Morgunblaðið - 09.07.2021, Page 4

Morgunblaðið - 09.07.2021, Page 4
Jafningjafræðsla Hins hússins hélt í gær götuhátíð, sem er árlegur styrktarviðburður fræðsluhópsins. Í ár var viðburðurinn til styrktar Stígamótum, sem eru grasrótar- samtök sem berjast gegn kynferðis- ofbeldi. Á viðburðinum komu fram margir þjóðþekktir einstaklingar, þar á meðal Páll Óskar, en gríðar- leg stemning var á hátíðinni er hann steig á svið. Þá létu einnig sjá sig Villi Neto, Sprite Zero Klan, Ævar vísindamaður, Sirkus unga fólksins, Patrekur Jaime og Keiko band. „Við erum búin að vera að vinna hörðum höndum að hátíðinni, nánast alveg síðan við byrjuðum, svo það var gefandi að sjá hvað þetta heppnaðist vel hjá okkur,“ segir Eva Sóldís Bragadóttir, jafn- ingjafræðari hjá Hinu húsinu. Jafningjafræðslan er rekin af Hinu Húsinu í Reykjavík og er hug- myndafræðin sú að ungt fólk nái betur til annars ungs fólks heldur en aðrir. rebekka@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ánægð með upp- skeruna 4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Umræður eru hafnar milli fulltrúa sveitarstjórnar Skagastrandar og Skagabyggðar um hugsanlega sam- einingu sveitarfélaga. Í kosningum í byrjun júní sl. var tillaga um samein- ingu þessara byggða, auk Blöndu- óssbæjar og Húnavatnshrepps, það er allrar Austur-Húnavatnssýslu, felld. Íbúar í tveimur síðastnefndum sveitarfélögum voru samþykkir til- lögunni en Skaginn á móti, sem réð úrslitum. Nú verður hins vegar hald- ið áfram með sameiningu í smærra broti en til stóð. Ávinningur ætti að blasa við „Áhuginn á sameiningu hér á Skaga er til staðar og ávinningurinn ætti að blasa við,“ sagði Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti sveitar- stjórnar Skagastrandar, í samtali við Morgunblaðið. „Fólk í sveitar- stjórnum á Skagaströnd og Skaga- byggð hefur farið yfir málin að undanförnu og ætlum við að halda áfram. Snemma í haust ætlum við að efna til skoðanakönnunar meðal íbúa um viðhorf þeirra til sameiningar – og eftir samtöl við íbúa gef ég mér að meirihluti sé fyrir málinu. Sam- vinnan milli þessara tveggja sveitar- félaga er mikil nú og í raun ætti fólk lítið að finna fyrir sameiningu.“ Útnesið sem gengur til norðurs milli Húnaflóa og Skagafjarðar er einu nafni kallað Skagi. Yfir þetta svæði vestanvert nær Skagabyggð, þar sem búa 100 manns, og Skaga- strönd; þéttbýlisstaður hvar, skv. nýlegum tölum, búa nú 470 manns. Margvísleg samvinna er nú þegar meðal sveitarfélaganna, svo sem um skóla, dægradvöl aldraðra, íþrótta- starf barna og fleira slíkt. Komi til sameiningar telur Halldór svigrúm til að efla ýmsa þjónustu við íbúa og styrkja stjórnsýsluna, eins og þurfi. Þegar sameining allra sveitarfé- laganna í Austur-Húnvatnssýslu var í deiglunni síðasta vor, áttu forsvars- menn úr héraði fundi með þing- mönnum og ráðherrum um ýmis hagsmunamál byggðanna og óskuðu atfylgis ríkisins við þau. Úrbætur í samgöngumálum, svo sem slitlag á dreifbýlisvegi, og fjölgun opinberra starfa voru þarna til umræðu. Svör ráðherra voru óljós „Svörin sem ráðherrarnir, Sig- urður Ingi Jóhannsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, gáfu okkur um inngjöf á svæðið voru óljós. Góður vilji var vissulega til staðar, en engin loforð eða fyrirheit. Þetta tel ég helstu skýringuna á því að hér á Skagaströnd minnkaði áhugi íbúa fyrir sameiningu, sem á endanum aðeins 30% íbúa greiddu atkvæði með. Núna hygg ég að við- horfin séu talsvert önnur, og að Skaginn verði eitt sveitarfélag er lík- legt. Gangi það upp verður þá líka mikilvægt að fara í markaðsstarf, til að kynna kosti búsetu í dreifbýlinu þar sem við höfum þó flest það sem fólk í samfélagi nútímans kallar eft- ir.