Fiskifréttir - 18.12.1987, Side 10
10
föstudagur 18. desember
inu og lék allt á reiðiskjálfi. Þegar
stýrimaður reis upp aftur, fór hann
að talpípunni og kallaði niður til
skipstjóra. Svaraði hann ekki.
Hljóp þá stýrimaður niður og inn
tii hans. Skipstjóri var þá farinn úr
íbúð sinni. Fórhann þá á stjórnpall
aftur og stóð þá skipstjóri fáklædd-
ur þar, höfðu þeir farizt á mis.
Skipstjóri stöðvaði þegar skipið og
gaf skipun um að hafa bjargbáta
tilbúna, ennfremur að menn yrðu
tilbúnir við loftvarnatækin, ef flug-
vélin kæmi aftur, einnig gaf hann
út neyðarmerki, sem hann og
framkvæmdi samstundis. /.../
Að lítilli stundu liðinni kom Júl-
íus KR. Ólafsson 1. vélstjóri og til-
kynnti skipstjóra, að botnventill
skipsins hefði sprungið og sjórinn
fossaði inn, enda var skipið þá
þegar farið að hallast mikið til bak-
borða. Gaf skipstjóri þá skipun um
að yfirgefa skipið. Var þá fyrst far-
ið að bátum á bátaþilfari og reynt
að koma þeim út. Björgunarbátur
nr. 1 stjórnborðsmeginn reyndist
ómögulegt að koma út vegna halla
skipsins, björgunarbátur nr. 2 bak-
borðsmeginn var allur sundurskot-
inn og því ekki sjófær. Var nú farið
að afturbátnum og þeir látnir síga í
öldustokka hæð. Voru særðir
menn og aðrir skipverjar látnir
fara í bátana og þeir látnir síga í
sjóinn og haldið frá skipinu.
Skammt utar en árásin var gerð,
voru togarar að veiðum." (Virkið í
norðri bls. 78-79.)
Tveir létust, — margir
særðust
Sem fyrr segir tóku þessir ensku
togarar mannskapinn um borð en
að þessu sinni voru einungis tveir
farþegar með Súðinni. Menn segja
að hætta hefði verið á að verr hefði
farið ef fleiri farþegar hefðu verið
um borð.
Tveir menn létust í árásinni á
Súðina; Guðjón Kristinsson og
Hermann Jónsson. Guðjón sem
var við stýrið þegar árásin var gerð
hafði marga áverka en þó var eitt
verst; stórt gapandi sár eftir
sprengikúlu á síðu svo sá inn í
lungu. Bað hann félaga sína að
tefja sig ekki við að sinna sér því að
sér yrði ekki bjargað. Hermann
sem var háseti var að skafa tré á
utanverðri afturhlið stjórnpalls
fékk vélbyssuskot í brjóstið. Hann
mun hafa gengið fimm lengdir sín-
ar að bjargbeltakistunni, setti
sjálfur á sig beltið og féll þar.
Fyrir utan Guðmund særðust
eftirtaldir menn í árásinni: Ög-
mundur Ólafsson 3. stýrimaður
sem fékk skot í öxlina og annað í
gegnum þjóhnappana, Björn
Kjaran 13 ára sonur skipstjórans
særðist er hann var að hreinsa kop-
ar á kistunni bakborðsmegin,
Siglingar á stríðsárunum
Ólafur S. Ólafsson fékk kanónu-
skot í gegnum lærið og Adolf Han-
sen búrmaður.
Sem fyrr segir yfirgáfu allir Súð-
ina og var það ráð tekið að skip-
stjórinn ásamt 2. og 3. stýrimanni
svo og sá hluti skipshafnar sem eft-
ir var færi um borð í togarann War
Grey en enski skipstjóri togarans
ætlaði að bjarga Súðinni og draga
hana í land. Á meðan á flutningun-
um stóð hafði Súðin sigið mikið
niður að aftan og eldur gosið upp á
bátaþilfari. Menn töldu ráðlegt að
bíða átektar og sjá hvað myndi
gerast. Eftir um það bil eina
klukkustund var farið með dráttar-
taugar yfir í Súðina og árangurs-
laus tilraun gerð til að slökkva eld-
inn. Mikill sjór var kominn í aftur-
lestina, frystirúmið, vélarúmið og
kolageymsluna. Skipið hallaðist
mjög mikið. Þegar lagt var af stað
til Húsavíkur var klukkan um
15.30, þ.e. tæpum tveimur klukku-
stundum eftir árásina. Á leiðinni
til lands hélt skipið áfram að síga
að aftan og eldur logaði bæði á efra
og neðra þilfari.
