Morgunblaðið - 08.07.2021, Page 72

Morgunblaðið - 08.07.2021, Page 72
WWW.ILVA.IS 1.júlí - 9.ágúst ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is Útsala 30-35% AF ALLRI SUMARVÖRU 30% AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM 25-40% AF VÖLDUM VÖRUM Í STOFUNA Ásgrímur Sverr- isson kvikmynda- gerðarmaður leiðir í kvöld bíógöngu sem Borgarsögu- safn Reykjavíkur stendur fyrir og hefst kl. 20. Gang- an er hluti af við- burðaröðinni Kvöldgöngur. Gengið verður um miðbæ Reykjavíkur, fjallað um upp- haf reglulegra kvikmyndasýninga á Íslandi í Fjalakett- inum árið 1906 og gengið hjá og sagt frá gömlum kvik- myndahúsum á borð við Nýja bíó og Gamla bíó. Þá verður einnig komið við í Austurstræti og sagt frá senu úr Skyttunum eftir Friðrik Þór Friðriksson og ýmsu fleiru. Ásgrímur hefur unnið margs konar verkefni á sviði kvikmynda og sjónvarps og nýjasta verk hans er þáttaröðin Ísland: bíóland – saga íslenskra kvikmynda, sem sýnd var á RÚV í vetur. Gangan hefst við Borg- arbókasafnið í Grófinni kl. 20. Ásgrímur leiðir bíógöngu FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 189. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Íslandsmeistarar Vals náðu í góð úrslit er þeir sóttu af- ar sterka Króatíumeistara Dinamo Zagreb heim í fyrri leik liðanna í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í fót- bolta í gær. Lokatölur urðu 3:2, Dinamo Zagreb í vil, eftir að króatíska liðið komst í 3:0. Breiðablik, FH og Stjarnan mæta öll til leiks í Sam- bandsdeildinni nýju í kvöld er þau leika fyrri leiki sína í 1. umferð keppninnar. FH og Stjarnan fá írsku liðin Sligo Rovers og Bohemians í heimsókn og Breiðablik mætir Racing Union frá Lúxemborg á útivelli. »62-63 Ævintýralegur lokakafli Íslands- meistara Vals í Zagreb ÍÞRÓTTIR MENNING slagsmálahundunum úr Breiðholt- inu. Ég er ÍR-ingur í grunninn.“ Kjartan var í fyrstu yngri flokk- unum hjá ÍR og á góðar minningar og sögur frá þeim tíma. „Við í ÍR áttum náttúrlega ekki búninga, þannig að við spiluðum í West Ham- treyjunni í mörg ár. Vorum West Ham ÍR-ingar.“ Spurður hvers vegna hann sé ávallt í Leeds- búningnum þegar að hann grillar, segir Kjartan: „Náttúrlega halda gamlir hlunkar með Leeds, en svo er þetta bara hluti af stemning- unni.“ Hann segist ekkert fúll yfir því að missa af öllum heimaleikjum Vík- ings þar sem hann sé alltaf við grill- ið. „Ég er ekkert að spá í hvernig lið- inu gengur, eða hvernig hinn eða þessi er að standa sig, mér er bara alveg sama. Ég er bara í þessari framleiðslu.“ Kjartan velur alltaf uppskriftina í byrjun tímabils. „Ég grilla bara nokkra, sker þá í tvennt og skoða prófílinn á borgaranum, s.s. þver- sniðið. Ef þetta lúkkar þá bara keyri ég á þetta.“ Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Kjartan Hjaltested er einn margra sjálfboðaliða sem koma að starfi íþróttafélaga landsins. Kjartan hef- ur verið viðloðandi starf Víkings Reykjavík um árabil, og hefur vakið mikla lukku á heimaleikjum liðsins í knattspyrnu þar sem hann stendur vaktina á grillinu og grillar ham- borgara ofan í mannskapinn. Þá er hann alltaf í sama gallanum, Leeds- búningi og með hellaljós á höfðinu svo hann sjái í gegnum reykinn. „Við lögðum af stað með þetta fyrir fimm árum, þá steikti ég einhverja fimm borgara og hóaði í nokkra karla og lét þá smakka. Þeim þótti þetta bara gott svo við keyrðum á þetta.“ Kjartan segir að á fyrsta tíma- bilinu hafi þótt afar gott að ná 50-60 hamborgurum á leik, en svo hafi vin- sældirnar aukist með hverju tíma- bili. „Á Fjölnisleik í fyrra sprengd- um við svo skalann aðeins, en þá tók ég 400-500 borgara á einum leikn- um, grillið brenndi úr sér og ég fékk reykeitrun,“ segir Kjartan hlæjandi. Grillið var bara hannað til þess að grilla um 70 borgara á klukkustund, og Kjartan sprengdi skalann því margfalt. Núna er hann með þrjú grill og allt orðið þaulæft. Kjartan segist á þessum árum hafa grillað mörg þúsund hamborg- ara ofan í áhorfendur en þó aldrei hafa fengið sér borgara sjálfur. „Í heildina eru þetta 12-13 þúsund stykki. Alltaf í Leeds-treyjunni og með hellaljósið.“ Kjartan segist vilja búa til stemn- ingu í kringum alla umgjörð leiks- ins. „Glatað að mæta bara kortéri fyrir leik, horfa á leikinn og drífa sig svo heim. Það þarf að vera athöfn í kringum þetta. Nú er ég alltaf með einhverja 200 karla sem mæta alltaf fyrir leik og fá sér borgara og rífast og nöldra í mér. Það er stemming.“ Slagsmálahundur úr Breiðholti Spurður hvort hann sé gallharður Víkings-maður segir Kjartan: „Nei, guð minn góður, ég er einn af aðal- Leeds, hellaljós og þúsundir borgara - Stendur vaktina á heimaleikjum - Snýst um stemningu Morgunblaðið/Ágúst Reykmökkur Kjartan stendur hamborgaravaktina á heimaleikjum Víkings. Alltaf í sömu Leeds-treyjunni, með hellaljósið og snakkið klárt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.