Fiskifréttir - 18.12.1987, Síða 16
16
föstudagur 18. desember
Siglingar á stríðsárunum
við kafbátaleit. Petta voru litlar
flugvélar og var þeim skotið af
skipunum með einhverskonar
teygju af sérsmíðaðri rennibraut
sem komið var fyrir fremst á skip-
unum. Reyndar var notkun flug-
vélana háð staðsetningu skipanna
því ekki var hægt að lenda vélun-
um aftur á skipunum og því áttu
flugmennirnir líf sitt undir því að
hægt væri að fljúga þeim til lands
og lenda þar áður en eldsneytið
þraut. Vélunum var gjarnan skip-
að um borð í einhverri höfninni
áður en lagt var af stað og þótt þær
bæru ekki djúpsprengjur reyndust
þær oft vel í leitinni að kafbátum.
Siglingarnar í skipalestunum
voru oft mjög erfiðar því ratsjáin
var ekki komin í gagnið á þessum
árum og ef það gerði langvarandi
þoku villtust skipin tvist og bast
um allan sjó. Sífellt þurfti að fylgj-
ast með næsta skipi fyrir framan og
var stöðugt samband milli brúar-
innar og vélarrúmsins. Þá var ekki
símsamband milli vélar og brúar,
það var flautað í pípu og hraða-
breytingarnar kallaðar niður. Nú
til dags þættu þessar breytingar
flestar litlar og smásmugulegar,
því þær voru gjarnan frá fimm til
tíu vélarsnúningum allt niður í tvo
eða jafnvel einn snúning.
Öllu stjórnað með
merkj aflöggum
Stefnubreytingar skipalestar-
innar voru einnig erfiðar. Þær fóru
allar fram með merkjaflöggum.
Fimm flögg sögðu til um hvenær
ætti að skipta um stefnu, önnur
fimm gáfu nýju stefnuna til kynna
og fimm þau síðustu gáfu til kynna
hver hraðinn ætti að vera eftir
stefnubreytinguna. Og þegar tími
var kominn var mjög áríðandi að
öll skipin breyttu stefnu sinni á
sama tíma. Þá flautaði forustu-
skipið, eitt stutt ef beygja átti á
stjórnborða en tvö stutt ef stefna
átti á bakborða. Þegar merkið
kom áttu öll skipin að vera við-
búin og beygja á sama tíma. Það
kom stundum fyrir að einstaka
skip varð seinna að taka við sér en
önnur í lestinni og slíkum seina-
gangi fylgdi mikil árekstrarhætta."
Varla hafa stefnubreytingar
verið mjög algengar?
„Nei og þær voru aldrei gerðar
að ástæðulausu, yfirleitt ekki
nema kafbátar lægju fyrir skipa-
lestinni.
Það var ógerningur fyrir her-
skipin að sökkva kafbát sem var í
skipalestinni miðri því krafturinn
af djúpsprengjunum var slíkur að
skipin hristust öll til og fóru oftar
en ekki að leka við þrýstinginn af
sprengjunum. Á þessum tíma voru
öll skip hnoðuð og hnoðin vildu
losna við djúpsprengjurnar. Eina
Magnús (annar frá hægri) ásamt skipsfélögunum af Goðafossi slaka á eftir erfiða siglingu yfir hafið. Myndaðir
uppi í Empire State byggingunni í New York. Frá vinstri: Svanberg Haraldsson, Ragnar Kjærnested, Arnar
Gíslason, Árni Jón Jóhannsson, Magnús Þorsteinsson og Sivar Hjelm (Færeyingur).
Þessa mynd tók Magnús af Brúarfossi, sem jafnan var samsíða Goðafossi í
skipalestunum. Af myndinni má sjá hve stutt var á milli skipanna.
Við vorum nýbúnir að fá björgun-
argalla, samfestinga með stígvél-
um og voru gallarnir uppreimaðir
og með ljósi og flautu til að vekja á
sér athygli í sjónum. Gallarnir
voru ákaflega klossaðir og veru-
lega erfitt að hreyfa sig í þeim. í
hreinskilni sagt held ég að ófáir
hafi hreinlega sokkið í þeim.
En klæddir göllunum biðum við
en ekki eftir því að verða skotnir
niður. Kafbáturinn hafði áður færi
á okkur en hélt áfram, greinilega
til að skjóta á önnur stærri og mik-
ilvægari skip. Enda leið ekki lang-
ur tími þangað til fyrsta skipið fór
og það var olíuskip.
