Morgunblaðið - 09.07.2021, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
✝
Jón Valgarður
Daníelsson
fæddist í Borg-
arnesi 15. október
1953. Hann lést
30. júní 2021. For-
eldrar hans voru
Daníel Gunnars
Jónsson, f. 1924, d.
2000 og Hrefna
Sigurlaug Sigurð-
ardóttir, f. 1919,
d. 2007. Systkini
Jóns eru Bjarnlaug Helga, f.
1949, Sigurður Daníelsson, f.
1951, Stefán Gautur, f. 1955,
Edda Ingibjörg, f. 1960, Þór
Gunnars, f. 1962.
els er Guðrún Stefánsdóttir, f.
1980 og eiga þau saman þrjá
syni, Jón Arnar, f. 2005, Stef-
án Kára, f. 2009, Birki Heið-
ar, f. 2012. Sambýliskona
Svavars er Erna Kristín, f.
1988, fyrir á Svavar soninn
Kára Svavarsson, f. 2015,
móðir hans er Dóra Ásgeirs-
dóttir, f. 1985.
Jón starfaði hjá Sæmundi
Sigmundssyni til nokkurra
ára. Jón flutti svo suður til
Reykjavíkur árið 1978 og hóf
þá akstur hjá GG flutningum
og var þar í um það bil 30 ár.
Síðustu árin vann hann svo
hjá ET flutningum þar til nýir
eigendur tóku við.
Jón vann einnig góða vinnu
fyrir Ljósið og virkur með-
limur í Lions – Fjörgyn.
Útförin fer fram frá Árbæj-
arkirkju 9. júlí 2021 klukkan
13.
Eiginkona Jóns
er Guðbjörg
Ágústsdóttir, f.
1952, gengu þau í
hjónaband árið
1980. Saman eiga
þau Daníel Gunn-
ars, f. 1980 og
Svavar Jónsson,
1986, fyrir átti
Guðbjörg Ágúst
Erling, f. 1971,
sem Jón gekk í
föðurstað. Eiginkona Ágústs
er Rósalind María, f. 1971 og
eiga þau saman tvo syni,
Gabríel Dan, f. 2001, Kristófer
Dan, f. 2004. Eiginkona Daní-
Flogin er fregnin harma,
flóa því tár um hvarma.
Horfinn er hjartkær faðir
og hugljúfur eiginmaður.
Horfinn er besti bróðir,
blikna því frændur hljóðir.
Horfinn ættar hlynur,
hlýr og ástríkur vinur.
Horfinn er höfðings maður,
hjálpar og líknastaður,
heimili hans var löngum,
hlaðið gestristni og föngum.
Horfinn er söngvasvanur,
sorg og gleði vanur,
sálir með söng að kæta
sálum í neyð að mæta.
Syng þú svanur í friði.
Syng með englanna liði.
Syng þú eilífðaróðinn
árdags himnesku ljóðin.
Söngur þinn enn í anda
okkur svalar að vanda.
Hljómar þó hálfu fegri
í himinsveit dásamlegri.
(Ingibjörg Sumarliðadóttir)
Guðbjörg Ágústsdóttir.
Elsku hjartans pabbi, afi og
tengdapabbi.
Takk fyrir allar yndislegu sam-
verustundirnar sem við áttum. Við
vitum að þér líður vel þar sem þú
ert og margt gott fólk sem tók á
móti þér.
Þú varst alltaf til staðar ef á
þurfti að halda og höldum við fast í
allar minningar sem við höfum af
þeim stundum.
Við kveðjum þig með söknuði
en minning þín lifir í okkar hjört-
um.
Ágúst, Rósalind,
Gabríel Dan og
Kristófer Dan.
Elsku besti pabbi minn.
Það er skrýtið til þess að hugsa
að geta ekki rennt við hjá þér eða
hringt í þig og spurt um ráð, hvort
sem það tengist ferðalögum eða
einhverju öðru.
Alltaf gat maður treyst á að þú
værir með svörin. Þú þekktir land-
ið eins og handarbakið á þér enda
hafðir þú ferðast um það þvert og
endilangt og þú varst alltaf með á
hreinu hvað tæki langan tíma að
keyra á þá staði sem maður var að
fara á og einnig hvaða staðir yrðu
á vegi manns á leiðinni.
