Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 53

Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 ✝ Jón Ingvaldur Hannesson fæddist í Brekku- koti í Reykholtsdal 5. apríl 1925. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sléttu 1. júlí 2021. Foreldrar hans voru Hannes Jóns- son (d. 1959) frá Brekkukoti og Ólöf Sveinsdóttir (d. 1965) frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð. Bjuggu þau í Brekku- koti til dánardags. Jón átti sjö systkini; Guðstein Elías (d. 1975), Helgu Laufeyju (d. 1988), stúlku (d. 1921), dreng (d. 1923), Ingveldi (d. 1927), Svein Þóri (d. 1988) og Ingveldi Guðrúnu (d. 2011). Ungur flutti Jón til Reykja- víkur þar sem hann hitti Elísu Guðlaugu Jónsdóttur (d. 2018). Þau gengu í hjónaband árið 1948 og eignuðust saman eina dóttur, Guðrúnu Iðunni (d. 2021) en fyrir átti Elísa tvær dætur, Ólöfu Jónu og Ruth Höllu (d. 2007). Ólöf Jóna giftist Jóni Sigurðssyni (d. 1999), eignuðust þau þrjú börn; Ólaf Jón, Ás- geir og Elísu Guðlaugu. Ruth og þegar yfir lauk höfðu þau byggt rúmlega 500 íbúðir, flest- ar á höfuðborgarsvæðinu. Árið 1966 byggðu Elísa og Jón sér sumarhúsið Einibrekku í Fitjahlíð í Skorradal og voru þau frumbýlingar þar. Jón var virkur í félagsmálum og meðal jafningja var hann oft valinn til forystu í málum sem hann kom að. Hann gekk snemma til liðs við Oddfellow- regluna, var virkur félagi í henni stóran hluta ævi sinnar og allt til æviloka. Jón var einnig félagi í Rotary, Breiðholti. Í fé- lagi sumarhúsaeigenda í Fitja- hlíð valdist hann snemma til for- ystustarfa og vann m.a. ötullega að því að byggja upp vatnsveitu í hlíðinni og var hvatamaður þess að rafmagn var lagt í hlíð- ina. Hann sinnti einnig fjölda trúnaðarstarfa í Meistarafélagi húsasmiða hvar hann var stofn- félagi. Fella- og Hólakirkja átti sér- stakan stað í hjarta Jóns. Hann var kosinn formaður bygging- arnefndar kirkjunnar og bar sem slíkur ábyrgð á fram- kvæmdinni þegar hún var reist. Fyrsta skóflustungan var tekin í byrjun apríl 1982 og var kirkjan fullbúin sex árum síðar. Vel fer á því að hinsta ferðalag Jóns verði frá kirkjunni sem hann hafði svo miklar mætur á. Útför Jóns Hannessonar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 8. júlí 2021, kl. 13. Halla giftist Ólafi Axelssyni, eign- uðust þau þrjá syni; Jón Axel, Ólaf Ragnar (d. 2016) og Jóhann Garðar. Guðrún Iðunn (d. 2021) giftist Lárusi Hannessyni og eignuðust þau son- inn Hannes Jón. Seinna giftist Guð- rún Sveini Kr. Pét- urssyni (d. 2009), eignuðust þau soninn Gunnar Hrafn. Jón lærði húsasmíðar hjá Páli Guðjónssyni og fékk sveinsbréf 11.11. 1951 og meistarabréfið upp á dag 3 árum síðar. Form- leg skólaganga var ekki löng, en það bætti hann upp með elju og góðri ástundun í náminu. Hann varð fljótlega sjálfstæður og af- kastamikill byggingarmeistari á höfuðborgarsvæðinu og hjá honum lærði fjöldi góðra manna smíðar. Elísa Guðlaug var ávallt jafn- oki hans og bakland í öllum verkum. Saman byggðu þau upp byggingafyrirtæki og ráku frá eldhúsborðinu í Rauðagerðinu og síðar Haukshólum. Með sam- stilltu átaki stækkaði fyrirtækið Afi minn, hann Jón, lést 1. júlí sl. á hjúkrunarheimilinu