Fiskifréttir - 18.12.1987, Page 28
28
Fiskmarkaðir
föstudagur 18. desember
VEST-JET
Dælur á mjög hagstæðu verði
GERÐ: VR-G 103
Einar Farestveit&Co.hf.
Til afgreiðslu strax
Verð kr. 37.900 án sölusk.
Rústfríar miðflóttaaflsdælur
Afköst 30 m3/klst við 10 m/s
BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI
Sendum sjómönnum,
fiskvinnslufólki og
fölskyldum þeirra um
land allt bestu jóla- og
nýársóskir
Maskinfabriken JAM A/S
Alsvej 2 - DK-5800 Nyborg
Denmark
Telf. 09 - 31 16 17 -Telex 50 471
Telefax: 09 - 31 23 25
Boðið í físk með
aðstoð tölvu!
Fiskifréttir heimsækja Fiskmarkað Norðurlands hf.
Eftir mjög rólega byrjun, hefur Fiskmarkaður Norðurlands hf.
á Akureyri, nú tekið góðan kipp og nýlega voru þar seld 25 tonn af
þorski á einum og sama deginum og í vikunni þar á undan voru
seld tæp 73 tonn af þorski. Það eru línubátarnir fyrir norðan sem
beint hafa viðskiptum sínum til markaðarins og framkvæmda-
stjórinn, Sigurður P. Sigmundsson, gerir sér góðar vonir um að
þetta aukna magn sé aðeins vísbending um það sem koma skal.
„Risarnir“ fyrir norðan kaupa nú físk á markaðnum og forráða-
menn Fiskmarkaðar Norðurlands hf. vonast til þess að þessi stóru
fyrirtæki bjóði fljótlega físk til sölu. Vitað er að mörg fyrirtæki,
s.s. Útgerðarfélag Akureyringa hf., hafa hug á að fara út í aukna
sérhæfíngu en það myndi skapa svigrúm til þess að bjóða ýmsar
aukategundir til sölu á markaðnum.
Undirbúningur að stofnun
Fiskmarkaðar Norðurlands hf. á
Akureyri, hófst fyrir u.þ.b. einu
ári síðan, að frumkvæði hafnar-
stjórnarinnar. Ákveðið var að
skipa undirbúningsnefnd og skil-
aði hún áliti 2. febrúar sl. Hug-
myndum undirbúningsnefndar-
innar var svo vel tekið að ákveðið
var að halda áfram og var Fisk-
markaður Norðurlands hf. stofn-
aður 3. maí sl.
Að sögn Sigurðar P. Sigmunds-
sonar, framkvæmdastjóra, standa
flest helstu útgerðar- og fiskiv-
innslufyrirtæki á Norðurlandi að
markaðnum, auk Akureyrarbæjar
og nokkurra einstaklinga.
— Menn voru sammála um það
að þessi markaður ætti að verða
einhvers konar fjarskiptamarkað-
ur og var það ekki síst stærð svæð-
isins sem ýtti undir þær hugmynd-
ir, segir Sigurður en hans fyrsta
verk sem framkvæmdastjóri, var
einmitt að gera tillögur að því
hvernig uppboðsformið ætti að
vera. I samráði við Verkfræðiskrif-
stofuna Streng, hannaði Sigurður
svo uppboðskerfið og var samið
við Streng um gerð slíks kerfis í lok
júlímánaðar. Það tók þessa aðila
hálfan annan mánuð að fullmóta
uppboðskerfið og það var loks í
lok september að allt var tilbúið.