“ Tíminn vinnur með þróun Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti Skagabyggðar, segist áfram um að sameining við Skagaströnd verði að veruleika. Fámennur sveitahreppur hafi lítið fjárhagslegt svigrúm. „Ég vildi sameiningu allra sveitar- félaga í Austur-Húnavatnssýslu, til- löguna sem var felld. Tíminn vinnur með þeirri þróun að einingarnar verði stærri, svo sem að Skaginn verði eitt sveitarfélag. Könnun á við- horfum íbúa og útkoman þar, ræður framhaldinu,“ segir oddvitinn. Sameining á Skaga er í skoðun - Tvö sveitarfélög í dag - Skagaströnd og Skagabyggð - 570 íbúar - Fyrri sameiningartillaga í sýslunni var felld nýlega - Margvísleg samvinna nú þegar - Sveitahreppar hafa lítið svigrúm Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagaströnd Um 480 manns búa í þorpinu við Húnaflóann sem hét Höfða- kaupstaður. Þjónusta og sjávarútvegur eru burðarásar atvinnulífsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Oddviti Kynna kosti búsetu hér, segir Halldór Gunnar Ólafsson. Framhalds Aðalfundur Samvinnufélagsins Hreyfils, verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 23. júlí kl.12:00. Venjuleg aðalfundarstörf og kosning stjórnar. Stjórn Hreyfils. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, und- irritaði í gær nýjan fríverslunar- samning Íslands og Bretlands. Hann segist merkja ríkan pólitískan vilja beggja landa til þess að halda áfram að búa til samninga um viðskipti og samskipti þeirra á milli. Þannig sé þessi fríverslunarsamningur, sem er sá stærsti sem Ísland hefur undirrit- að við annað ríki, ekki endapunkt- urinn í góðum samskiptum Íslands og Bretlands. „Bæði eru þetta mikil tímamót og gleðiefni. Við erum að tryggja hags- muni í viðskiptum okkar við Breta og ég er sérstaklega ánægður með þetta, þar sem þetta hefur verið for- gangsmál hjá mér frá því ég tók við utanríkisráðuneytinu. Þetta styrkir og treystir samskipti okkar við Bretland og þetta er ekki bara fríverslunarsamningur sem við undirritum núna, nútímalegur og yf- irgripsmikill, heldur er einnig kveðið á um stafræna þátttöku í nútímavið- skiptum, jafnréttismál, lítil og með- alstór fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Guðlaugur í samtali við mbl.is í gær. Auk þessa nefnir Guðlaugur að búið sé að semja um ákvæði er snúa að flugumferð milli Íslands og Bret- lands, sjávarútvegsmál og starfsnám og menntun ungs fólks. Sömuleiðis verður skrifað undir samninga er tengjast rannsóknum og vísindalegri þróun, meðal annars á sviði geimvís- inda. „Og allt er þetta byggt á sameig- inlegri framtíðarsýn beggja landa sem við skrifuðum undir, svokallað „vision-paper“, sem kveður á um allt það sem við höfum áhuga á að vinna saman að,“ segir Guðlaugur. oddurth@mbl.is Við erum ekki hætt Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Brexit Guðlaugur Þór undirritaði samkomulagið fyrir Íslands hönd. - Enn er ríkur vilji af hálfu bæði Íslands og Bretlands til að búa enn betur um samskipti og viðskipti milli ríkjanna Ný reglugerð dómsmálaráðherra tók í gildi 1. júní sem kveður á um hærri styrki til umsækjenda, sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd hérlendis, til enduraðlög- unar í heimaríki sínu og ferðastyrk. Útlendingastofnun vinnur nú að því að kynna reglugerðina þeim sem stendur aðstoðin til boða. Enduraðlögunarstyrkurinn er hugsaður til nota við greiðslu á húsaleigu, námi, atvinnu eða öðru sambærilegu. Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir því hvort um sé að ræða fullorðinn, barn eða fylgdarlaust barn. Styrkirnir hljóða upp á 100 til 200 evrur til ferða- styrks og 1.000 til 3.000 evrur í end- uraðlögunarstyrk. Samtals á bilinu 161 þúsund íslenskra króna til 470 þúsunda. Íbúum frá Afganistan, Ír- an, Írak, Nígeríu, Sómalíu, Palest- ínu og Pakistan stendur til boða að þiggja styrkinn. urdur@mbl.is Hækka heimfararstyrki hælisleitenda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.