Ég man hvað mér fannst gam-
an að fá að ferðast með þér á vöru-
bílnum um landið og fá að fara
með þér á ótrúlegustu staði.
Það var alltaf svo gaman að
koma til þín og mömmu á Flúðir
og hjálpa ykkur með hjólhýsið.
Ég er svo þakklátur fyrir alla
bílasölurúntana sem við fórum
saman.
Þú varst svo góður og ljúfur afi
og vildir allt fyrir afastrákana þína
gera. Þú varst svo glaður þegar þú
fréttir að von væri á afastelpu í
haust og er sárt að hugsa til þess
að hún fái aldrei að hitta þig og
kynnast því hversu góður afi þú
varst. Við vitum að þú fylgist vel
með henni og passar upp á hana
eins og alla afastrákana þína.
Minningin um einstakan föður,
tengdaföður og afa lifir. Þú varst
okkar stoð og stytta í einu og öllu
og alltaf til staðar þegar á þurfti
að halda.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkar minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á
braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Við elskum þig og söknum þín.
Takk fyrir allt.
Svavar, Erna,
Kári og „Mía litla“.
Jón tengdaföður minn hitti ég
fyrst á fimmtugsafmælisdaginn
hans, hann uppábúinn í þjóðbún-
inginn í eldhúsinu í Hábænum á
leið í afmælið. Guðbjörgu, tengda-
móður mína, hafði ég fyrst hitt
daginn áður og þau tóku ekki ann-
að í mál en að ég kæmi með Daníel
í afmælið en þarna vorum við ný-
lega farin að rugla saman reytum.
Mér var strax tekið sem einni af
fjölskyldunni. Það var ekki löngu
seinna sem Jón rétti mér húslykla
að Hábænum og upp frá því var
Hábærinn heima fyrir mér eins og
öðrum sem tengst hafa fjölskyld-
unni. Jón tengdapabbi minn var
einstaklega bóngóður maður, ég
veit þó ekki hvort bóngóður sé
rétta orðið því sjaldnast þurfti að
biðja hann um nokkuð. Hann var
yfirleitt mættur áður en við höfð-
um tök eða ráðrúm til þess að
biðja um aðstoð eða ráð. Jón var
mjög stoltur af strákunum sínum
og tengdist þeim einstökum bönd-
um þar sem gagnkvæm virðing
var ríkjandi. Jón eða afi í Hábæ
var yndislegur afi og gaf sér ávallt
tíma til þess að brasa eitthvað
með afastrákunum sínum hvort
sem það var í bílskúrnum, í garð-
inum, í hjólhýsinu á Flúðum eða
hvar sem var. Afi í Hábæ nennti
nefnilega alltaf út að leika. Afa í
Hábæ er eflaust best lýst með
orðum Birkis Heiðars, sem var
rétt að verða þriggja ára, þegar
hann sá afa sinn óvænt út um bíl-
rúðuna. Með gleði og spennu í
röddinni heyrðist úr aftursætinu;
þarna er afi vinur minn. Jón var
staðráðinn í að vinna bug á krabb-
anum og hann stóð keikur fram á
síðustu stundu. Hann vildi taka
þátt í lífinu, vera með og fylgja
sínum þrátt fyrir að líkaminn væri
orðinn veikburða. Við verðum
ávallt þakklát fyrir góðan pabba,
yndislegan tengdapabba og ein-
stakan afa. Við munum ávallt
sakna þín en hlýja okkur við góðar
minningar um einstakan mann.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Þín tengdadóttir,
Guðrún Stefánsdóttir.
Jón Valgarður Daníelsson, fv.
mágur mágur minn úr Borgar-
nesi, hefur sagt skilið við þetta
jarðríki og tekið flugið í sumar-
landið. Eftir erfiða baráttu við
veikindi sem hann barðist við af
hörku alla daga þar til yfir lauk.
Nú ertu farinn og aldrei fæ ég að
heilsa upp á þig aftur. Eftir stend-
ur gamla og góða Hlíðartún þar
sem æskuheimili hans og fjöl-
skyldan var. Lífið snerist um lífs-
baráttu, að hafa vinnu og að geta
lifað lífinu lifandi þar sem fjöl-
skyldan var stór.
