Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 60

Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ 50 ÁRA Ragnheiður Inga fæddist 8. júlí 1971 á sveitabænum Hátúni á Ár- skógsströnd. Þar ólst hún upp við sveitastörf og um- hyggju. Hún fór fljótt að sækja sér einnig vinnu við sjóinn og vann öll unglings- árin í G-Ben í salti og slori. Hún útskrifaðist sem stúd- ent frá VMA og síðan sem ferðaráðgjafi frá Ferða- málaskóla Íslands 1994. Núna í vor var hún að ljúka við BA-nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og hún stefnir að meist- aranámi í sálrænum áföll- um og ofbeldi. Ragnheiður hefur mik- inn áhuga á útivist og líður hvergi betur en uppi á fjöll- um, úti á sjó eða í líkamsrækt, auk þess að mála í frístundum. Hún hefur unn- ið margvísleg störf í ferðaþjónustu og öðrum starfsgreinum. „Ég hef mikinn áhuga á að dunda mér ein, en hef samt á sama tíma mikla þörf fyrir tjáningu. Mannleg samskipti eru listgrein sem er vandmeðfarin og áhugaverð. Svo vil ég koma því að að ég er hrikalega vel gift handlögnum manni og klárum með afbrigðum. Ég elska fjölskyldu mina, vini og fólk almennt og er gífurlega stolt af börnunum mínum. En það leynist svolítill púki í mér líka og mér finnst alls ekki leiðinlegt að fíflast.“ FJÖLSKYLDA Ragnheiður Inga er gift Sigtryggi Sigtryggssyni, f. 4.5. 1971, kerfisfræðingi. Börn þeirra eru Viktor Emil, f. 10.4. 2000, sem er að keppa í ólympískri þríþraut og Ísfold Marý, f. 28.4. 2004, sem spilar með meistaraflokki Þórs/KA í fótbolta. Foreldrar Ragnheiðar eru hjónin Ingi- björg Ólafsdóttir hannyrðakona, f. 2.7. 1933 og Höskuldur Bjarnason, bíl- stjóri, f. 8.6. 1929, d. 26.11. 2019. Þau bjuggu í Hátúni á Árskógsströnd þar sem Ingibjörg býr enn. Ragnheiður Inga Höskuldsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Reyndu að finna einhverjar nýjar leiðir til þess að hrinda áhugamálum þínum í framkvæmd. Mundu að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur. 20. apríl - 20. maí + Naut Óákveðni heftir sköpunargleðina, þess vegna skaltu vera fljótur að gera upp hug þinn. Stíg þú fyrsta skrefið. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er enginn tími til að hika eða efast – þú ert of upptekinn við að gera huga og líkama gott. Ef þú nýtur þess sem þú ert að gera, líður tíminn einfaldlega án þess að honum sé sóað. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur góðan byr í seglin en þarft að gæta þess að fara ekki fram úr sjálfum/ sjálfri þér. En þér er óhætt að treysta á innsæi þitt. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Lausnirnar sem leiða til betra lífs eru augljósar, svo augljósar að þú gætir hafa misst af þeim. Leitaðu samvinnu við aðra. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Sumar aðstæður hefur þú ekki á valdi þínu svo þú þarft að reikna með þeim án þess að geta breytt þeim. 23. sept. - 22. okt. k Vog Gættu þess að blanda þér ekki um of í málefni annarra því það gæti orðið til þess að þér verði kennt um annarra mistök. Reyndu að horfa jákvæðum augum fram á við. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Stundum verður þú að sætta þig við að aðrir stjórni ferðinni. Sýndu meiri auðmýkt gagnvart öðrum og umhverfi þínu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Mundu að fara vel með það sem þér er trúað fyrir. Nú er tækifærið til að bera á borð stórar hugmyndir og byrja ný hættuspil. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er engu líkara en allir hlutir gangi upp hjá þér í dag. Sýndu öðrum þol- inmæði, ekki síst í verkefnum sem tengjast sameiginlegum eignum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ákvarðanir blasa við, taktu þær hratt og af festu. Stundum þurfum við bara að taka því sem að höndum ber án of mik- illa vangaveltna. