Morgunblaðið - 09.07.2021, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
✝
Hólmsteinn T.
Hólmsteinsson
fæddist 21. júní
1951 á Akureyri.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 1.
júlí 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Hólm-
steinn Egilsson, f.
30.4. 1915, d. 10.1.
1995 og Margrét
Sveinbjörnsdóttir, f. 28.9. 1919,
d. 30.12. 2005. Hann var einn
fjögurra systkina sem eru Erla,
Hugrún og Margrét.
Eftirlifandi eiginkona Hólm-
steins er Rut Ófeigsdóttir, f. 6.3.
1951. Börn þeirra eru:
Ófeigur Tómas, f. 2.6. 1973,
maki Kristín Hrund
Clausen. Börn þeirra
eru: Daníel Freyr og
Guðrún Rut. Úr fyrra
sambandi átti Ófeig-
ur Andra Dag með
Steinunni Þorsteins-
dóttur.
Egill Orri, f. 3.12.
1974, maki Svava
Kristín Sigurðar-
dóttir. Börn þeirra
eru: Hólmsteinn Orri,
Tómas Áki og Patrekur Fannar.
Einar Már, f. 3.12. 1974, maki
Sólveig Jónasdóttir. Börn þeirra
eru Skarphéðinn Ívar, Hólmdís
Rut og Þorkell Hrafn.
Útför hans fer fram frá Bú-
staðakirkju 9. júlí 2021 kl. 10 ár-
degis.
Það er sárt að sjá á eftir elsku
pabba, við hefðum viljað hafa
hann svo miklu lengur með okk-
ur. Fallegar minningar sitja eftir
um einstakan pabba og afa barna
okkar. Hann reyndist okkur ein-
staklega vel og tók ávallt á móti
okkur með jákvæðni og bros á
vör alveg fram á síðustu andartök
ævi sinnar. Börnin okkar nutu
þess virkilega að heimsækja afa
Hólma sem tók upp á ýmsu með
þeim. Hvort sem það var í leik í
bílskúrnum, fótbolta í garðinum
eða leiðangri um borg og bý, þá
var alltaf gaman að hitta afa og
því fylgdi tilhlökkun.
Pabbi var ekki aðeins stoð og
stytta í lífi okkar heldur einnig
besti vinur í gegnum sameiginleg
áhugamál. Hann var oft á tíðum
eins og einn úr vinahópi okkar og
því enginn venjulegur pabbi. Ófá-
ar ferðir voru farnar í golf, lax- og
skotveiði þar sem hann kenndi
okkur, og vinum okkar, réttu
handtökin sem við búum að í dag.
Hann kenndi okkur einnig góða
siði í vinnu þar sem við stigum
okkar fyrstu skref við vinnu í Möl
og sandi á Akureyri. Margir vina
okkar fengu einnig eldskírn á
vinnumarkaði undir hans leið-
sögn og um árabil var Möl og
sandur eins og félagsmiðstöð.
Það var ávallt gott leita til hans
og fá ráðleggingar með allt milli
himins og jarðar. Hann var alls
staðar vel liðinn og hafði gott orð-
spor. Það kom okkur oft til góðs
að vera synir Hólma í Möl og
sandi.
Pabbi var frábær fyrirmynd
okkar í gegnum lífið og það er
okkur hvatning að feta í hans fót-
spor í föðurhlutverkinu. Hann
var ávallt jákvæður og skemmti-
legur og seinþreyttur til reiði
þrátt fyrir ýmis uppátæki okkar
bræðra en þar var af nógu að
taka.
Barátta hans við krabbamein
til margra ára var aðdáunarverð.
Hún einkenndist af jákvæðni og
æðruleysi. Hann kom læknum sí-
fellt á óvart með lífsþrótti sínum í
gegnum hverja meðferðina á fæt-
ur annarri. Í ófá skipti afsannaði
hann spár um hversu langt hann
ætti eftir ólifað. Hann var dyggi-
lega studdur af mömmu í gegnum
baráttuna og setti hann án efa
gott fordæmi hvernig mæta á
slíkum vágesti.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Tómas, Egill og Einar.
