Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Page 14

Fiskifréttir - 18.12.1987, Page 14
14 Siglingar á stríðsárunum föstudagur 18. desember Dettifoss í Hamborg áður en stríðið skall á. skipsfélagi minn sem ekki lifði ár- ásina kallaði, „þarna kom það“ og andartaki síðar skall tundurskeyt- ið á okkur með mikilli sprenginu. Hann hefur væntanlega komið auga á kjölfar tundurskeytisins en þetta gerðist allt á ógnarstuttum tíma og ógerningur var fyrir mann- inn að koma skilaboðum til stýri- manns eða vélstjóra þannig að þeir gætu breytt stefnu skipsins. Kaf- báturinn var það nálægt okkur þegar hann lét skotið ríða af. Happ að skipið var lestað Tundurskeytið lenti á okkur bakborðsmegin og það var okkur til happs að skipið var lestað. Varningurinn í lestinni dró úr krafti sprengingarinnar sem engu að síður var mjög mikil. Það var greinilegt að töluvert gat var kom- ið á skipið því heilmikill varningur flaut strax út um allan sjó. Ég var alltaf á þeirri skoðum að eitt tund- urskeyti gerði endanlega út um skipið og alla sem á því voru, því oft hafði ég séð stærri og meiri skip springa í loft upp eftir að hafa orð- ið fyrir tundurskeyti. En sem betur fer hafði ég rangt fyrir mér hvað þetta varðar og þakka lestuninni að ekki fór verr.“ Hvað var skipið lengi að sökkva? „Það er alltaf erfitt að gera sér grein fyrir tíma þegar svona stend- ur á en Ólafur Tómasson 2. stýri- maður var rétt búinn að líta á klukkuna þegar þetta gerðist og miðað við þann tíma sem hann gaf upp var skipið ekki nema fimm til sex mínútur að sökkva. Margt gekk úr skorðum við sprenginguna. Þilfarsplankar gengu upp, stögin á framsiglunni hrukku í sundur og loftnetið féll niður. Skipið tók strax að halla mikið á bakborða og síga niður að framan. Vegna hallans var ógern- ingur að koma stjórnborðsbátun- um á flot. Því var hafist handa við að ná á flot bátunum bakborðs- megin en það gekk einnig illa. Þó tókst að losa einn björgunarfleka, annar hafði losnað við sprenging- una og með naumindum tókst að losa einn björgunarbát." „Ég fór dýpra og dýpra“ Komust þið strax í bátana eða lentuð þið í sjónum? „Það lentu margir í sjónum og sumir voru þar lengi áður en þeim varbjargað. Þar seméghafði verið á vakt var ég kappklæddur, var í þykkri úlpu sem gerði mér erfitt fyrir í sjónum. Ég stakk mér í sjó- inn af skutnum og vegna þyngdar úlpunnar ætlaði mér aldrei að tak- ast að breyta stefnu minni í sjón- um. Ég stefndi sífellt niður, fór dýpra og dýpra áður en ég gat hreyft hendurnar og sveigt upp á yfirborðið. En það tókst og er ég loksins gat fyllt lungun af lofti hafði kraftur skipsskrúfunnar kastað mér langt frá skipinu og þurfti ég að halda mér lengi á sundi áður en ég náði á björgunarfleka." Hvað hugsa menn á svona stund- um? „Það er um lítið annað hægt að hugsa en reyna að halda lífi. Ég átti í miklum erfiðleikum með úlpuna og reyndi hvað ég gat að klæða mig úr henni. Úlpunni var haldið sam- an með belti en beltissilgjan hafði brotnað nokkru áður og batt ég því beltið saman. Það var sama hvað ég reyndi að leysa hnútinn, það gekk ekki og virtist hann frekar herðast en hitt. Þá ákvað ég að hætta þeim tilraunum enda aldrei að vita nema úlpan og klæðnaður minn hafi haldið í mér lífinu í köld- um sjónum, alla vega gert vistina léttbærari. Margir þeirra sem komust strax í bát eða á björgunar- fleka voru mjög illa klæddir og því fólki leið vægast sagt illa. Ég gafst sem sagt upp við úlpuna og lagði alla orku mína í að synda að næsta björgunarfleka. Og þar sem ég var í sjónum fylgdist ég með Dettifossi hverfa í djúpið. Það var undarleg sjón. Við vorum nýbúnir að setja fánastöng á skut skipsins og þar blakti ís- lenski fáninn við hún og hann var það síðasta sem hvarf í blautan sjó- inn.