Sléttu í Reykjavík. Með honum er genginn traustur og góður maður sem ég var svo heppinn að fá að alast upp með og í kringum frá því ég man fyrst. Hann var sá sem ég átti alltaf skjól hjá og treysti hvað best, sama hvað á gekk. Frá því ég man eftir mér fyrst fékk ég að skottast með honum á milli byggingastaða og funda sem fimm ára drengur hafði stundum litla þolinmæði til að sitja. En afi hafði alltaf þol- inmæði fyrir litla strákinn sem sjaldnast sleppti tækifæri til að fá að vera með honum í vinnunni. Með afa og ömmu fékk ég að fara í ferðalög um landið þvert og endilangt. Gista í tjaldi og fara í fjallgöngur. Það var æv- intýri alla daga og alltaf eitthvað nýtt að gerast. Þegar þau fóru að byggja sumarhúsið sitt í Skorradal sluppu amma og afi aldrei við að taka strákinn með, hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Þar var alltaf dagskrá, alltaf eitthvað verið að smíða og vinna og var ömmu og afa fylgt eftir af litlum skugga sem aldrei missti af neinu, spurði mikið, svo mikið að stundum þótti nóg. Litli strákurinn varð eldri, áhugamálin önnur, en alltaf var afi til staðar þegar þurfti góð ráð. Þegar ég hugsa til afa míns í dag þá er ég þakklátur fyrir hvað hann kenndi mér. Hann var ekki gallalaus, frekar en nokkurt okkar, en hann hafði þó alltaf í hávegum mikilvæg lífs- gildi sem ég hef einnig reynt að tileinka mér á leiðinni í gegnum lífið: heiðarleika, vandvirkni, samviskusemi og dugnað. Hann var áreiðanlegur hann afi minn og allir sem hann þekktu vita að þar fór maður sem þurfti engan samning við. Orð hans voru traustari en allir samningar og þeir sem við hann áttu viðskipti vissu það. Hann var hjálpsamur þegar við átti og oftar en ekki fylgdu því fá orð, ef hann ákvað að leggja ein- hverjum lið. Nú nýtur hans ekki lengur við, ekki lengur hægt að fá góð ráð, spjalla um mögulegar leiðir í verkefnum, ræða ónýtt tæki- færi eða pólitík. Nú er afi farinn og við það verða kaflaskil í lífinu. Ég er þakklátur fyrir stundirnar okkar í gegnum lífið og fyrir stund- irnar okkar síðustu daga einnig. Þær verða varðveittar vel. Jón Axel. Margt getur gerst í lífi þeirra sem ná 96 ára aldri. Hamingja, sorg og áföll allt í kring og sá sem eftir stendur spyr sig í sí- fellu hvenær hann fái að fara. Afi spurði þessarar spurningar oft í einum af okkar mörgu sam- tölum síðastliðin ár og svar mitt var alltaf eins: það kemur að því afi minn, við verðum bara að bíða og sjá. Og sjá nú, biðin er á enda og loks hefur afi fengið hina langþráðu hvíld, frjáls und- an hinu jarðneska lífi og ferðast nú um með ömmu, sem hann hefur saknað sárt, vitanlega á hestbaki eða í hvítri fallegri Benz-bifreið, í leit að nýjum æv- intýrum og fallegum stöðum til að sjá og skoða. Segja má að sambandi okkar afa megi skipta niður á þrjú tímabil. Það fyrsta var samband okkar í gegnum barnsárin mín, þar sem ég endaði reglulega í pössun hjá ömmu og afa, ferðað- ist um landið með þeim og hékk á verkstæðinu hans afa að smíða litla báta á meðan hann sinnti sínu. Orðaskiptin voru kannski ekki mikil á milli okkar afa fyrstu árin en gagnkvæm virð- ing og kurteisi var alltaf til stað- ar. Annað