Elsku tengdapabbi okkar er
farinn frá okkur. Hólmi var ein-
stakur maður, svo hlýr, jákvæður
og með góða nærveru og við
fundum strax að búið var að inn-
leiða okkur tengdadæturnar af
heilum hug inn í fjölskylduna.
Hann tók alltaf svo hlýlega á móti
okkur öllum með faðmlagi. Hann
var fjölskyldumaður af lífi og sál
og leið best með allt fólkið sitt í
kringum sig. Þá tók hann alltaf
að sér það hlutverk að sjá til þess
að sækja alla og keyra, sjá til
þess að allir hefðu allt sem þeir
vildu og væru glaðir. Glaðastur
var hann þegar allir í fjölskyld-
unni voru saman.
Hólmi setti sig vel inn í öll okk-
ar mál og var kletturinn okkar í
hvert sinn sem upp komu einhver
vandamál. Börnin okkar áttu
hvert og eitt vísan stað í hjarta
afa síns og áttu alla hans athygli.
Hann var afi sem notaði aldrei
orðið nei við barnabörnin, hann
lék í bíló á gólfinu, las bækur, fór
í fótbolta í bílskúrnum og lék sér
við þau þar til við foreldrarnir
báðum þau vinsamlegast um gefa
afa smá pásu. Aldrei hvarflaði að
afa að segja nei við þau. Eftir að
þau Rut fluttu suður fór afi að
standa fyrir óvissuferðum fyrir
krakkana og fór þá með þau á hin
ýmsu söfn og staði og endaði svo
ferðirnar á Grand Restaurant,
eins og hann kallaði Snæland víd-
eó. Hólmi og Rut voru helstu
stuðningsmenn barna okkar í
íþróttaiðkun og mættu á flestalla
viðburði þeirra þó það þýddi
marga rúnta á milli íþróttahúsa í
bænum. Þetta eru yndislegar
minningar sem barnabörn þeirra
geyma í hjartanu.
Hólmi var mikill vinur sona
sinna og mikil fyrirmynd okkar í
því hvernig fjölskyldumaður á að
vera. Allir sáu hvað fjölskyldan
var honum mikilvæg og hans
góðu gildi hafa skilað sér til
strákanna hans og til okkar allra.
Samband þeirra tengdamömmu
var einstakt og það var svo
dásamlegt að sjá hvað hann vildi
henni alltaf það besta og lagði sig
í líma við að dekra við hana á all-
an hátt. Þeirra einstaka samband
kom berlega í ljós þegar veikindi
Hólma voru orðin mikil. Rut sá
um Hólma sinn, hún var klettur-
inn hans, stoð og stytta allt þar til
yfir lauk.
Mikið erum við þakklátar fyrir
tímann sem við fengum með
tengdapabba og allar dýrmætu
stundirnar. Söknuðurinn er mik-
ill og sorgin en minning hans
mun ætíð lifa í hjörtum okkar um
ókomna tíð og það er gott að vita
af honum nú friðsælum og
hraustum á ferðalagi um sumar-
landið.
Kristín, Sólveig og
Svava Kristín.
Þau telja oft ansi mikið fyrstu
kynnin og mín fyrstu kynni af
Hólma eru mér ógleymanleg. Ég
stend í sjónvarpherberginu í
Stóragerðinu, komin með góða
kúlu enda gengin rúmlega 5 mán-
uði með fyrsta barnabarnið hans.
Hjartað hamast svo í brjósti mér
að ég held hreinlega að það muni
líða yfir mig. Allar mínar áhyggj-
ur hurfu við fyrsta faðmlag, svo
hlýjar og góðar móttökur fékk ég
frá Hólma.
Andri Dagur hefur átt ást
Hólma frá því Hólmi leit hann
fyrst augum. Það var aðdáunar-
vert að fá að fylgjast með honum í
afa hlutverkinu sem hann svo
sannarlega naut sín í og var sam-
band þeirra Andra Dags einstakt
alveg frá byrjun. Hólmi var barn-
góður með eindæmum og fengu
barnabörnin hans alltaf fyrsta
sætið. Hann tengdist þeim
traustum böndum og nutu þau
ástar hans og umhyggju. Einnig
hvatti hann þau áfram í námi og
leik með jákvæðni og einstakri
blöndu af rósemi og fjöri.