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Öllu gríni fylgir einhver alvara svo þú skalt gæta orða þinna og hafa aðgát í nærveru sálar. kynntist hlaupaþjálfaranum hérna í bænum, Mörthu Ernst, en hún var jógakennari líka. Ég byrjaði að hlaupa og ákvað að fara til hennar í jógatíma til að teygja eftir hlaupin. Þar komst ég að því að jógað er miklu meira en bara líkamsteygjur og heillaðist gjörsamlega. Þegar Martha fór frá Ísafirði, ákvað ég að fara í jógakennaranám og lærði í Jóga- og blómadropaskóla Krist- bjargar og fór suður í lotunám. Árið 2013 opnaði ég Silfurtorg jóga- stúdíó. Fyrst voru bara nokkrar konur hjá mér, en síðan óx áhuginn og ég hef líka verið með sérstök karlanámskeið. Ég vildi miðla því sem ég hafði lært til annarra og þetta hefur undið upp á sig. Ég kenni í stúdíóinu, en svo fer ég líka á leikskóla með jógakennslu fyrir börnin. Svo hef ég líka verið að kenna eldri borgurum jóga, þar sem við notum stóla til stuðnings. Á sumrin erum við með jógatíma úti í guðs grænni náttúrunni og göngum hér upp í Naustahvíld og erum þar. Það er fallegasti og besti jógasalur- inn sem til er.“ Það hafði vantað svona verslun í bæ- inn, en þegar fleiri slíkar verslanir komu á markaðinn stuttu síðar ákváðum við að draga okkur út úr þessu.“ Gunnhildur hafði alltaf verið mik- ið fyrir útivist en upp úr 2010 fór hún að hreyfa sig markvissar. „Ég G unnhildur Gestsdóttir fæddist 8. júlí 1961 á Suðureyri við Súganda- fjörð. „Það var þægi- legt þorpslíf á Suður- eyri, sjómannskonur og allir hjálp- uðust að með uppeldi barnanna, enda mikil samhygð í samfélaginu. Ég man eftir miklum snjóum á vetr- um og svo frábærum, sólríkum sumrum. Minningarnar eru alltaf svo bjartar.“ Gunnhildur gekk í Barnaskóla Suðureyrar en fór í heimavistarskólann á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í 10. bekk. „Þetta var bara það sem foreldrar barna stóðu frammi fyrir, að þurfa að senda börnin sín frá sér til að fara í skóla. Ég var ekkert illa hald- in af heimþrá eða öðru slíku og þetta var svolítið ævintýri að fara alla leið inn í Djúp og vera allan veturinn og læra að standa á eigin fótum. Auð- vitað hafði maður aðhald af starfs- fólkinu sem ég minnist alltaf með hlýhug.“ Gunnhildur fór í húsmæðraskól- ann á Ísafirði árið 1979 og var fljót- lega komin á fast. „Við Albert kynntumst mjög fljótlega eftir að ég kom á Ísafjörð og vorum ágætis vin- ir. Smám saman kviknaði ástin og við ákváðum að ganga þennan veg saman í lífinu.“ Gunnhildur og Albert fóru að búa og 1980 fóru þau að byggja hús inni í Hnífsdal og fluttu í það tveimur ár- um síðar. Eftir nokkur ár fæddist Sif Huld, dóttir þeirra, og fjórum ár- um síðar kom sonurinn, Arnar Frið- rik. Á meðan Gunnhildur var að sinna börnum og búi vann hún ýmis störf, vann t.d. á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur og var síðar aðstoð- armaður tannlæknis um tíma. Hún hóf nám í Menntaskólanum á Ísa- firði um það leyti sem sonur hennar fæddist, en tók sér hlé og útskrif- aðist árið 1999. Ekki hugði hún á frekara nám að sinni, en ákvað að fara í fyrirtækjarekstur. „Ég og vin- kona mín, Valdís Óladóttir, rákum Blómabúð Ísafjarðar um nokkurra ára skeið. Þegar við hættum þeim rekstri stofnaði ég nokkrum árum síðar snyrtivöruverslunina Silf- urtorg og var með hana í þrjú ár. Árið 2017 ákvað fjölskyldan að opna nýtt fyrirtæki í bænum, Dokk- una Brugghús ehf. þar sem þau brugga bjóra sem heita nöfnum sem vísa í vestfirsk staðarheiti og minni, eins og Dynjandi, Drangi, Djúpið, svo einhverjir séu nefndir. „Þetta hófst eiginlega með því að sonur okkar fór inn á Breiðdalsvík og kíkti inn á Beljandi Brugghús og varð stórhrifinn. Hann sagði við pabba sinn að fyrst hægt væri að reka þetta fyrirtæki í Breiðdalsvík, ætti það að vera hægt á Ísafirði.“ Fyrir- tækið er sannkallað fjölskyldufyrir- tæki, því Gunnhildur og Albert eiga það með börnum sínum. „Síðan er það tengdasonur minn, Hákon, og skólabróðir hans, Valur Norðdahl, sem eru bruggmeistararnir okkar.“ Ári eftir stofnun Dokkunnar Brugg- húss ehf. opnuðu þau gestastofu þar sem fólk gat komið og smakkað framleiðsluna. Þau keyptu á síðasta ári húsnæði fyrir reksturinn og tóku allt í gegn. „Við erum að sjá fjölda Íslendinga og útlendinga sem koma hingað til okkar að smakka bjórinn okkar. Mörgum finnst gaman af því Gunnhildur Gestsdóttir jógakennari – 60 ára Fjölskyldan Þessi mynd er tekin fyrir tveimur árum af fjölskyldunni. Fremri röð frá vinstri: Hermann Alexander með hundinn Elvis, Gunnhildur með Hinrik Bjarna, Friðrik Unnar, Albert Marzelíus með Hákon Huldar og Albert Marzelíus, nafni afa síns. Aftari röð frá vinstri: Arnar Friðrik, Thelma Ósk, Sif Huld og Hákon Hermannsson. Úr faðmi fjalla blárra Kubbinn Hoppað með Skutulsfjörð og Snæfjallaströndina í baksýn. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.