Vörubifreiðar og viðgerðir
höfðu ákveðinn sess í lífsbarátt-
unni, þar sem Jón átti ekki langt
að sækja sína hæfileika til föður
síns, Daníels Jónssonar, sem var
sannkallaður ekta bílstjóri sem
kunni sitt fag. Jón var ekki síðri að
aka um vegi landsins í þungaflutn-
ingum sem þurftu aðgæslu og fag-
mennsku við með bláljósin blikk-
andi. Þær ferðir voru margar og
gleymast aldrei, hjá GG flutning-
um hf. í Dugguvogi og hjá Einari
og Tryggva, þungaflutningum
ET, sem hann starfaði hjá á með-
an heilsan leyfði.
Hlíðartún var mín viðvera að
heimsækja fjölskyldufólkið í mín-
um fríferðum á sjónum, ekki má
gleyma viðmóti foreldra hans,
Daníels og Hrefnu, þar sem bakk-
elsi og veitingar af bestu gerð
voru á boðstólum. Þar kynntist ég
einum af frábærum bræðrum,
Jóni, brosandi og hlæjandi að öllu
sem gert var þegar fjölskyldan
kom saman. Framsóknarflokkur-
inn var oft efstur á blaði hjá föður
hans, enda mikið hrifinn af afreki
Halldórs E. Sigurðssonar ráð-
herra heitins með Borgarfjarðar-
brúna og þá miklu byltingu í sam-
göngumálum síðari tíma.
Við áttum margar góðar minn-
ingar í gegnum tíðina. Við gátum
talað um allt milli himins og jarð-
ar, jafnframt þagað og hlustað á
tónlist. Dottað hvor í sínu horninu
og fengið okkur í glas. Við gátum
dregið fram það besta og átt góð-
ar stundir í Hlíðartúni. Jón Val-
garður Daníelsson, þrátt fyrir
veikindi lést þú aldrei bugast,
dugnaður og ákveðni skinu af þér
og snertu alla sem þér voru ná-
lægir. Uppgjöf fannst ekki í þinni
orðabók. Ég dáist að þér og virði
hvernig þú gast alltaf séð ljósið í
myrkrinu, haldið bjartsýninni
þrátt fyrir slæmar fréttir og
hvernig þú gast miðlað reynslu af
sannfæringu og opnað augu
heillar þjóðar.
Himnaríki hefur nú kallað eftir
sínum fegursta engli. Þér er eitt-
hvað ætlað stórbrotið og mikið
sem okkur er ekki ætlað að skilja.
Það gaf þér svo mikið að geta
miðlað visku þinni og tilfinningum
áfram. Þú hefur snert alla með
hugrekki þínu, baráttuvilja og
styrk sem bjó innra með þér. Ég
er svo lánsamur að hafa fengið að
kynnast þér.
Guðbjörg Ágústsdóttir, þú ert
ekki síður hetja að hafa barist
með elskulega eignmanni þínum
þar til yfir lauk. Hetja af guðs náð.
Megi guð umvefja þig, börn
ykkar og fjölskyldu.
Megi minning um Jón Valgarð
Daníelsson úr Borgarnesi lifa um
aldir alda.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Jóhann Páll Símonarson,
Henrik Jóhannsson og
fjölskylda.
Borgnesingnum Nonna, Jóni
Daníelssyni, þá rútubílsjóra hjá
Sæmundi, kynntumst við um það
leyti sem hann og Guðbjörg hófu
sambúð. Þá voru samskipti okkar
hjóna við Nonna og Guðbjörgu
fyrst og fremst vegna mannamóta
innan fjölskyldunnar. Á þeim tíma
óraði okkur ekki fyrir því að síðar
ætti eftir að þróast með okkur
mikil vinátta.
Fyrst í stað voru það ferðalög,
stutt og löng, sem sameinuðu okk-
ur. Oft með ferðahópnum Heiðló-
um, sem samanstóð af vinum og
ættmennum og börnum þeirra, en
einnig var farið í sumarbústaða-
ferðir og á ættarmót. Í þessum
ferðum komu mannkostir Nonna
glögglega fram. Félagslyndur var
hann og fljótur að kynnast fólki.