Þegar leiðir okkar Tomma
skildi lét hann mig vita að þau
fyrirmyndarhjónin, Hólmi og
Rut, myndu gera allt í sínu valdi
til að halda góðu sambandi sem
þau gerðu svo sannarlega. Við
Andri Dagur eigum margar dýr-
mætar minningar, en sérstaklega
þykir okkur vænt um minn-
inguna frá Gautaborg. Þar áttum
við yndislega daga saman í vor-
sólinni þegar þau komu alla leið
til að heimsækja okkur þegar ég
var þar í námi. Við hugsuðum það
ekki þá en nú er ómetanlegt að
eiga þessar minningar frá ynd-
islegum vordögum með ömmu
Rut og afa Hólma í Gautaborg.
Elsku Hólmi, takk fyrir dýr-
mætar samverustundir og vinátt-
una. Takk fyrir að hlúa svona vel
að Andra mínum. Það verður erf-
itt fyrir Andra Dag og okkur hin
að eiga ekki afa Hólma lengur að.
Andri Dagur mun hugsa vel um
ömmu sína og vera duglegur að
heimsækja hana og veita henni lit
í líf sitt.
„Hljóðlega minnst á hverjum degi,
sárlega saknað á lífsins vegi.“
Elsku Rut, Andri Dagur,
Tommi og aðrir aðstandendur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Kveðja
Steinunn Þorsteinsdóttir.
Fyrsta minning mín með afa
Hólma er þegar ég var að tefla
við hann á stóra taflborðinu hans
í Stóragerði á Akureyri. Hann
átti svölustu taflmenn sem ég
hafði nokkurn tímann séð. Það
skemmtilegasta við að fara til
ömmu og afa var að leika inni í
bílskúr við afa í leikfangabíla-
stæðahúsinu eða í fótbolta. Afi
kenndi mér félagsvist og ég
kenndi honum líka nokkur spil.
Oft þegar ég missti af strætó, eða
sagðist allavega hafa gert það,
hringdi ég í afa og bað hann um
að skutla mér á æfingu og ekki
man ég eftir að hafa nokkurn tím-
ann fengið nei. Afi var aldrei
reiður. Eina skiptið sem ég sá að
það fauk í hann var þegar við
bræðurnir vorum að prakkarast
með garðslöngu í Alicante á
Spáni. Hjá ömmu og afa var best
að gista, þá fékk ég að velja bók
sem afi las fyrir mig og svo fékk
ég að heyra hrotudrunurnar frá
honum restina af nóttinni. Afi var
sterkasti og blíðasti maður sem
ég þekki, ég hugsa oft til hans
þegar ég þarf að taka mikilvægar
ákvarðanir, „yrði afi ánægður
með þetta?“. Afi Hólmi er mín
helsta fyrirmynd. Ég er svo
þakklátur fyrir allar stundirnar
með honum og einnig er ég þakk-
látur fyrir að hafa fengið að vera
hjá honum þegar hann kvaddi
okkur í síðasta sinn. Hvíldu í
friði, elsku afi Hólmi.
Þinn
Hólmsteinn Orri.
Elsku afi, þú varst ekki bara
afi minn heldur líka góður vinur
minn og það var alltaf gott að
heimsækja þig og ömmu. Þú
varst alltaf til í að gefa þér tíma
til að spila við mig ólsen eða fara í
fótbolta. Þú hikaðir ekki við að
redda mér þegar ég missti af
strætó eða þurfti far á æfingu eða
annað. Það var ekki leiðinlegt að
fá símtal frá þér þegar þú varst
búinn að skipuleggja mánaðar-
lega leiðangra og fórst með okkur
frændsystkinunum í allskonar
óvissuferðir, t.d. í Perluna, RÚV,
Hallgrímskirkju og ýmis söfn.
