Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Handknattleikskonan Ásdís Guð- mundsdóttir hefur framlengt samn- ing sinn við Íslandsmeistara KA/ Þórs til næstu tveggja ára. Ásdís, sem er 23 ára gömul og leikur sem línumaður, er uppalin hjá félaginu og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu undanfarin ár. Hún skoraði 85 mörk í 18 leikjum á síðustu leik- tíð þegar liðið varð bæði Íslands- og deildarmeistari og var m.a. valin í íslenska A-landsliðið fyrir frammi- stöðu sína á tímabilinu þar sem hún lék í umspilsleikjunum í vor gegn Slóveníu um sæti á HM. Ásdís kyrr hjá meisturunum Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Meistari Ásdís Guðmundsdóttir fagnar marki í leik með KA/Þór. Tiana Ósk Whitworth og Mímir Sig- urðsson keppa í dag fyrst Íslend- inganna á Evrópumeistaramóti U23 ára í frjálsíþróttum sem hefst í Tallinn í Eistlandi í dag og stendur til sunnudags. Tiana keppir snemma í undan- rásum í 100 metra hlaupi kvenna og Mímir tekur síðdegis þátt í undan- keppninni í kringlukasti. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir í 200 metra hlaupi á mótinu, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúlu- varpi og Baldvin Þór Magnússon í 5.000 metra hlaupi. Tiana og Mímir á EM í dag Ljósmynd/Þórir Tryggvason Tallinn Tiana Ósk Whitworth keppir í 100 metra hlaupi í dag. EVRÓPULEIKIR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Gætu Breiðablik, FH og Stjarnan öll komist í aðra umferðina í hinni nýju Evrópukeppni karla í fótbolta, Sam- bandsdeild Evrópu? Stutta svarið er já, þau ættu öll að eiga möguleika á því, en það kemur betur í ljós í kvöld þegar liðin mæta andstæðingum sínum frá Írlandi og Lúxemborg í fyrri leikjunum í fyrstu umferð keppninnar. FH og Stjarnan spila bæði heima- leiki sína í kvöld. FH tekur á móti Sligo Rovers í Kaplakrika klukkan 18 en Stjarnan fær Bohemians í heimsókn í Garðabæinn þar sem flautað verður til leiks klukkan 19.45. Lið Breiðabliks er hins vegar komið til Lúxemborgar og mætir þar Racing Union klukkan 17 að íslensk- um tíma. Erfiðara verkefni FH FH og Stjarnan eiga á brattann að sækja, sérstaklega FH-ingar þar sem Sligo Rovers er sterkara lið en Bohemians. Mikill uppgangur hefur verið hjá írskum liðum síðustu ár og sem dæmi komst Dundalk í riðla- keppni Evrópudeildarinnar síðasta haust og Shamrock Rovers sömu- leiðis fyrir nokkrum árum. Sligo Rovers er nú jafnt Shamrock Rovers á toppi írsku úrvalsdeild- arinnar en keppni þar er hálfnuð, 19 umferðir búnar af 36. Írar breyttu sínu tímabili frá vetrartímabili yfir í að spila frá mars og fram í nóvember til þess að félagsliðin ættu meiri möguleika á að ná langt í Evr- ópukeppni. Bohemians er í fjórða sæti, átta stigum á eftir Sligo og Shamrock. Sligo vann Bohemians á mjög sann- færandi hátt, 4:0, í lok júní. Sligo er í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sjö ár. Síðast, sumarið 2014, sló liðið út Banga frá Litháen, 4:0 sam- tals, en tapaði síðan 3:4 samtals fyrir Rosenborg frá Noregi. Bohemians lék í Evrópukeppni í fyrsta sinn í átta ár síðasta sumar. Þá var aðeins einn leikur, liðið gerði 1:1-jafntefli