Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Page 27

Fiskifréttir - 18.12.1987, Page 27
föstudagur 18. desember 27 kvöidkaffi og gekk síöan til koju, en sérstakur maður háföi til nætur- te um miðnættið fyrir þá sem voru á vakt, og með því fengum við kalt kjöt og brauð. Það var mikil sæla að geta troðið í sig daglega eins mikið af veislumat og mann lysti. Eg tók út mikinn líkamlegan þroska fyrstu árin sem ég var á tog- ara. og þetta góða fæði átti eflaust sinn þátt í því." Bylting með nýsköpuninni Ný vökulög komu árið 1942 sem tryggðu 12 tíma hvfld á sólarhring og eftir stríð komu nýsköpunar- togararnir. Hvort tveggja hafði í sér fólgna byltingu fyrir íslcnska togarasjómenn. Nýsköpunartog- ararnir voru helmingi stærri en þeir gömlu og því hægt að hafa mun betri aðstæður fyrir mann- skapinn auk þess sem tíðarandinn var orðinn annar.. í þessum nýju togurum var lúkarinn hólfaður í 4 herbergi og í hverju þeirra voru kojur á tveimur hæðum fyrir 4-8 háseta. í herbergjunum var fata- skápur fyrir hvern mann og koju- Ijós við hvert rúm og auk þess voru borð í herbergjum háseta og bekk- ur við það. Þar voru einnig ofnar frá miðstöðvarkyndingu og í koj- unum lofttúður þannig að hægt var að tempra hita og hafa góða loft- ræstingu. í sumum togurunum var jafnvel vaskur með rennandi vatni inn í sjálfum herbergjunum. Þá vár sú nýjung að setustofa var í ný- sköpunartogurunum og í borð- salnum voru tvö borð til að snæða við í stað eins áður. Þar var líka útvarp fyrir háseta eða hátalari frá útvarpi og oftast var tekinn bóka- kassi meö í túrana. Þá var upphituð stakkageymsla með hillum og snögum bæði frammí og afturí, og var það gífur- leg framför. Með nýsköpunartog- urunum varð líka bylting í hrein- lætismálum. Salerni voru bæði frammí og afturí og einnig sturtur og margir vaskar með sjálfrenn- andi heitu og köldu vatni. En þó að framfarir hafa orðið miklar eftir stríð í aðbúnaði sjó- manna éru þær þó ekki svipur hjá sjón miðað við það sem nú gerist best - en það er önnur saga. Ónafngreindur hjálparkokkur, sennilega á Garðari, á fullri ferð með kaffikönnutyi. Hér er Guðbjartur Ásgeirsson kokkur við pottana, sennilega á Garðari, en hann tók myndirnar sem birtast með greininni. Safn hans er stórmerki- legt og er nú geymt að miklum hluta í Þjóðminjasafninu og eru upp- lýsingar um myndirnar fengnar þaðan. Gámar Útvegum flestar gerðir gáma (containers) frysti- og kæligámar 20 og 40 feta. Einangraðir gámar fyrir ferskan fisk 20 feta. Þurrgámar 10, 20 og 40 feta. Flestar gerðir sérhæfðra gáma, nýir og notaðir. Leigjum einnig út 20 feta kæli- og frystigáma. Bakkavör hf. Mýrargötu2, 101 Reykjavík Sími (91)25775 SAMÁBYRGÐIN FYRIR ÚTGERÐARMENN: Skipatryggingar, Ábyrgðartryggingar út- gerðarmanna, Slysatryggingar sjómanna, Farangurstryggingar skipshafna, Afla- og veiðarfæratryggingar, Endurtryggingar fiskiskipa undir 100 rúmlestum, Rekstur Aldurslagasjóðs fiskiskipa. FYRIR SKIPASMÍÐASTÖÐVAR: Ábyrgðartryggingar vegna skipaviðgeröa, Nýbyggingatryggingar. Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum: Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, Reykjavik Bátatrygging Breiöafjaröar, Stykkishólmi Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði Vélbátatrygging Eyjafjaröar, Akureyri Skipatrygging Austfjarða, Neskaupstað Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík

x

Fiskifréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.