tímabilið var á ung- lingsárunum en í kjölfar and- láts pabba steig afi inn og fór að kenna mér að vinna. Sú minning á eftir að lifa með mér um ókomna tíð er við stóðum í miklum framkvæmdum í sum- arbústað ömmu og afa í Skorra- dal fyrir 10 árum. Þar sem 86 ára gamall húsasmíðameistari og 15 ára unglingur úr borginni koma saman er kannski ekki von á að finna snör handtök, en þekking þess eldri var mikil og áherslan fremur að kenna en að vinna rösklega, á milli þess sem við gæddum okkur á yndisleg- um heimilismat hennar ömmu. Þetta var lærdómsríkt sumar sem kenndi mér þolinmæði, vandvirkni og mikilvægi þess að leggja sig eftir hádegismat- inn. Þriðja tímabilið í okkar sam- bandi hófst svo í kjölfar andláts ömmu fyrir rúmum þremur ár- um. Við afi hittumst mun oftar, borðuðum saman, versluðum saman, ræddum saman á alvar- legum jafnt sem gamansömum nótum og nutum félagsskapar hvor annars, þar sem afi rifjaði upp vísur og sögur úr fortíðinni á meðan ég ræddi um framtíð- ina. Í þessu þriðja skrefi kynnt- ist ég líka trúarhlið afa, sem hélt henni lágstemmdri allt sitt líf og virtist lítið tala um hana í vitna viðurvist. Mér þykir vænt um að hafa fengið að kynnast þeirri hlið afa og mun geyma þær samræður okkar í hjarta mínu um ókomna tíð. Eitt af því sem afi gerði allt- af fyrir svefninn var að fara með sálm og tel ég við hæfi að kveðja hann með þeim orðum: Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson) Guð geymi þig elsku afi. Gunnar Hrafn. Þegar mér barst sú fregn að Jón I. Hannesson, stúkubróðir minn, væri látinn duttu mér í hug hendingar úr ljóði Stephans G. Stephanssonar, Greniskógur- inn: Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast. Hann stóð á meðan stætt var og hélt andlegri reisn sinni til hins síðasta þrátt fyrir að síð- ustu árin hafi verið honum erf- ið. Ástvinamissir lagðist þungt á hann og einkum var honum þungbært að missa Elísu, konu sína, sem honum þótti svo vænt um og minntist hennar oft. Nú Jón Ingvaldur Hannesson síðast lést Guðrún Iðunn, dóttir hans, eftir erfið veikindi. Ég kynntist Jóni fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég gekk í Oddfellow-stúkuna nr. 11, Þor- geir. Hann kom mér strax fyrir sjónir sem grandvar, staðfastur og heiðarlegur maður sem ekki mátti vamm sitt vita. Það var eftir því tekið þegar Jón tók til máls en hann setti mál sitt fram með meitluðu tungutaki og það var festa í rómnum. Hann var búinn að vera félagi í stúkunni í yfir fimmtíu ár þegar hann lést og það var viðburður og eftir því tekið ef Jón var ekki mættur á fund. Það atvikaðist þannig að ég fór að taka Jón með á fundi enda bjó hann í næsta nágrenni við mig. Á þessum ferðum okkar ræddum við ýmislegt og það kom í ljós að við áttum sameig- inlegar rætur í Borgarfirði. Jón hafði frá mörgu að segja frá fyrri tíð og var skemmtilegur sögumaður. Jón starfaði lengi sem húsa- smíðameistari hér í borg og sá um smíði margra húsa og þar á meðal Fella- og Hólakirkju það- an sem útför hans verður gerð í dag. Þess má geta að hann var heiðursfélagi Meistarafélags húsasmíðameistara og einnig heiðursfélagi í stúku sinni. Hann seldi mörgum íbúðir og ég heyrði