Hafði alltaf eitthvað til málanna
að leggja og sagði hug sinn ein-
læglega. Nonni var einstaklega
hjálpfús og alltaf reiðubúinn að
aðstoða, hvort heldur var að tjalda
eða redda einhverju sem fór úr-
skeiðis. Undirrituð gætu nefnt
ýmis dæmi um það. Í útilegunum
þótti honum best að teygja sig í
kótilettuboxið og fá sér bita. Og
auðvitað deildi hann góðgætinu
með þeim sem vildu þiggja. Annar
mannkostur Nonna, snyrti-
mennskan, opinberaðist einnig í
þessum ferðum. Fagmannlegur
frágangur á ferðabúnaði, ferða-
vagn hreinn og bíllinn stífbónað-
ur.
Þegar útilegunum fækkaði,
sérstaklega eftir að Nonni og
Guðbjörg komu sér upp sælureit-
num á Flúðum, færðust samveru-
stundir okkar meira í heimahús.
Heimsóknir, þorrablót og sam-
vera á árlegri hátíð, Í túninu
heima, eftir að við hjónin fluttum í
Mosfellsbæ.
Fyrir nokkrum árum síðan
gerði óvættur aðför að heilsu
Nonna, sem hann glímdi við vopn-
aður jákvæðni og sannfæringu um
að hafa sigur. En þegar ljóst var
að sigur yrði ekki unninn mætti
hann örlögum sínum með hug-
rekki og æðruleysi. Sönn hetja.
Nú er komið að því að kveðja
góðan vin. Við þökkum fyrir
trygga vináttu og samferðina.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Ásta og Sigmar.
Fallinn er frá öðlingurinn Jón
Dan, sem starfaði með okkur í E T
í mörg ár. Traustur, bóngóður og
allra hugljúfi. Jón Dan var bíl-
stjóri af Guðs náð og var sama
hvaða verkefni honum voru falin,
keyra rútu eða stóra flutningabíla
hvert á land sem var við misjafnar
aðstæður, allt leysti hann af hendi
með bros á vör.
Jákvæðni var hans aðalsmerki
og engan bilbug á henni að finna í
gegnum veikindi hans undanfarin
ár. Alltaf reis hann upp og sagðist
vera á leið í vinnuna aftur, þyrfti
bara að ná aðeins meiri styrk og
fór í endalausar göngur til að
styrkja sig, kom svo í kaffi og
sagði þetta væri alveg að koma.
Hans verður sárt saknað af
vinnufélögum og vinum sem hann
kenndi með æðruleysi sínu hvern-
ig hægt var að snúa vörn i sókn,
aftur og aftur.
Við minnumst Jóns Dan með
kærleik og þakklæti og sendum
innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Tryggvi og Aðalbjörg (Alla).
Einar og Dyljá.
Góðmennska og hlýja kemur
upp í huga minn þegar ég minnist
Jóns Daníelssonar.
Við kynntumst á unglingsaldri
og vorum vinir upp frá því.
Jón hafði létta lund og alltaf
mikið líf kringum hann, til hans
var gott að leita, hafði jafnan svör
á reiðum höndum.
Ýmislegt var brallað, t.d. farið
til Færeyja 1976 og átti Jón að
vera með í þeirri ferð en gleymdi
að biðja um frí, þegar vinahópur-
inn skipulagði ferð til Spánar 1977
báðum við um frí fyrir Jón, hann
skyldi koma með.
Fríið var auðfengið sem betur
fer. Ferð okkar vina var skemmti-
leg og Jóni heillarík, því þar
kynntist hann Guðbjörgu sinni.
Jón og Guðbjörg voru samstíga í
sínu lífi, eiga þrjá flotta stráka,
tengdadætur og barnabörn.
Jón vildi hafa snyrtilegt í kring-
um sig, bílarnir hreinir og fínir,
alltaf að huga að viðhaldi hússins,
fékk góða menn í þau verk með
sér ef þurfti,og var enn að skipu-
leggja síðustu dagana.
Jón taldi ekki eftir sér að að-
stoða, ekki vissi ég fyrr en kona
mín og Jón voru að skipuleggja án
mínar vitundar kaup á bílskúrs-
hurð og höfðu gaman af. Hurðin,
sem víst var búið að bíða eftir í
nokkur ár, var tilbúin innan fárra
daga og allir sáttir.
