Fiskifréttir - 18.12.1987, Qupperneq 26
26
föstudagur 18. desember
djöfullega. Það var lítið, um svefn
dögum saman því að þá voru vöku-
lögin ekki gengin í gildi. Við feng-
um kannski að blunda 1-2 tíma á
sólarhring. Ef ekkert var í troilinu,
eða hafðist undan áður en híft var.
fékk maður þó stundum smá hvt'ld.
Ég tók upp á því til að auðvelda
mér að vakna að fjarlægja matress-
urnar úr kojunni. Ég lagðist á ber-
ar kojufjalirnar í stígvélunum og
stakknum og með sjóhattinn á
hausnum til þess að vera nógu
fljótur að hafa mig upp þegar kall-
að væri. Ég var ekki einn um þetta
en aðrir lögðu sig bara undir hval-
bak eða einhvers staðar á dekkinu
ef færi gafst til smáhvíldar."
Svanhildur Bogadóttir skrifaði
fyrir tveimur árum ritgerð við Há-
skóla íslands um aðbúnað á síðu-
togurunum og byggði mest á sam-
tölum við gamla sjómenn. Við
skulum sjá hvað einn þeirra, Sigur-
jónStefánsson, hefurum aðstæður
í lúkarnum að segja:
„Svo var nú mikið um það, að
þegar verið var að toga í vondum
veðrum að menn fengju á sig sjó og
fóru margir á bólakaf. Og þá urðu
menn náttúrulega að fara frammí
og hafa fataskipti og hengja fötin
sín í kringum ofninn. Erfitt var að
þurrka svona mikið af fötum í
einu. Lúkarinn var eiginlega ekk-
ert annað en tómar snúrur. Rakt
loft og daunillt. Engin Ioftræsting,
nema uppgangurinn var hafður
opinn."
Sóðaskapur var mikill
Magnús Runólfsson segir svo
um aðstæður í lúkarnum:
„Kolin í ofninn voru geymd í
mjóum bekkjum fyrir framan koj-
urnar aftast og þar lá stiginn niður.
Þegar ég kom um borð var engin
koja laus nema sú neðsta undir
stiganum og varð ég að sofa í henni
þó að hún væri sú langversta í lúk-
arnum.
Sóðaskapur var mikill. Karlarn-
ir óðu niður í slorugum stökkunum
og þegar þeir voru að þvælast nið-
ur stigann lak gumsið af þeim fyrir
framan kojuna mína eða kannski
inn í hana. Þeir voru þá að skreppa
niður til að láta á baukinn sinn og
þótti ekki taka því að fara úr. Sum-
ir voru náttúrulega þrifnari og fóru
alltaf úr stakknum uppi.
Sá sem „átti lúkarinn" þurfti að
skúra tvisvar í viku og sjá um að
hafa bekkina alltaf fulia af kolum.
Þegar verið var að sturta í kola-
bekkina vildi salli eða moli og moli
slæðast inn í kojuna mína og þegar
askan var borin upp þyrlaðist
stundum úr fötunni. Kojan mín
var því engin þrifastaður og ekki
bætti slagvatnsfýlan úr skák.
Lúkarinn var einn geimur, sem yfir
2o manns sváfu í, svo að hann var
yfirleitt fullur af drasli og dóti sem
fylgdi þeim. En þetta þótti miklu
betra en var á skútunum í gamla
daga því að þar sváfu tveir menn í
hverri koju.
Oft var ég kominn að því að gef-
ast upp fyrsta árið en þá minntist
ég alítaf krakkanna í Vesturbæn-
um og sá fyrir mér glottið á þeim.
þegar ég kæmi heim og hefði gefist
upp, svo ég harkaði alltaf af mér og
fór aftur. Ég hafði miklast af tog-
arasjómennsku minni og jafnaldr-
ar rnínir öfunduðu mig. Mér var
það óbærileg tilhugsun að játa
uppgjöf mína fyrir Vesturbæjar-
strákunum. Ég, sem hafði veríð
hetja, yrði hafður að háði og
spotti. Mikið yrði mitt fail. Það
mátti aldrei verða."
Að hægja sér upp í
vindinn
Á þessum gömlu togurum var
hvergi hægt að geyma stakka, stíg-
vél og sjóhatta inni við heldur varð
að raða þeim upp undir hvalbak-
inn, þegar menn fóru niður til að
sofa. Þar beinfrusu sjóklæðin, ef
frost var. og má nærri geta að ekki
hefur verið þægilegt að klæðast
þeim á nýjan leik.
Salernisaðstaða á gömlu togur-
unum var bágborin og stundum
fyrir neðan allar hellur. Á sumum
togurum var kamar í járnklefa upp
í eða undir hvalbaknum sem hrím-
aði allur að innan þegar frost var.
Þar inni var fata en undir hælinn
lagt hvort henni fylgdi tréseta eður
ei - oft var alls konar óviðkomandi
drasl inni í þessum klefa. Á sumum
skipunum var engin salernisað-
staða, nema kannski fyrir yfir-
menn uppi hjá skipstjóra, og urðu
hásetar þá að gera þarfir sínar út
fyrir borðstokkinn, þó að vonsku-
veður væri, eða þá að koma sér í
mjúkinn hjá kyndurunum og fá að
athafna sig í fírplássinu. í fyrr-
nefndri ritgerð Svanhildar er þetta
haft eftir Bjarna Þorsteinssyni sjó-
manni:
Það er alveg furðulegt að það
skyldu ekki verða fleiri slys eða
menn hverfa, við þær aðstæður
sem maður var stundum við.