sagt að handaband frá honum hefði jafngilt undirskrift. Þorgeirsbræður kveðja fallinn höfðingja og þakka honum sam- fylgd og trausta vináttu um ára- tuga skeið. Um leið sendum við afkomendum hans og öðrum vandamönnum og vinum innileg- ar samúðarkveðjur. Ólafur H. Jónsson. Sem lítill drengur eyddi ég miklum tíma með afa og ömmu, fram á skólaaldur var ég alla virka daga hjá þeim báðum. Ég fór á rúntinn með honum, heim- sótti byggingarsvæðin, fórum í BYKO og hist og her um borg- ina. Alltaf hittum við menn sem afi ræddi lengi við. Einnig áttum við margar stundir niðri á verk- stæði og upp í Skorradal. Eftir að við fluttum aftur heim frá Þýskalandi var ég í hestamennskunni með honum í nokkur ár. Ég vann hjá honum á sumrin sem handlangari auk þess um helgar upp í Skorradal við stækkun Einibrekku. Afi kenndi mér mikið. Bæði hvað varðar handverk en einnig mik- ilvægi nákvæmni, dugnaðar og menntunar. Hann kunni vísu eða málshátt fyrir hvert tækifæri, einstaka hafa fest í minni mér. Hann var sannsögull og hjálp- samur. Alla tíð studdi hann við bakið á mér og var til staðar ef þörf var á. Ferðalög voru alltaf ofarlega í huga hans. Á árum okkar í Þýskalandi komu afi og amma reglulega í heimsókn og ferð- uðumst við víða um Evrópu sam- an, sérstaklega gaman höfðu þau af Ölpunum. Ekki linnti ferðum þeirra hjóna þrátt fyrir háan aldur. Þau heimsóttu okkur Elke fyrst 83 ára gömul í Sviss eftir að ég var fluttur þangað, sam- tals komu þau þrisvar á næstu árum og svo í tvígang til ham- borgar eftir að við fluttum þang- að, síðast 89 ára gömul. Einnig fórum við í margar ferðir um Ís- land og höfðum öll gaman af. Eftir að heyrnin versnaði var sífellt erfiðara að tala við hann í gegnum síma og rofnaði sam- band okkar af þeim sökum síð- ustu árin. Þegar einsemdin jókst talaði hann meir og meir um lífið og endalok þess. Í gegnum afa skildi ég hvað það er að vera saddur lífsdaga. Dauðinn er ekki alltaf versti kosturinn. Loksins fékk hann ósk sína uppfyllta. Nú er hann hjá ömmu og tveimur dætrum sínum, tengdasonum, systkinum og vin- um. Hvíl í friði elsku afi minn. Hannes Jón Lárusson. ✝ Linda Bára Þórðardóttir fæddist 10. apríl 1968. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 29. júní 2021. Foreldrar henn- ar; Þórður Oddson, f. 13.1. 1943, d. 28.12. 2019, og Hild- ur Maríasdóttir, f. 25.9. 1944. Linda fæddist á sjúkrahúsinu á Ísafirði og ólst þar upp og í Súða- vík með foreldrum sínum þar til hún var fjögurra ára. Þá flutti fjölskyldan til Indlands, Chennay (áður Madras), þar sem faðir hennar var við kennslu í fisk- veiðum. Eftir stutt stopp á Íslandi var haldið til Sómalíu, Mógadisjú, í tvö og hálft ár þar sem hún stundaði nám í amerískum skóla. Síðar meir bjó fjölskyldan saman í Tansaníu, á Cochin og Bombay á Ind- landi og í Gambíu í Vestur-Afríku. Linda Bára tók síðasta bekk grunn- skóla á Ísafirði og stúdentspróf á Laugarvatni og lærði bókmennta- fræði í Háskólanum á Íslandi. Sumarstörf Lindu á yngri árum voru í Súðavík og í veiðihúsum í Norðurá og Hítará. Hún vann við þýðingar og textasmíði hjá Skjali þjónustu þar til hún veiktist. Útför fer fram frá Árbæj- arkirkju 8. júlí 