Fiskifréttir


Fiskifréttir - 18.12.1987, Qupperneq 45

Fiskifréttir - 18.12.1987, Qupperneq 45
föstudagur 18. desember 45 Síldin Eskfirðingar drjúgir við síldarsöltun: Útflutningsverðmætið 142 þús. kr. á íbúa Núaðlokinnisíldarvertíð,lætur j upplýsingum Einars Benediktsson- | verðmætasköpunina en útflutn- nærri að útflutningsverðmæti ar, annars framkvæmdastjóra ingsverðmæti saltsíldar frá Eski- saltsíldarinnar sé á bilinu 900 til Síldarútvegsnefndar, voru það fírði nemur á þessari vertíð u.þ.b. 1000 milljónir króna. Samkvæmt I Eskfirðingar sem voru drýgstir við | 150 milljónum króna. Tæplega þríðjungur í bræðslu — ireiðar í reknet og lagnet að leggjast af Síldveiðum lauk nú um miðja vikuna og var það Vísir SF frá Höfn í Hornafirði sem varð síðasta skip til þess að klára kvóta sinn. Að sögn Arnar Traustasonar, veiðieft- irlitsmanns hjá Sjávarútvegsráðu- neytinu, veiddust alls rúmlega 72 þúsund lestir af sfld á þessari vertíð og er það um 15% aukning frá fyrra ári. Samkvæmt upplýsingum veiði- eftirlitsins nam úthlutaður kvóti að þessu sinni 72930 lestum. 91 skip hafði leyfi til síldveiða en aðeins 56 skip nýttu sér það leyfi. 33 skip framseldu kvóta, alls 26446 lestir og tvö skip nýttu sér hvorki veiði- leyfi né framsalsrétt. Af heildaraflanum, fóru rúm- Loka- spretturinn Síðustu síldarbátarnir í vertíð- inni lönduðu afla sl. miðvikudag. Mest af þeirri sfld fór í frystingu en dálítið í söltun. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar hjá Síldarútvegs- nefnd hafði ekkert heyrst frá Sov- étmönnum varðandi kaup á við- bótarmagni af saltsíld og hann taldi því fullvíst að síldarvertíð lyki nú í vikunni, enda væru flestir síldar- bátarnir komnir á aðrar veiðar eða væru að búa sig á þær. Sl. þriðjudagsmorgun var alls búið að salta í 256.170 tunnur og voru Eskfirðingar að venju drýgst- ir við söltunina. Par hafði verið saltað í 39844 tunnur en á Höfn var búið að salta í 34925 tunnur. Fiski- mjölsverksmiðja Hornafjarðar var þá hæsta söltunarstöðin með 21240 tunnur en Pólarsíld á Fáskrúðsfirði var með 18561 tunnu. Þriðja í röð- inni var svo Skinney á Höfn með 13107 tunnur og Norðursíld á Seyð- isfirði var í fjórða sæti með 11416 tunnur. Staða söltunar eftir höfnum, var annars sem hér segir: Húsavík 46 tunnur. Vopnafjörður 11193, Borgarfjörður eystri 2357, Seyðis- fjörður 22421, Neskaupsstaður 5876, Eskifjörður 39844, Reyðar- fjörður 25431, Fáskrúðsfjörður 23167, Stöðvarfjörður 6203, Breiðdalsvík 6968, Djúpivogur 9318, Höfn 34925, Vestmannaeyja 12565, Þorlákshöfn 10347, Grinda- vík 28932, Keflavík 3393. Hafnar- fjörður 969, Reykjavík 1694, Akranes 10521. lega 51 þúsund tonn í söltun og frystingu eða u.þ.b. 70% aflans. Um 21 þúsund tonn fóru til bræðslu eða u.þ.b. 30% aflans. Til samanburðar má nefna að í fyrra fóru um 18% heildaraflans í bræðslu. Að sögn Arnar Traustasonar bar það til tíðinda á þessari vertíð að allur aflinn veiddist í nót en rekneta- og lagnetaveiðar sem hafa verið mikið stundaðar hér við land virðast nú alveg vera að leggj- ast af. Að sögn Einars Benediktsson- ar, er útflutningsverðmæti saltsíld- ar á Sovétmarkað á milli 700 og 800 milljónir króna að þessu sinni og þegar samningarnir við Svía og Finna eru teknir með í reikning- inn, er heildarútflutr.ingsverðmæt- ið hátt í einn milljarður króna. Sem fyrr segir er útflutnings- verðmæti saltsíldar frá Eskifirði að þessu sinnu u.þ.b. 150 milljónir króna en það þýðir með öðrum orðum um 142 þúsund krónur á hvern hinna 1056 íbúa bæjarins. Næst á eftir Eskifirði kemur Höfn með um 135 millj. króna útflutn- ingsverðmæti og Grindavík í þriðja sæti með u.þ.b. 115 millj. króna. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst þýðingu síldveiða og síldarsöltunar fyrir viðkomandi byggðarlög. RAMMISLENSK BARMBÓK Ævintýri - sögur bænir - kvæði - leikir gátur - þrautir og föndur 2. útgáfa þessarar vinsælu og tallegu rammíslensku barnabókar. í bókinni eru ævintýri, sögur, bænir, kvæði, leikir, gátur, þrautir og föndur. Haukur Halldórsson myndskreytti bókina en Jóhanna Thorsteinsson fóstra valdi efnið. Þetta er einstök barnabók sem börn grípa til aftur og aftur og þetta er óskabók foreldra sem vilja velja börnum sínum gott og uppbyggilegt lestrarefni. Aðalskrifstofur: Ármúla 18 - Simi 82300 Frjálstframtak

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.