Hangandi aftan á rekkverki, eng-
inn vissi af manni, það hefur verið
algjör hryllingur... í hvernig veðri
sem var. Auðvitað var ekki spurt
að veðri, þegar menn þurftu að
fara út og hægja sér..."
Svefn og vinna
Aftur í togurunum voru vistar-
verur yfirmanna. I káetunni voru
kojur á tveimur hæðum og þar
sváfu 2. stýrimaður. 2. vélstjóri,
bátsmaður og kokkur eða kokkar.
í tveimur herbergjum til hliðar
sváfu svo 1. stýrinraður og 1. vél-
stjóri en svo lítil voru þau að ekki
komst þar annað fyrir en koja og
mjór bekkur fyrir framan. Skip-
stjóri og loftskeytamaður sváfu í
sérherbergjum uppi. Einnighöfðu
kyndarar klefa fyrir sig.
Yfirmennirnir borðuðu í káetu
og hásetar í borðsal sem var uppi
fyrir aftan eldhúsið. Svo lítið
gólfpláss var í káetunni og borð-
salnurn að allir urðu að standa upp
ef einhver þurfti að komast inn
fyrir. Kojurnar í káetu voru eins og
lokrekkjur, sem hægt var að renna
hurð fyrir, og þar inni voru sérstök
ljós. Annars var ekki mjög þægi-
legt að eiga vist í káetu því að þar
var sífelldur erill af snæðandi
mönnum og hávaði frá vélum
skipsins.
Eins og áður sagði tryggðu
vökulögin 6 tíma hvíld á sólarhring
en eftir sem áður gat verið mikill
þrældómur um borð þannig að
menn höfðu Iítinn tíma til skemmt-
unar svo sem spilamennsku eða
Yfirmenn á Helgafelli matast í káetunni arið 1946. Lengst til vinstri er
skipstjórinn í þessum túr, Þorsteinn Einarsson, og honum við hlið 1.
stýrimaður, Jón Þorvaldsson. Ekki hefur tekist að nafngreina manninn
lengst til hægri. Hér virðist vera bæði sulta og pickles á borðum sem ekki
sést í borðsal háseta. í baksýn sést inn í tvær kojur en í káetunni sváfu 2.
stýrimaður, 2. vélstjóri, kokkur og bátsmaður.
bóklesturs. Aðstæður til slíks voru
líka harla lélegar eins og fram hef-
ur komið, ekkert borð í lúkarnum
og engin kojuljós. Svo notuðu
menn hvert tækifæri til svefns
þegar tími gafst.
Veislumatur á hverjum
degi
Eitt ber mönnum saman um og
það er að matur var nægur og góð-
ur um borð í togurunum og voru
það mikil viðbrigði frá skútunum.
Þetta var eitt af því sem gerði tog-
arapláss eftirsótt, einkum fyrir
menn sem ekki höfðu vanist að fá
kjöt nema kannski um hátíðir.
Endurminningar Einars Ólafsson-
ar í Lækjarhvammi komu út í fyrra
en hann var á togurum á yngri ár-
um. Hann segir svo urn matartíma
Og mataræði um borð í bv, Maí:
„Matmálstímarnir um borð
voru svipaðir og þjóðin hefur í
dag, en þá voru þeir enn mörgum
framandi. Klukkan níu fengum við
kaffi eða kókó, og skonrok eða
kringiur með. Skonrok var hvítt
þurrkað brauð eins og kringlurnar.
Matsalur háseta á Helgafelli
(áður Surprise) árið 1946. Á borð-
inu sjást ýniis matarílát svo sem
diskar, tvö föt, annað sennilega
með saltkjöti í en hitt með kartöfl-
um, tvær grautartarínur, víðar í
botninn en mjókka upp, og drykkj-
arkrúsir. Á veggnum er útvarps-
tæki og tvær luktir. Til vinstri á
myndinni sitja Gísli Guðmundsson
frá Hellu í Hafnarfirði, Jón Jó-
hannesson frá Hamri í Hafnarfirði
og Leifur Jónsson frá Isafirði, síð-
ar skipstjóri. Til hægri á myndinni
(talið inneftir) eru Guðmundur Jó-
hannsson frá Gerðinu í Hafnar-
firði, Þórarinn Torfason frá Vest-
mannaeyjum og Jakob Þorsteins-
son frá Hafnarfirði.
en það var ferningur. á stærð við
brauðsneið. Klukkan tólf var há-
degisverður og þá fengum við
súpu, kjöt og kartöflur. Það voru
viðbrigði að fá kjöt upp á hvern
einasta dag. Við fengum ýmist
saltkjöt með súrsuðu grænmeti
(pickles) eða nýtt nautakjöt með
sultutaui. Klukkan þrjú var boðið
upp á kaffi með skonroki eða
kringlum. Klukkan sex að kveidi
fengum við síðan tiskmáltíð. og
alltaf var jafnframt boðið upp á
brauð með dýrindis áleggi. Klukk-
an átta útbjó stjúi (matsveinninn)