Fiskifréttir - 18.12.1987, Síða 20
20
föstudagur 18. desember
Tækninýjungar
Roðflettivél og flokkunarkerfi
Hollenska fyrirtækið MEYN
hefur nýverið hafið framleiðslu á
roðflettivélum sem sagðar eru sér-
lega hentugar við roðflettingu á
flatfiski, en hann er sem kunnugt
er vandmeðfarinn í vinnslu.
Pessar roðflettivélar eru sagðar
fjarlægja roðið án þess að spilla
útliti flakanna. Vélarnar eru með
útbúnaði, sem hreinsar rafabeltin
af með sérstökum burstum þannig
að stærð flaka skiptir ekki máli.
Þess má geta að Glettingur hf. í
Porlákshöfn hefur nú þegar fest
kaup á svona vél, að sögn sögn
talsmanna Plastprents hf.,sem er
umboðsaðili fyrir vélar frá MEYN
hér á landi.
Roðflettivélin frá MEYN.
Þá má nefna, að MEYN fyrir-
tækið framleiðir tölvustýrð vogar-
og flokkunarkerfi, sem byggja á
færiböndum, sem komið er fyrir í
lofti eða með veggjum þannig að
gólfpláss nýtist til fullnustu. Þessi
frá MEYN
kerfi flytja vöruna (t.d. fiskflök
eða kjúklinga) í klemmum eða
bökkum sem hanga niður af færi-
bandinu. Sérstök vog sér svo um
að vigta vöruna á færibandinu og
tölva skráir allar upplýsingar og
sér um að varan sé losuð á réttri
vinnustöð. Eftirlosun gengurfæri-
bandið inn í þvottastöð þar sem
bakkarnir eða klemmurnar eru
þvegnar.
Loks má nefna, að MEYN hefur
nú þegar þróað og hafið fram-
leiðslu á sérstöku beinaleitartæki
fyrir kjúklinga og auk þess segjast
þeir vera að ljúka þróun svipað
beinaleitartækis fyrir fiskflök. Þá
er einnig í smíðum hjá hollenska
fyrirtækinu flökunarvél fyrir flat-
fisk.
Draugar,
svipir ^
dularfull0
fyrirbrigoi
Eins og nafn bókarinnar ber með sér fjallar hún um ýmsa yfirnáttúrlega atburði.
Atburði sem ómögulegt er að skýra, eru oft ótrúlegir en samt sem áður sannir. Hér
segir frá mögnuðum draugagangi bæði til sjós og lands, undrum og ógnum.
Höfundar bókarinnar leituðu víða fanga við efnisöflun í bókina og það var eftir
þeim haft að það hefði komið þeim á óvart hversu margt fólk hefði orðið fyrir
dulrænni reynslu á einn eða annan hátt, hve lífseigar sögur af draugum, sviþum
og dularfullum fyrirbrigðum væri og hversu víða slík fyrirbrigði hefðu
komið við sögu.
Kaflafyrirsagnir bókarinnar segja nokkuð til um efni hennar en þær eru:
• Hefndarhugur • Draugabæli • Undur og ógnir • Sjódraugar • Fardraugar •
Vofur af valdaættum • Vinir og elskhugar í vofulíki.
Kerfið flytur fiskinn á klemmum.
Fiskmarkaður
Norðurlands
75 tonn á
einni viku
í síðustu viku (7.-11. des.) voru
seld 75 tonn af fiski á Fiskmarkaði
Norðurlands. Þar af voru 73,7
tonn óslægður þorskur að verð-
mæti 2.467 þús. kr. eða 33,46 kr/
kg meðalverð. 1 tonn keila óslægð
fyrir 15 þús. kr. eða 14,52 kr/kg og
0,4 tonn ósl. ýsa á 14 þús. kr. eða
35,80 kr/kg meðalverð.
Að sögn Sigurðar P. Sigmunds-
sonar framkvæmdastjóra Fisk-
markaðs Norðurlands eru þeir ein-
göngu að selja af línubátum og
helstu viðskiptabátarnir eru Frosti
og Sjöfn frá Grenivík og auk þess
Glaður HU, Særún EA og Svanur
EA.
• Rafmagnsmótorar
• Gírmótorar
• Hraðabreytar
• Snekkjudrif
• Vökvamótorar
• Tengi
• Tannhjól
• Keðjur
• Plastreimar
• Ryðfríar reimar
• PVC.reimar
SEUUM EINNIG
hluti til framleiðslu
á færiböndum
[ EIGUM Á LAGER |
rafmagnsmótorar
0,12 KW-55 KW.
Box 4413 Knarrarvogi 4
l 124Reykjavík \
\> —V