Miklar skemmdir á
skipinu
Seinna kom í ljós að skemmd-
irnar eftir árásina voru mjög mikl-
ar af völdum skothríðar og má
meðal annars nefna að á stjórn-
palli var allt sundurskotið, einnig í
íbúð skipstjórans, í loftskeyta-
klefa, á kistu bakborðsmegin yfir
fyrsta farrými, á þilfarshúsi aftur á,
á aftursiglu, eldhúsljóra, á skjól-
klæðningu að framan miðskipa, á
2. bómu, skot fór í gegnum fyrsta
farrými, skemmdir voru á 2. spili,
á loftventli bakborðsmegin að
framan, á reykháfi og eimpípu til
flautunnar, ljóra og ljóraumbún-
aði á 2. farrými og flísað upp úr
þilfari miðskipa.
Súðin skemmdist líka mikið
vegna bruna, þ.e. bátar og báta-
þilfar brann, svo og matarkassi og
björgunarfleki, neðra þilfar undir
bátaþilfari og þar fyrir framan og
aftan brann, bjargbeltakistan og
það sem í henni var var meira og
minna brunnið, 3. lúga og búlka-
lúgur brunnu, vélarúmsloftljóri
skemmdist og dyraumbúnaður á
flestum hurðum miðskipa
skemmdist.
Flugvélin sem gerði árásina var
þýsk, Focke - Wolf Gondor, fjög-
urra hreyfla en sú tegund var með-
al stærstu árásarflugvéla Þjóðverja
í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var
vopnuð mörgum vélbyssum og
harðskeyttum fallbyssum. Eftir
árásina sáust glöggt merki eftir
ferns konar skot; Skot úr vélbyss-
um, íkveikjukúlur, sprengikúlur
og fallbyssukúlur úr hertu stáli.
Skotgöt eftir árás þýsku flugvélarinnar voru um allt á Súðinni. (Ljósm. Skafti Guðjónsson; Ljósmyndasafnið).
Náði sér að fullu
Guðmundur Valur
Guðmundsson var sem fyrr segir
aðeins sautján ára gamall þegar ár-
ásin var gerð á Súðina, en fæddist
19. maí 1926. „Þetta var fjórða
ferðin mín með Súðinni en ég var
sextán ára gamall þegar ég byrjaði
þar sem þjónn. Áður hafði ég
verið messadrengur á varðskipinu
Þór í nokkra mánuði. Á þessum
árum hafði ég áhuga á sjó-
mennsku, mér fannst þetta vera
ævintýri og fannst einfaldlega
gaman að vera úti á sjó. En ég fór
aldrei á sjóinn aftur eftir árásina.“
Varstu ekkert hræddur að vera
úti á sjó á þessum ófriðartímum
áður en þessir atburðir urðu?
„Nei, aldrei. Ég leit á þetta eins
og hvert annað starf eins og flest
allir aðrir.“
Þó að Guðmundur hafi hlotið
öll þessi sár hefur það aldrei háð
honum. Til gamans má geta þess
að aðeins tveimur árum eftir árás-
ina, þ.e. árið 1945 komst hann í
meistaraflokk Fram í knattspyrnu
og í meistaraflokki lék hann í
fimmtán ár. Svo og keppti hann
lengi á skíðum. Hvernig er þetta
hægt?
„Mín íþróttaiðkun varð þess
valdandi að ég gat náð mínum
styrk aftur því auðvitað varð ég að
vinna upp kraft. Hendin var t.d.
ekki sterk. En þrátt fyrir öll þessi
skotsár þá hafa þau aldrei háð
mér. Ég hef auðvitað ör eftir
sprengjubrot og göt eftir kúlur um
allan líkamann. Það virðist sem
kúlurnar og sprengjubrotin hafi
smogið á milli tauga því ég hef
aldrei fundið fyrir einu né neinu.
Ég var ótrúlega heppinn. Það eina
sem hægt væri að benda á er að
tundurkúlan sem fór í gegnum
hendina á mér eyðilagði eitthvað
svo ég get ekki rétt úr tveimur
fingrum. Ég er og hef verið mjög
hraustur alla mína ævi og hef ekki
yfir neinu að kvarta“ sagði Guð-
mundur að lokum og því er ekki að
neita að hann var ótrúlega heppinn
þegar ein kúlan fór í gegnum hand-
arkrikann því hún fór á ská en ekki
beint. Ef hún hefði farið örlítið
beinna þá væri Guðmundur ekki
til frásagnar í dag.
Á reykháfi Súðarinnar voru mörg göt eftir kúlnahríðina (Ljósm. Skafti
Guðjónsson; Ljósmyndasafnið).