2021 kl. 15. „Laugarvatn í Laugardal, lengi skaltu muna“. Já við munum lengi ævintýrin sem við upplifðum í Menntaskólanum að Laugarvatni. Þar bundust vinabönd sem halda allt til enda. Linda var með okkur á 30 ára stúdentsafmælinu 2019 og þá grunaði okkur ekki að þetta yrði í síðasta sinn sem hún fagnaði með okkur. Linda var sannur ML-ingur í hjarta, góður og traustur félagi, alltaf. Við kynntumst henni árið 1985 þegar við komum úr mörgum mismunandi áttum, flest til að dvelja að Laugarvatni á heimavist. Fólk kynnist nánar hvert öðru á heimavist, það verða fá leyndar- málin. Okkur þótti Linda dálítið framandi þar sem hún hafði búið svo lengi bæði í Afríku og á Ind- landi. „Það er löng leið að Laug- arvatni“ syngjum við en hennar leið var þannig nokkru lengri en flestra okkar. Við tókum eftir því að hún vildi helst aldrei vera í sokk- um og klæddi sig aðeins öðruvísi. Þegar við vorum að skemmta okk- ur, sem gæti hafa verið nokkrum sinnum, sat hún ávallt og spjallaði, sagði sögur, aldrei læti, bara kæti eins og einn bekkjarfélagi okkar orðar það. Linda var óhemju mikill lestrarhestur og las allt á ensku, ekki laust við að við öfunduðum hana af því hvað hún hafði gríð- arlega góð tök á málinu og átti hún eftir að nýta sér það vel síðar. Tungumál lágu vel fyrir henni þó hún hafi valið stærðfræðideild. Þrátt fyrir langa búsetu erlendis var Súðavík alltaf heima. Þannig kom fram í Lindu þessi skemmti- lega og óvenjulega blanda Vestfirð- ings og Afríkubúa og samt gat hún unað sér svona vel með okkur í Laugardalnum við vatnið. Ljós- myndaáhugi Lindu fór ekki framhjá okkur og nú minnumst við stelpurnar með hlýju þess er við heimsóttum hana á sumarsíðdegi fyrir nokkrum árum þar sem við blöðuðum í gegnum mörg mynda- albúm frá menntaskólaárunum og hlógum mikið. Þannig minningar varðveitum við. Þetta kvöld var Linda höfðingi heim að sækja og bar fram heimalagaðar veitingar af bestu gerð. Gígja, hennar nánasta vinkona úr hópnum, minnist Lindu sem einstaks ferðafélaga sem reddaði öllu þegar þær fóru í lest- arferð um Evrópu á þeim tíma sem þær tvær bjuggu í Svíþjóð. Ævin- týrin voru aldrei langt undan þar sem Linda var annars vegar þó hún væri hæglát og sjálfri sér nóg. Það er einstakt að eiga nokkur ár saman í sambýli og geta svo treyst vináttuböndin enn frekar eftir að skóla er lokið. Þannig var það með Lindu. Hún tók þátt í ýmsu bralli okkar félaganna eftir útskrift, meira eftir því sem leið á. Linda var frábær þýðandi og starfaði við það lengi, sinnti flóknum þýðingarverk- efnum og fórst það vel. Hin síðari ár gerðist hún mikill hundavinur og tók að sér hvern hundinn á eftir öðrum og hafði sem sinn félaga. Sýndi það okkur glöggt hvers kon- ar vinarþel bjó í Lindu gagnvart mönnum og málleysingjum alla tíð. Við kveðjum Lindu með trega og söknuði. Blessuð sé minning henn- ar. F.h. Bekkjarfélaga úr ML 1985-1989, Sigrún Ágústsdóttir. Linda Bára Þórðardóttir Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær eiginmaður minn, GUNNLAUGUR EIÐSSON, lést mánudaginn 5. júlí. Jarðsett verður í kyrrþey. Fyrir hönd ástvina, Edda Jónasdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.