Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 3. deild karla KFG – Tindastóll...................................... 2:2 Staðan: Höttur/Huginn 10 7 1 2 16:12 22 Augnablik 10 6 3 1 26:12 21 KFG 10 5 4 1 17:10 19 Elliði 10 6 0 4 25:13 18 Ægir 10 4 4 2 14:11 16 Sindri 10 4 3 3 19:17 15 Dalvík/Reynir 10 3 2 5 15:15 11 Tindastóll 10 2 4 4 21:21 10 Víðir 10 2 4 4 13:19 10 ÍH 10 1 5 4 13:22 8 Einherji 10 2 1 7 14:27 7 KFS 10 2 1 7 11:25 7 EM karla 2021 Undanúrslit á Wembley: England – Danmörk........................ (frl.) 2:1 _ England mætir Ítalíu í úrslitaleik á Wembley á sunnudagskvöldið kl. 19. Ameríkubikarinn Undanúrslit: Argentína – Kólumbía.............................. 1:1 _ Argentína sigraði 3:2 í vítaspyrnukeppni og mætir Brasilíu í úrslitaleik á laugardag. Meistaradeild karla 1. umferð, fyrri leikir: Bodö/Glimt – Legia Varsjá .................... 2:3 - Alfons Sampsted lék allan leikinn og lagði upp fyrra mark Bodö/Glimt. Malmö – Riga ........................................... 1:0 - Axel Óskar Andrésson hjá Riga er frá keppni vegna meiðsla. Dinamo Zagreb – Valur ........................... 3:2 Dinamo Tbilisi – Neftchi Bakú................ 1:2 Slovan Bratislava – Shamrock Rovers... 2:0 Maccabi Haifa – Kairat Almaty .............. 1:1 Teuta Durres – Sheriff Tiraspol ............. 0:4 Ludogorets – Shakhtyor Soligorsk ........ 1:0 Connah’s Quay – Alashkert..................... 2:2 Svíþjóð Eskilstuna – AIK...................................... 1:0 - Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK. Vittsjö – Kristianstad.............................. 0:0 - Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdótt- ir léku allan leikinn með Kristianstad. El- ísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Djurgården – Piteå ................................. 3:0 - Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgården. - Hlín Eiríksdóttir lék ekki með Piteå vegna meiðsla. Linköping – Häcken................................ 0:3 - Diljá Ýr Zomers lék allan leikinn með Häcken og skoraði eitt markanna. Staðan: Rosengård 11 9 2 0 23:2 29 Häcken 12 8 2 2 33:7 26 Kristianstad 12 5 5 2 18:14 20 Eskilstuna 12 5 4 3 12:10 19 Hammarby 11 5 3 3 23:15 18 Linköping 12 4 5 3 17:16 17 Vittsjö 12 4 4 4 11:9 16 Djurgården 12 4 2 6 13:17 14 Örebro 11 3 2 6 9:19 11 Piteå 12 3 1 8 11:23 10 AIK 12 2 3 7 9:35 9 Växjö 11 0 3 8 3:15 3 >;(//24)3;( Úrslitakeppni NBA Fyrsti úrslitaleikur: Phoenix – Milwaukee ....................... 118:105 _ Staðan er 1:0 fyrir Phoenix sem er aftur á heimavelli í öðrum leik liðanna í nótt. >73G,&:=/D Diljá Ýr Zomers var áfram á skot- skónum með Häcken í gær þegar liðið vann góðan útisigur á Lin- köping, 3:0, í sænsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Diljá skoraði sitt fjórða mark í síðustu sex leikjum Häcken. Hún var á varamannabekknum framan af tímabilinu en eftir að hafa skorað tvívegis eftir að hafa kom- ið inn á sem varamaður hefur hún nú verið tvisvar í röð í byrj- unarliðinu og skorað í bæði skipt- in. Diljá lék allan leikinn í gær en hún kom til liðs við sænska liðið í vetur frá Val. Fjórða markið í sex leikjum KNATTSPYRNA Sambandsdeild Evrópu, 1. umferð: Kaplakriki: FH – Sligo Rovers ................ 18 Samsungv.: Stjarnan – Bohemians..... 19.45 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Meistaravellir: KR – Grótta ................ 19.15 Norðurálsvöllur: ÍA – Haukar ............ 19.15 Grindavík: Grindavík – Víkingur R .... 19.15 Í KVÖLD! EM 2021 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Englendingar mæta Ítölum í úr- slitaleik Evrópukeppni karla í fót- bolta á Wembley á sunnudags- kvöldið kemur. Það varð niðurstaðan eftir slag Englendinga og Dana á enska þjóðarleikvang- inum í gærkvöld þar sem Englend- ingar sigruðu 2:1 eftir framlengdan undanúrslitaleik á Wembley. Harry Kane skoraði sigurmarkið í framlengingunni eftir að Kasper Schmeichel varði frá honum víta- spyrnu. Danir náðu forystunni á 30. mín- útu þegar þeir fengu aukaspyrnu um 25 metra frá enska markinu. Mikkel Damsgaard tók spyrnuna og skoraði með firnaföstu og stór- glæsilegu skoti, 1:0 fyrir Dani. Englendingar höfðu þar með fengið á sig sitt fyrsta mark á mótinu en þeir brugðust við því af krafti. Á 38. mínútu fékk Sterling sendingu inn í vítateiginn þar sem hann var aleinn gegn Schmeichel sem varði viðstöðulaust hörkuskot hans á glæsilegan hátt. En mínútu síðar jöfnuðu Eng- lendingar. Eftir glæsilega sendingu Harry Kane komst Bukayo Saka að endamörkum hægra megin og sendi boltann inn í markteiginn þar sem Simon Kjær sópaði boltanum í eigið mark, af tánum á Sterling sem lík- ast til hefði annars skorað, 