRÉSSON frá Kerlingardal, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2. júlí. Útför hans fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 10. júlí klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Áslaug Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.