Afturhlutinn flaut
logandi framhjá okkur
Við vorum á leiðinni vestur og
olíuskipin voru því tóm en fyrir
vikið varð sprengingin meiri. Skip-
ið varð alelda og sprengingin slík
að flest skipin í lestinni fundu fyrir
ráðið til að losna við kafbátinn var
því með stefnubreytingu og ef
hann fór undan lestinni reyndu
herskipin að koma honum fyrir
kattarnef.“
Sáum kafbátinn í
tunglsljósinu
En ef kafbátur var kominn undir
skipalestina, gat hann þá athafnað
sig þar í friði?
„Já, en sjaldnast skutu þeir í all-
ar áttir. Stærstu og mikilvægustu
skipin voru alltaf höfð næst for-
ystuskipinu sem var fremst í
miðjuröðinni. Það var því ekki
ýkja fýsilegt að skjóta öftustu og
minnstu skipin niður, þau voru alla
vega látin mæta afgangi.
Sem betur fer kom það ekki oft
fyrir að kafbátur kæmist undir lest-
ina en mér er sérlega minnisstætt
þegar þrjú stór olíuskip voru skot-
in niður á tíu mínútum fyrir framan
augun á okkur og reyndar tel ég
mig hafa séð kafbátinn renna sér
fram hjá okkur og fram eftir skipa-
lestinni.
Það var að nóttu til, í fullu tungli
og glampandi tunglskini að ég var
á bátadekkinu ásamt fleiri skip-
verjum, þegar við þóttumst sjá
sjónpípu kafbáts rétt við hliðina á
okkur. Við gátum lítið gert, ekki
var hægt að setja upp merkjaflögg í
myrkrinu og breyta um stefnu, það
var því ekki um annað að ræða
fyrir skipalestina en að sigla áfram
og vona það besta."
Hvernig tilfinning er að vita af
kafbát innan um skipin og geta
ekkert gert til að losna við hann?
Biðuð þið einungis eftir því að
verða skotnir niður?
„Tilfinningin er illskýranleg.
Magnús Þorsteinsson: „Við gátum
ekki annað gert en að horfa á skip-
in sökkva og vona að ekkert kæmi
fyrir okkur.“ Ljósm. Gunnar
Gunnarsson)
henni og á næstu tíu mínútum fóru
tvö olíuskip til viðbótar niður og
afturhluti eins þeirra flaut logandi
aftur með lestinni, fram hjá Goða-
fossi.
Það er nánast ógerningur að lýsa
líðaninni meðan á öllu þessu stóð.
Fyrir það fyrsta var ég nánast ungl-
ingur á þessum tíma og þótti mér
stríðið spennandi í aðra röndina,
því er ekki að leyna. En á stundum
sem þessari var maður óneitanlega
minntur á stríðið og það sem allt
eins gat komið fyrir okkur. Við
ungu og ólofuðu mennirnir áttum
auðveldara með að skilja alvöruna
og áhyggjusvipinn sem greiptur
var í andlit fjölskyldumannanna
um borð. Við sáum hvernig eitt
tundurskeyti gat farið með stærri
og sterkari skip en Goðafoss og
vissum að ekki var spurt að leiks-
lokum yrðum við hæfðir, það var
ljóst.“
Hvað varð um áhafnir olíuskip-
anna og annarra skipa sem skotin
voru niður? Reynduð þið eða önn-
ur skip að leita manna í sjónum?
„Nei, við einfaldlega máttum
það ekki. Það sem við gátum gert
var að horfa á skipin sökkva og
vona að ekkert kæmi fyrir okkur.
Við þurftum að halda stefnu og
réttri fjarlægð miðað við önnur
skip. Ef eitthvert skipanna hefði
stoppað eða breytt stefnunni hefði
árekstrarhættan verið mikil og það
var ekki á bætandi að missa skip í
árekstri. Þess vegna var óbreyttum
skipum hreinlega bannað að
stunda björgunarstörf, til þeirra
starfa voru sérstök björgunarskip
sem voru venjulegast aftast í miðri
skipalestinni. Þau höfðu það hlut-
verk að bjarga mönnum úr sjón-
um. Reyndar held ég að meiri
fengur hafi þótt í grönduðum kaf-
bátum en skipsbrotsmönnum sem
bjargað var úr köldum sjónurn."
Og bjöguðust margir af olíu-
skipunum þremur?
„Það veit ég ekki, slíkt var aldrei
gefið upp. Við vissum af skipunum
sem fóru niður en aldrei hversu
margir voru á þeim, né hvað mörg-
um var bjargað.“
Þýddi ekki að vera
lausmáll
En þið hafið getað slappað af í
landi þrátt fyrir taugatrekkjandi
siglingar yfir hafið?
„Já, það gátum við. Stoppin
voru miklu lengri en nú gengur og
gerist. Ameríka var líka laus við
átök og varla hægt að merkja það
að háð væri stríð í Evrópu.