1:1. Schmeichel bjargaði Dönum aftur á 55. mínútu þegar hann varði skalla frá Harry Maguire á glæsilegan hátt. Englendingar sóttu mun meira allan síðari hálfleikinn en Danir náðu að verjast þeim vel og koma í veg fyrir fleiri opin færi. Í sex mín- útna uppbótartímanum var síðan um stanslausa sókn Englendinga að ræða gegn örþreyttum Dönum sem sluppu inn í framlengingu á seigl- unni. Harry Kane slapp inn í vítateig- inn hægra megin á fjórðu mínútu framlengingarinnar en Schmeichel varði naumlega frá honum. Síðan dró til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar. Sterling prjónaði sig inn í vítateig- inn þar sem brotið var á honum. Vítaspyrna sem Harry Kane tók, Schmeichel varði glæsilega frá hon- um en Kane fylgdi á eftir og skor- aði, 2:1. Englendingar héldu forystunni af miklu öryggi í seinni hálfleik fram- lengingarinnar og sigldu sigrinum heim án teljandi vandræða. England og Ítalía í úr- slitaleiknum - Harry Kane tryggði Englandi sigur á Danmörku í framlengdum leik AFP Sigurmark Harry Kane og Phil Foden fagna innilega sigurmarki þess fyrr- nefnda á Wembley-leikvanginum í London í gærkvöld. Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, verður leikmaður franska stórliðsins Mont- pellier frá og með næsta tímabili. Ólafur mun skrifa undir tveggja ára samning við franska félagið. Handbolti.is greindi frá þessu í gær. Skyttan kemur til Montpellier frá Kristianstad í Svíþjóð þar sem hann hefur leikið afar vel frá árinu 2015 og verið fyrirliði og lykil- maður liðsins. Montpellier hafnaði í öðru sæti frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en liðið varð Evr- ópumeistari árin 2003 og 2018. Ólafur á leiðinni til Montpellier AFP Frakkland Ólafur Guðmundsson er á leið til stórliðs Montpellier. Chris Paul fór á kostum fyrir Phoe- nix Suns þegar liðið tók á móti Mil- waukee Bucks í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfuknattleik sem fram fór í Phoe- nix í Arisóna í fyrrinótt. Leiknum lauk með 118:105-sigri Phoenix en Paul var stigahæsti maður vallarins með 32 stig og níu stoðsendingar. Phoenix leiddi með átta stigum í hálfleik, 57:49. Deandre Ayton var öflugur í liði Phoenix með 22 stig og 19 fráköst en Khris Middleton var stigahæstur Milwaukee-manna með 29 stig. Paul á kostum í fyrsta leiknum AFP Phoenix Chris Paul sækir að körfu Milwaukee í fyrsta úrslitaleiknum. Fram að því hafði Dinamo verið með mikla yfirburði og Valur varla skapað sér færi. Á einhvern ótrúleg- an hátt fundu Valsmenn samt leið til skora tvö mörk. Þeir neituðu að gef- ast upp og sköpuðu sína eigin heppni þegar það hefði verið auðvelt að láta mótlætið yfirbuga sig. Andlegur styrkur Valsmanna Áðurnefndur Ademi lék alla þrjá leiki Norður-Makedóníu á EM og Di- namo sló Tottenham úr leik í Evr- ópudeildinni á síðustu leiktíð. Króat- íska liðið er gríðarlega sterkt og að ná fínum úrslitum eftir að lenda 3:0 undir er glæsilegt afrek, hvað þá í 35 stiga hita og erfiðum aðstæðum. Leikmenn Dinamo eru betri í fót- bolta en leikmenn Vals, en það er ekki hægt að efast um andlegan styrk meistaranna sem börðust hetjulega. Hannes stóð vaktina mjög vel í markinu og Guðmundur Andri, Kristinn Freyr, Orri Sigurður Óm- arsson og Haukur Páll Sigurðsson voru sérstaklega flottir í Valsliðinu. Króatíska liðið er enn líklegra til að fara áfram í einvíginu en mögu- leikar Vals eru hins vegar sannarlega enn til staðar. Ótrúlegar lokamínútur í Zagreb - Valsmenn gáfust ekki upp 3:0 undir - Skoruðu tvö á mögnuðum lokakafla Morgunblaðið/Eggert Mikilvægur Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fyrra mark Vals í gær. EVRÓPUKEPPNI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslandsmeistarar Vals náðu í góð úrslit er þeir sóttu afar sterka Króat- íumeistara Dinamo Zagreb heim í fyrri leik liðanna í 1. umferð Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Lokatölur urðu 3:2, Dinamo Zagreb í vil, eftir að króatíska liðið komst í 3:0. Vendipunkturinn kom á 82. mín- útu en þá varði Hannes Þór Hall- dórsson vítaspyrnu frá Arijan Ademi. Sex mínútum síðar minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn með skalla eftir að hann brenndi sjálfur af víti og strax í næstu sókn skoraði Andri Adolphsson annað mark Vals þegar hann slapp óvænt einn í gegn eftir klaufagang í vörn Dinamo og kláraði vel. Það var fátt sem benti til annars en að Dinamo færi með öruggan stórsigur af hólmi þegar Ademi, sem hafði þegar skorað tvö mörk, gerði sig kláran til að fullkomna þrennuna á vítapunktinum þegar skammt var eftir. Þess í stað varði Hannes frá honum og Valsmenn fengu meðbyr sem þeir nýttu ótrúlega vel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.