Allar enduðu ferðirnar á Snæ-
landi eða í ísbúð. Við höfðum
svipaðan smekk á kvikmyndum
og við biðum alltaf spenntir eftir
nýjum Bond-myndum. Elsku afi,
ég á svo margar góðar minningar
um þig. Þú varst alltaf glaður og
ávallt til staðar fyrir mig. Þú
varst minn besti vinur. Ég elska
þig, takk fyrir allt.
Þinn
Tómas Áki.
Nú ertu dáinn, elsku afi Hólmi.
Elsku kallinn hans afa, eins og þú
kallaðir mig alltaf, kveður þig
með söknuði og tár í augum.
Þú last alltaf fyrir mig þegar
ég gisti hjá ykkur ömmu, gerðir
gott við bakið og það var svo gott
að vera í kringum þig, þú lést mér
alltaf líða vel.
Skemmtilegast var að leika við
þig í bílskúrnum í bíló, kubbaleik
og fótbolta og við spiluðum líka
mikið.
Ég sakna þín mikið, elsku afi
minn, og ég ætla að passa vel upp
á ömmu og heimsækja hana oft.
Elsku kallinn hans afa,
Patrekur Fannar.
Afi minn, hann afi Hólmi, var
ekki bara afi minn, hann var líka
vinur minn, fyrirmyndin mín og
hetjan mín. Hann var einstakur
og einstaklega hjálpsamur, hann
setti alltaf þarfir annarra fram
fyrir sínar og ég þekki ekki neinn
sem var jafn góðhjartaður og afi
minn. Afi var alltaf með bros á
vör, alltaf stutt í húmorinn og
galsann, hann gerði allt betra og
nærvera hans lyfti öllum upp.
Ég á margar góðar minningar
um afa minn, ein af þeim er þegar
ég sem gutti fékk að fara með þér
í veiðiferð í Fnjóská. Þar náði ég
með þinni hjálp og þolinmæði að
landa mínum maríulaxi. Þú varst
svo stoltur af mér og varst ekkert
að leiðrétta mig þegar ég mis-
mælti mig og sagði öllum að ég
hefði veitt 12 tonna lax, en ekki
12 punda, heldur tókstu bara þátt
í gleðinni með mér og brostir
þínu glettna brosi þegar ég lét
alla vita af 12 tonna laxinum mín-
um. Það sem við gátum hlegið að
þessari mögnuðu veiðiferð síðar
meir.
Elsku afi, þú kenndir mér svo
margt, sýndir mér hvernig á að
sjá það jákvæða í öllu, sýndir mér
hvernig á að elska, kenndir mér
hvernig á að njóta hvers einasta
augnabliks og þú mótaðir mig.
Afi, ég mun aldrei hætta að
elska þig og er svo þakklátur fyr-
ir allan þann tíma sem við áttum
saman, þakklátur fyrir að það
varst þú sem varst afi minn og
þakklátur fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig. Hvíldu í friði, elsku
besti afi minn.
Andri Dagur.
Elsku besti afi Hólmi.
Þú varst svo ljúfur og góður afi
og áttir aldrei í neinum erfiðleik-
um með að smita út frá þér góða
skapinu og lífgaðir alltaf upp á
stemningu með brosinu þínu og
kátínu. Varst aldrei of upptekinn
til að taka á móti mér þegar ég
þurfti á gistingu að halda á Grand
Hótel Bílskúr eins og þú kallaðir
það alltaf. Þið amma funduð alltaf
lausan tíma til að mæta á hand-
boltaleiki og jafnvel láta í ykkur
heyra. Besti afi sem ég hefði get-
að hugsað mér og gott að hafa þig
sem stuðningsmann númer eitt.
Kveðja,
Skarphéðinn Ívar.
Elsku afi minn.