“ Djúpsprengjum kastað innan um skipbrotsmenn Það voru skip í grenndinni þann- ig að ykkur hefur verið bjargað fljótlega úr sjónum eða er ekki svo? „Það voru skip í grendinni, það er rétt en okkur var samt sem áður ekki bjargað strax. Þeim þótti meiri fengur í að granda kafbátn- um en að bjarga okkur. Það var hrikaleg reynsla að liggja í sjónum og sjá fylgdarskipin sem voru vopnaðir togarar, koma öslandi á móti okkur og kasta nið- ur djúpsprengjum inn á milli skip- brotsmannanna. Ég átti allt eins von á því að þeir myndu sigla yfir mig enda hafði ég heyrt sögur af því, en sem betur fer kom ekki til þess.“ Er ekki mikill þrýstingur sem fylgir djúpsprengjunum? Þess eru dæmi að hnoð hafi losnað í skipum og þau orðið lek við það eitt að djúpsprengju var varpað niður í grennd þeirra og fiskar fljóta upp dauðir eftir djúpsprengjur. Hvernig leið þér í sjónum innan um springandi djúpsprengjur? „Jú þrýstingurinn var ógurlegur Þríú olíuskío sorenad á 10 mínútum — Magnús Þorsteinsson segir frá siglingum íslenskra skipa í skipalestum í stríðinu 13 menn fórust með skipinu er það sökk en sjö mönnum tókst að halda sér uppi á sundi og ná á björgunarfleka sem losnað hafði af skipinu og flaut uppi eftir að Hekla var horfin í hafið. Mikill matar- forði var á flekanum og kom það sér vel því mennirnir sjö þurftu að dvelja í tíu og hálfan sólarhring á flekanum. Vatnsleysi plagaði skip- brotsmennina, en vegna takmark- aðs vatnsforða gripu þeir strax til strangrar vatsskömmtunar og bjargaði sú ákvörðun ugglaust lífi þeirra sem á flekann komust. En hver mannanna fékk einungis einn desflítra vatns á sólarhring. Aðeins var eftir vatn til tveggja sólarhringa þegar breskt herskip sá ljósmerki frá flekanum, aðfara- nótt 10. júlí. Herskipið bjargaði mönnunum sjö sem allir voru þrekaðir eftir mannraunina. Einn skipbrotsmannanna var það langt leiddur að hann lést fimm dögum eftir að herskipið bjargaði þeim af flekanum. Skjóta fyrst og spyrja svo Já, íslenskum kaupförum var mikil hætta búin á hafinu á þessum ófriðartímum en siglingarnar voru nauðsynlegar bæði fyrir Islendinga og bandamenn. Þótt skipin okkar færu yfirleitt tóm eða lítið hlaðin yfir hafið fluttu þau endrum og sinnum matvæli, einkum fisk, til Bretlands og heim fluttu þau nán- ast allar nauðsynjar, smíðavið, korn, matvæli og bíla frá Banda- ríkjunum. Einskipa gátu kaupskipin okkar tæpast verið í siglingum, afdrif Heklu undirstrikuðu það. íslensku skipin voru reyndar ekki feitur biti fyrir Þjóðverja en á stríðstímum þykir betra að skjóta áður en vissa er fengin hvort um óvin sé að ræða eða ekki því bandamenn, rétt eins og Þjóðverjar áttu það til að dul- búa djúpsprengjubúin kafbátaleit- arskip sín sem saklausa togara eða kaupskip hlutlausra þjóða. Það varð því úr að bandamenn ákváðu að veita íslenskum skipum vernd yfir hafið. Alla jafna var siglt í tveimur áföngum. Hinn fyrri var til Bretlands, yfirleitt til Skot- lands, þar sem slegist var í för með stærri skipalest yfir til Bandaríkj- anna. Þann 27. júní 1941 lagði flutningaskipið Hekla frá Reykjavík og var leiðinni heitið vestur um haf en til Bandaríkjanna átti að sækja mat og aðrar nauðsynjar. Ferðin gekk vel fyrstu tvo dagana en á þriðja degi, 29. júní um klukkan 15.00 hafði þýskur kafbáta- foringi Heklu í miði sínu og skaut hann tundurskeyti að skipinu. Skeytið tætti kjöl Heklu í sundur að framanverðu og alveg aftur að vélarrúmi. Mikill sjór komst í skipið, það stakkst á stefnið og á tveimur mínútum hvarf það í haflð. Breskir sjóliðar við loftvarnarbyssu á skipi sínu, sem var eitt verndar- skipa stórra skipalestar.

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.