við Fehérvár frá Ung- verjalandi en féll út í vítaspyrnu- keppni. Jafnir leikir við írsku liðin Leikir írskra og íslenskra liða hafa nær alltaf verið jafnir. Alls hafa fé- lagslið þjóðanna mæst í 22 Evrópu- leikjum og staðan er jöfn, átta sigrar á hvora þjóð og sex leikir hafa endað með jafntefli. Írar hafa hinsvegar átta sinnum komist áfram í ellefu viðureignum, oftar en einu sinni á fleiri skoruðum mörkum á útivelli en nú er einmitt búið að fella þá reglu úr gildi. Síðast lék Stjarnan við Shamrock Rovers árið 2017 og tapaði báðum leikjum 0:1. Árið 2016 lék FH við Dundalk og leikirnir enduðu 2:2 og 1:1 sem nægði Írunum til að komast áfram. Bohemians kom hingað til lands árið 2012 og fékk óvæntan skell gegn Þór á Akureyri, 5:1, eftir 1:1 jafntefli í fyrri leiknum á Írlandi. Þórsarar léku þá í 1. deild en komust í Evr- ópukeppni með því að leika til úrslita í bikarkeppninni 2011. Bæði írsku liðin eru fyrst og fremst skipuð írskum leikmönnum. Nokkrir Englendingar eru með Sligo ásamt Nýsjálendingi og Jam- aíkumanni. Hjá Bohemians eru tveir Skotar og leikmenn frá Nígeríu og Madagaskar í leikmannahópnum. Fjölþjóðlegir mótherjar Blika Breiðablik rennir frekar blint í sjóinn varðandi styrkleika mótherja sinna, Racing Union frá Lúxemborg, en liðin mætast á þjóðarleikvang- inum Stade Josy Barthel í dag. Leikvangurinn rúmar 8.000 áhorf- endur en aðeins 2.000 manns mega koma á leikinn í dag af sóttvarnar- ástæðum. Racing Union hafnaði í fjórða sæti í Lúxemborg í vetur en síðasti leikur liðsins var í lokaumferð deildarinnar 30. maí. Þetta er því fyrsti leikur Racing á nýju tímabili. Racing er fjölþjóðlegt lið með marga franska leikmenn innanborðs en einnig leikmenn frá Þýskalandi, Japan, Alsír, Belgíu, Malí, Senegal, Kongó og Angóla. Racing Union hefur margoft skipt um nafn í sögunni og bæði unnið meistaratitla og spilað Evrópuleiki sem Spora Lúxemborg, Union Lúx- emborg og Aris Bonnevoie. Núver- andi félag varð til úr sameiningu Spora og Union árið 2005 og hefur frá þeim tíma unnið einn titil en fé- lagið varð bikarmeistari árið 2018. Íslensk lið hafa fjórum sinnum mætt liðum frá Lúxemborg og kom- ist áfram í öll skiptin. Valur árið 1967, KR árið 1995, Keflavík árið 2005 og FH árið 2008. Markatalan í átta leikjum er 22:10, íslensku lið- unum í vil. Lið frá Lúxemborg hafa hins veg- ar mjög sótt í sig veðrið á undan- förnum árum. Dudelange, meistarar í landinu samfleytt frá 2016 til 2019, hefur komist tvisvar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á undanförnum þremur árum og m.a. slegið út lið frá Póllandi og Rúmeníu. _ Breiðablik og Valur samein- uðust um leiguflug í Evrópuleiki sína. Valsmenn millilentu í Lúx- emborg á leið til Zagreb í Króatíu, skildu Blikana þar eftir, og taka þá síðan aftur með til Íslands eftir leik- inn í Lúxemborg í kvöld. _ FH og Stjarnan fara á sama hátt með sameiginlegu leiguflugi til Írlands þar sem bæði liðin spila gegn Sligo Rovers og Bohemians á fimmtudaginn í næstu viku. _ Ef FH-ingar slá út Sligo Rovers mæta þeir Rosenborg frá Noregi í 2. umferð. _ Ef Stjörnumenn slá út Bohemi- ans mæta þeir Dudelange frá Lúx- emborg í 2. umferð. _ Ef Blikar slá út Racing Union mæta þeir Austria Vín frá Austurríki í 2. umferð. Íslensku liðin þrjú gætu öll komist áfram - Heimaleikir FH og Stjörnunnar við Írana í Sligo Rovers og Bohemians í kvöld Morgunblaðið/Eggert Evrópa Brynjar Gauti Guðjónsson og Björn Daníel Sverrisson spila á heimavelli í kvöld með Stjörnunni og FH. Amber Kristin Michel, markvörður Tindastóls, var besti leikmaðurinn í 9. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Mic- hel, sem er bandarísk, 24 ára gömul, leikur sitt annað tímabil með Tinda- stóli, en hún kom til félagsins frá San Diego-háskóla síðasta sumar og hjálpaði liðinu upp í úrvalsdeildina. Í sumar hefur hún átt hvern stórleik- inn á fætur öðrum, nú síðast þegar Tindastóll lagði Stjörnuna óvænt á úti- velli í fyrrakvöld, 1:0. Hún fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þar og hlaut þá einkunn í fjórða sinn í fyrstu níu leikjum nýliðanna í deildinni. Agla María Albertsdóttir er í liði umferðarinnar í sjötta sinn á tíma- bilinu, en úrvalsliðið má sjá hér fyrir ofan. vs@mbl.is 9. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2021 Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 24-3-3 Amber Michel Tindastóll Mist Edvardsdóttir Valur Hulda Björg Hannesdóttir Þór/KA María Dögg Jóhannesdóttir Tindastóll Liana Hinds ÍBV Colleen Kennedy Þór/KA Dóra María Lárusdóttir Valur Linda Líf Boama Þróttur Eva Núra Abrahamsdóttir Selfoss Delaney Baie Pridham ÍBV Agla María Albertsdóttir Breiðablik 6 3 3 3 2 2 2 Michel best í 9. umferðinni Á árunum 2011 til 2017 var hálfgert blómaskeið hjá íslensk- um karlaliðum í fótbolta hvað varðar árangur í Evrópumótum félagsliða. Stjarnan komst í fjórðu um- ferð árið 2014 og spilaði til úr- slita um sæti í riðlakeppni Evr- ópudeildar, FH komst þrisvar í þriðju umferð á árunum 2013 til 2017 og bæði KR og Breiðablik komust í þriðju umferð á þessu tímabili. En síðan hefur sigið á ógæfu- hliðina. Íslensku liðin töpuðu öll- um Evrópuleikjum sínum á árinu 2020. Vissulega léku þau alla nema einn á útivöllum vegna kórónuveiruvesensins. Undanfarin tvö ár hafa ís- lensku karlaliðin unnið einn leik og gert þrjú jafntefli í sautján Evrópuleikjum. Með þeim afleið- ingum að dýrmætt Evrópusæti hefur tapast en á næsta tímabili, 2022-23, verða aðeins þrjú ís- lensk lið í Evrópukeppni í stað fjögurra fram að þessu. Nú eru Evrópumótin aftur í sviðsljósinu. Valsmenn léku í Króatíu í gærkvöld og FH, Stjarn- an og Breiðablik spila öll í kvöld. Mikið er í húfi. Íslensku liðin þurfa að ná góðum árangri í Evrópumót- unum í ár til þess að eiga mögu- leika á að rétta sinn hlut á ný og ná fjórða íslenska liðinu í Evr- ópukeppni á ný, helst frá og með sumrinu 2023. Góðir sigrar hjá einu þeirra gætu dugað en krafan hlýtur að vera að í það minnsta Breiðablik komist áfram og FH og Stjarnan nái alla vega sigri í öðrum hvor- um sinna leikja – helst báðum. Þetta eru sameiginlegir hags- munir íslensku liðanna, bæði fjárhagslegir, og svo til að standa vörð um styrk og stolt íslenska fótboltans á alþjóðavettvangi. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.