Þú sem varst alltaf svo góður
við mig, jafnvel í gegnum erfiðu
tímana þegar þú varst orðinn
veikur. Það var fátt betra en að
koma til þín í heimsókn eftir
langan akstur frá Akureyri og
knúsa þig og ömmu. Þú varst allt-
af glaður og með bros á vör og
kallaðir mig prinsessuna hans
afa. Jafnvel þegar ég var að
dreifa blöðum út um allt hús og
eyddi öllu blekinu í prentaranum
þínum þá var allt í góðu lagi og þú
hvattir mig bara til að prenta
fleiri blöð og lita enn fleiri mynd-
ir. Hafragrauturinn sem þú bjóst
til alla morgna var örugglega það
hollasta og besta sem maður gat
fengið og eftir því sem tíminn leið
fannst mér hann alltaf verða
betri og betri. Það var líka alltaf
svo gaman að heyra blístrið þitt
þegar þú varst að hvetja mig
áfram á fótboltaleikjum og ég á
svo sannarlega eftir að sakna
bumbuborsins. Ég elska þig af
öllu hjarta og ég sakna þín ótrú-
lega mikið. Vonandi hefurðu það
gott uppi á himnum.
Þín afaprinsessa,
Hólmdís Rut.
Á fallegri sumarnótt í júní árið
1951 fæddist Hólmi heima í fjöl-
skylduhúsi ömmu Sigríðar og afa
Egils í Eiðsvallagötu. Það voru
stórtíðindi í okkar litlu bernsku-
veröld. Snemma morguns vakti
pabbi okkur systur og tilkynnti
að það væri fæddur lítill maður
sem vildi fá að hitta okkur. Við
fengum að fara að vöggunni og
heilsa upp á nýja fjölskyldumeð-
liminn. Þá vorum við aðeins fimm
og sjö ára gamlar en augnablikið
lifir sterkt í minningunni. Þegar
yngsta systirin fæddist þremur
árum síðar var hún nær Hólma í
aldri og áttu þau margar stundir
saman. Eftirminnilegt er þegar
þau voru í veiðiferðum í Laxá
ásamt foreldrum okkar, þá bjó
Hólmi til öngla úr títuprjónum.
Þau veiddu hornsíli í litlum lækj-
um, settu í krukkur og slepptu
síðan á kvöldin. Strax þá var
veiðimaðurinn Hólmi byrjaður að
veiða og sleppa.
Við systur vorum sannarlega
stoltar af bróður okkar því Hólmi
var dugnaðarmaður, raungóður
og mikill gleðigjafi. Hans mesta
gæfa var að kynnast Rut sem
varð hans ævifélagi. Þau héldu
suður í háskólanám, fluttu aftur
til Akureyrar og eignuðust þrjá
stráka á mettíma. Fyrst Tómas
og síðan tvíburabræðurna Egil
og Einar.
Hólmi var mikill fjölskyldu-
maður, einstaklega barngóður og
það var gaman að fylgjast með
hversu natinn hann var við syni
sína og síðar barnabörn. Oft var
erfitt að sjá hver skemmti sér
best þegar brugðið var á leik.
Við fráfall Hólma streyma
minningar fram um dýrmætar
samverustundir fjölskyldunnar.
Þau voru ófá jólaboðin hjá stór-
fjölskyldunni, útilegur og lax-
veiðiferðir.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Aðdáunarvert var að sjá af hve
miklu æðruleysi Hólmi tókst á við
veikindi sín. Erum við systur
innilega þakklátar Rut sem stóð
sem klettur við hlið hans.
Elsku Rut, Tommi, Egill, Ein-
ar og fjölskyldur, við vottum ykk-
ur öllum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Erla, Hugrún, Margrét og
fjölskyldur.
Það er erfitt að átta sig á því að
Hólmi sé dáinn. Þrátt fyrir að
baráttan við sjúkdóminn hafi ver-
ið löng þá lét hann sjúkdóminn
aldrei skilgreina sig og barðist
eins og ljón til síðasta dags. Við
systur erum þakklátar að hafa
fengið að þekkja Hólma. Minn-
ingarnar eru margar og góðar.
Hólmi hafði endalausa þolinmæði
fyrir litlum börnum enda sjálfur
fullur af orku og leikgleði og
börnin í fjölskyldunni dáðu hann.
Þegar við vorum litlar fann hann
upp á ýmsum ævintýrum og
leyndardómum sem við elskuðum
eins og t.d. „krafttakkann“ í bíln-
um hans sem leyfði okkur að ná
ofurhraða. Þegar við urðum eldri
var Hólmi samt líka með þeim
fyrstu til að koma fram við okkur
sem hluta af fullorðna fólkinu, þó
svo að fimmaurabrandararnir
hafi auðvitað haldið áfram allt til
enda.