Spennandi uppboð
Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar, voru tíu aðilar tengdir upp-
boðskerfinu í upphafi. Uppboð fer
fram á milli kl. 12 og 15.30 og allur
fiskur sem tilkynntur hefur verið
inn á markaðinn fyrir hádegi, er til
sölu þann daginn. Fyrirkomulagið
er í stuttu máli þannig að útgerðar-
menn skipa tilkynna það inn á
markaðinn, hvað þeir hafi til sölu
og koma þessar upplýsingar fram á
tölvuskjám í húsnæði fiskmarkað-
arins og hjá þeim aðilum sem
tengdir eru markaðnum í gegnum
tölvunetið. Menn geta því setið á
skrifstofu sinni á Pórshöfn eða
Sauðárkróki (jafnvel Grundarfirði
sem er 11. staðurinn sem tengdur
er markaðnum) og boðið í fiskinn.
Upplýsingar um verð og bjóðanda
koma samstundis fram á skjánum
og geta menn því fylgst með boð-
um keppinautanna.
Að sögn Sigurðar hafa uppboð-
in þótt spennandi og hann segir að
margir hafi fylgst með boðunum á
skrifstofum sínum til að byrja
með. án þess þó að bjóða sjálfir.
í>að sé einmitt þetta fyrirkomulag
sem mönnum hafi líkað best og
reyndar sé Fiskmarkaður Norður-
lands hf. eini raunverulegi fjar-
skiptamarkaðurinn hér á landi.
Rétt sé einnig að benda á að selj-
andi ákveði alltaf hvar fisknum er
landað en samningar hafi þó oft
tekist um að löndun fari fram ann-
ars staðar en í heimahöfn. T.a.m.
hafi Grenivíkurbátar landað fiski
sem fara átti til Sauðárkróks, á
Siglufirði en það hafi sparað kaup-
endum mikinn akstur.
Ótæmandi möguleikar
En það er hægt að nota upp-
boðskerfi Fiskmarkaðar Norður-
lands hf. til fleiri hluta en bara
uppboðs á fiski. Að sögn Sigurðar
eru upplýsingarmöguleikar kerfis-
ins ótæmandi og þannig sé t.a.m.
jafnan til staðar allar upplýsingar
um verð á fiskmörkuðunum í
Hafnarfirði, Reykjavík og á Suð-
urnesjunum. Þessar upplýsingar
eru komnar inn í kerfið u.þ.b.
klukkustundu eftir að uppboðum
lýkur á viðkomandi stöðum og
geta Norðlendingar sem tengdir
eru tölvunetinu því séð skömmu
síðar á hvaða verði hinar eða þess-
ar fisktegundir hafa selst. t>á er rétt
gengisskráning sett inn daglega og
forráðamenn markaðarins velta
því nú fyrir sér hvort bæta eigi við
upplýsingum.
— Við gætum hæglega sett inn
sölur erlendis, þjóðskrána eða
tengt viðskiptavini okkar við
bankana þannig að þeir geti séð
stöðu viðskiptareikninga sinna.
Allir notendur hafa ákveðið leyni-
númer sem tryggir að þeir fá
aðeins aðgang að ákveðnum upp-
lýsingum og þannig geta engir boð-
ið í þeirra nafni eða fengið upp-
lýsingar. Þá geta menn skrifast á
milli staða með hjálp tölvukerfis-
ins í stað þess að nota símann, svo
dæmi séu nefnd, sagði Sigurður P.
Sigmundsson.
„Bjartsýnn á
framhaldið“
Eins og fram kom hér að framan
er það fyrst nú sem Fiskmarkaður
Noðurlands hf, er að komast í
gang. Til marks um það má nefna
að í fyrstu vikunni í desember var
seldur fiskur fyrir u.þ.b. 2.8 millj.
króna en það var um 40% af heild-
arveltunni fram til þess tíma. Við
spyrjum Sigurð hvort hann hafi
ekki verið farinn að örvænta?
— Eg var orðinn órólegur en
það var búið að segja mér að menn
væru varkárir og það tæki tíma að
fá þá til þess að skipta við markað-
Óskum vibskiptavinum
gleðilegra jóla ogfarsæls
komandi árs.
Saltsalan hf.
Kársnesbraut 106 b— Sími 64 12 77