Jón átti við veikindi að stríða
síðustu ár og fór í nokkrar með-
ferðir, hann hélt okkur vinum sín-
um alltaf upplýstum hver staðan
var, ætíð með bjartsýnina að leið-
arljósi.
Kveðjum kæran vin með þakk-
læti fyrir allt.
Elsku Guðbjörg, Ágúst, Daníel,
Svavar og fjölskyldur, við Inga
Jóna sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ingólfur.
Lions er alþjóðahreyfing sem
starfar m.a. undir kjörorðinu „Við
leggjum lið“. Í anda þessa kjör-
orðs hefur Lionsklúbburinn Fjör-
gyn lagt áherslu á að leggja börn-
um og unglingum lið, m.a. með
styrkveitingum til barnadeildar
Hringsins og barna- og unglinga-
geðdeildar Landspítalans
(BUGL). Grunnur að öflugu starfi
við líknarmál er gott félagsstarf
Fjörgynjar, sem leitt hefur af sér
sterka vináttu og samstöðu meðal
Fjörgynjarmanna. Nú er komið
að því að kveðja einn úr vinahópn-
um.
Jón Daníelsson gekk í Lions-
klúbbinn Fjörgyn snemma árs ár-
ið 2013. Hann var opinn og fé-
lagslyndur og féll því fljótt inn í
hópinn. Klúbburinn og félagarnir
voru Jóni hjartans mál og hann
var sérstaklega stoltur af því að
tilheyra Lionshreyfingunni. Jón
var ekki fyrir ræðumennsku en
þess í stað lagði hann sitt til mál-
anna í spjalli á félagsfundum og
alltaf var stutt í hláturinn. Með
léttu lundarfari lagði hann sitt af
mörkum við að viðhalda góðum fé-
lagsanda, sem er lykilþáttur í öfl-
ugu lionsstarfi. Þá var Jón drjúg-
ur þegar kom að vorferðum
Fjörgynjar, sem farnar eru í lok
hvers starfsárs. Ófáar ferðir ók
Jón rútunni af mikilli fagmennsku
og er sérstaklega eftirminnileg
tveggja daga ferð okkar félaga og
maka, sem farin var fyrir nokkr-
um árum í tilefni 25 ára afmælis
klúbbsins.
Að leiðarlokum kveðjum við
Fjörgynjarmenn góðan félaga
með söknuði, en jafnframt þakk-
látir Jóni fyrir allar samveru-
stundirnar og störf hans í verk-
efnum klúbbsins, sem og fyrir
Lions.
Ávallt varstu vinur kær
og vinnusamur maður
óskastjarnan afar skær
enda velviljaður.
Ferðin þín til Lions lá
lífið gaf þér mikið
vildi gjarnan fleiri fá
fyrsta augnablikið.
Þú munt öðlast æðri sýn
andinn fær að dreyma
sannir vinir sakna þín
seint við munum gleyma.
(Eggert J. Levy)
Við sendum fjölskyldu Jóns
okkar dýpstu samúðarkveðjur á
kveðjustund.
Fyrir hönd félaga í Lions-
klúbbnum Fjörgyn
Sigmar Arnar Steingrímsson,
formaður.
Jón Valgarður
Daníelsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda alúð og
vináttu við andlát og útför ástkærrar móður
okkar og tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR,
áður Skólabraut 3.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Seltjarnar
fyrir hlýhug og einstaka umönnun.
Ása Jónsdóttir Guðmundur Hannesson
Óli Hilmar Briem Jónsson Kristín Salóme Jónsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÁSTHILDUR SIGURRÓS ÓLAFSDÓTTIR
læknaritari,
Ísafirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri sunnudaginn
4. júlí. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 13.
júlí kl. 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim
sem vildu minnast hennar er bent á sjóð Ísafjarðarkirkju, kt.
660169 6959, banki 556-26-1103.
Guðjón Bjarnason
Elín Árnadóttir Ólafur Jóhann Sæmundsson
Unnur Árnadóttir Sigurður Arnar Jónsson
Sigríður Guðjónsdóttir
og barnabörnin