Það stingur í hjartað að nú sé
Hólmi farinn, við munum sakna
hans mikið. Það var alltaf svo
gott að vera hjá Rut og Hólma og
var það ekki síst vegna þess
hversu dásamlegt samband þau
áttu. Æskuástir og sálufélagar
sem nutu þess að vera saman,
léku sér og hlógu saman og hvort
að öðru. Enda stóðu þau saman
sem einn maður allt til enda bar-
áttunnar. Hólmi skilur eftir sig
ríkidæmi mikið, Rut sína og
strákana þeirra og yndislegu
barnabörnin sem nú öll syrgja og
sakna svo sárt. Hugur okkar er
hjá þeim.
Elsku Hólmi, takk fyrir alla
hlýjuna, hláturinn og gleðina.
Takk fyrir allt.
Erna Kristín,
Marta Guðrún og
Brynja Rut.
Jafnvel hörðustu klettar sver-
fast niður og falla að lokum og
svo fór einnig fyrir Hólma, eftir
langa en hetjulega baráttu við
krabbamein, sem hafði staðið yfir
í á annan áratug. Landslagið í
fjölskyldunni er breytt að eilífu,
en þessi klettur mun standa um
alla tíð á landakorti minninga
þeirra sem honum kynntust.
Hólmi var hluti af lífi mínu eins
lengi og ég get munað. Bernsku-
minningarnar úr Helgamagra-
strætinu tengjast framandi
manni, þar sem þau Rut systir
voru í námi í Reykjavík. Æ oftar
sá maður þau á heimilinu eftir því
sem tíminn leið og þau urðu
smám saman fastur punktur í til-
veru minni. Ég fylgdist með af
áhuga þegar það voru bridge-
kvöld í fjölskyldunni, oftast tengd
jólum eða öðrum hátíðum. Alltaf
var stutt í hláturinn í kringum
Hólma, enda þótt öðrum hlypi
stundum kapp í kinn ef rangri
taktík var beitt í spilinu. Það var
líka hans nálgun á lífið: Húmor
og gleði, manngæska og náunga-
kærleikur, hjálpsemi og greið-
vikni, hvatning og vinarþel og
ekki síst heilbrigður lífsstíll. Ég
held að ég geti fullyrt að enginn
hafi reynst mér betur í lífinu en
hann og ég er heppinn og þakk-
látur fyrir að hafa verið í hans
innsta fjölskylduhring. Eftir að
foreldrar mínir féllu frá þegar ég
var ungur að árum, þá átti ég
bakhjarl í fjölskyldu minni og
sérstaklega Hólma. Það er ekki
nema ár síðan við áttum samtal,
þar sem föðurleg væntumþykja
hans í minn garð kom berlega í
ljós.
Líkt og svo margir aðrir í fjöl-
skyldunni og vinahópnum, þá
vann ég í Möl og sandi á sumrin,
þar sem hann tók við sem fram-
Hólmsteinn T
Hólmsteinsson
HINSTA KVÐEJA
Elsku afi.
Þú varst alltaf svo góður
við alla og alltaf í góða
skapinu. Ég elska þig af
heitu hjarta og gæti gert
allt til að sjá þig aftur. Ég
vona að þú sért uppi í himn-
inum að horfa á okkur og að
passa mig áfram. Ég mun
aldrei gleyma þér. Þinn
Krummi Kaldi,
Þorkell Hrafn.
Afi hefur alltaf verið
góður afi. Það var alltaf
yndislegt að koma í heim-
sókn til hans. Það var líka
rosa gaman að fara í leið-
angra með afa. Hann var
svo rosa skemmtilegur,
fyndinn, góður og allt það
besta. Það var líka alltaf
svo gaman að fara með hon-
um í leiki inni í bílskúr.
Stundum kom afi með
fisk úr veiðiferðinni og við
borðuðum hann öll saman,
það var gaman.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Daníel Freyr og
Guðrún Rut.