Reyndar þóttumst við verða
varir við að fylgst væri með okkur
enda þýddi ekki að vera lausmáll á
þessum tímum. Það var hernaðar-
leyndarmál hvenær skipalestirnar
legðu úr höfn, hve mörg skipin
væru eða hefðu verið. Það var
einnig illa séð ef við tókum að okk-
ur að flytja bréf eða böggla yfir
hafið og reyndar var slíkt bannað
og gat því bendlað mann við njósn-
ir. Ameríkanar vöruðu alla sjó-
menn á verslunarflotanum að tala
við grunsamlega menn því aldrei
var að vita hvar njósnarar leynd-
föstudagur 18. desember
17
Texti: Þorsteinn G. Gunnarsson
ust. Það var heldur ekki vel séðað
sjómenn færu inn í þýska hverfið í
New York enda gerði það lítið til
því nóg var af öðrum og forvitni-
legri stöðum í borginni.
Þokubaujan
Stoppin í höfnunum erlendis
gáfu siglingunum mikið gildi og
einnig þótti mér skemmtilegt að
fylgjast með tækninýjungunum
sem stríðið fæddi af sér. Þegar við
vorum að sigla í þoku voru alltaf
menn frammi á stefninu sem fylgd-
ust með svokallaðri þokubauju en
það var tréfleki sem skipin drógu á
eftir sér í 100 faðma löngum bauju-
vír. Aftan úr flekanum kom
tveggja metra langur planki og á
enda hans var skófla úr járni. Hún
Myndin sýnir hluta af skipalest á leið yfir hafið.
vísaði niður og safnaði í sig sjó sem
fékk útrás út um fjögurra sentí-
metra rauf við enda plankans og
vegna ferðar skipsins spýttist sjór-
inn hátt upp frá þokubaujunni.
Með þessu fylgdumst við í þok-
unni.
Markmiðið var að missa ekki
sjónar á þokubaujunni, vera
hvorki of langt frá henni né of ná-
lægt. Þegar þokubaujan var farin
að nálgast stefnið var mál að draga
örlítið úr ferðinni, ekki þó það
mikið að við misstum sjónar á
henni. Ef það gerðist þurfti að
auka ferð skipsins eins fljótt og
unnt var.
Reyndar kom það einu sinni
fyrir okkur rétt fyrir stríðslok að
týna skipalestinni í mikilli þoku.
Þegar þokunni var að létta vorum
við á dóli með fáeinum skipum en
höfðum ekki hugmynd um hvar
skipalestin var. Vissum við þá ekki
fyrr en eitt af vopnuðu fylgdarskip-
unum kemur öslandi í áttina til
okkar og segir okkur að halda í
ákveðna átt, þar sé skipalestin
þetta langt frá okkur. Mér og
reyndar öðrum skipverjum kom á
óvart að þeir skildu finna okkur
því ennþá var mikil þoka, þótt hún
væri ekki eins dimm og hún hafði
verið. Sigurður Gíslason skipstjóri
hafði á orði hversu góðir sjómenn
Bretarnir væru en skýringin var
einföld, þeir voru búnir að finna
upp ratsjána og með hjálp hennar
varð þeim ekki skotaskuld úr því
að finna okkur í dimmustu þoku.
I stríðinu leyndust því jákvæðir
hlutir innan um allar hörmungarn-
ar. Það leið ekki langur tími frá
stríðslokum þar til ratsjá var kom-
inn í flest skip og það var sjó-
mönnum sannarlega til góðs.“
Duratin, - endingargóði öngullinn
frá Mustad færir þig inn i
framtiðina.
Duratin, - er nútímahúðun á önglum sem þróuð hefur verið hjá
Mustad, til að bæta útlit önglanna, auka endingu, og gera þá mýkri og
oddhvassari. Framleiddir með mikilli leynd, og undir ströngu gæðaeftirliti
sem hæfir nútímakröfum.
Duratin, - endingargóðu önglarnir, verjast betur ryði, eru sterkari og
fjaðurmagnaðri en þeir önglar sem þu hefur áður séð, notað eða kynnst.
Duratin, - önglar, kostir þeirra eru:
að gera vinnuna auðveldari, af því að húðun þeirra er betri, og þeir eru mýkri og
oddhvassari.
auka veiðimöguleikana, vegna mikillar fjaðurmögugnar og styrkleika.
- minnka kostnað, vegna áreiðanleika og lengri endingar.
Duratin, ~ endingargóðu önglarnir munu örugglega gera veiðamar hagkvæmari. Reyndu þá
þú sérð ekki eftir þvi.
MUSTAD LOIMG LIFE SEA HOOKS
■*
• i
.