Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Síða 11
9
stöðumaður jarðvegsrannsókna Atvinnudeildar og tveir tilnefndir af
Búnaðarféiagi íslands. Tilraunaráðið velur formann úr sínum hópi (s.b.
4. gr.).
Verksvið tilraunaráðs jarðræktar er:
1. Að gera tillögur um, hver verkefni landbúnaðardeildin tekur til
meðferðar á liverjum tíma í þágu jarðræktarinnar.
2. Að kerfisbinda og samræma tilraunastarfsemi jarðræktarinnar,
ákveða hver verkefni eru tekin til meðferðar á tilraunastöðvunum og
hvernig þeim skuli skipt milli þeirra á hverjum tíma.
3. Að gera tillögur um framkvæmd og ákveða fyrirkomulag dreifðra
tilrauna.
4. Að sjá urn að niðurstöður tilrauna verði birtar, bæði með því að
gefa út áriega leiðbeiningar um árangur tilrauna, svo og heildarskýrslur
um allar þýðingarmestu tilraunir, sem framkvæmdar hafa verið á til-
raunastöðvunum (s.b. 6. og 8. gr.).
Tilraunaráð kemur saman minnst einu sinni á ári. Er þá gerigið frá
tilraunaverkefnum fyrir næsta starfsár, gerðar fjárhagsáætlanir fyrir allar
tilraunastöðvarnar og í það heila tekið gerðar áætlanir um alla starfsemi
tilraunastöðvanna, en tilraunastöðvarnar eru nú fjórar, ein í hverjum
landsfjórðungi, eins og lög Nr. 64/40 gera ráð fyrir. Tilraunastjórarnir
sjá um framkvæmdir hver á sinni tilraunastöð.
Lög þessi verða nú ekki rakin nánar. En það er skoðun mín, að lögin
séu mjög vei úr garði gerð, frá hendi löggjafans. Enda hefur áður verið
bent á, hversu vel var unnið að öllum undirbúningi þeirra. Þau sam-
rýmast áreiðanlega vel okkar staðháttum, jafnframt því sem þau eru
byggð á hliðstæðum grundvelli og hliðstæð löggjöf í nágrannalöndum
okkar. Ég vil álíta, að ekki sé það þessurn lögum að kenna, þótt enn
vanti mikið á samstarf og samstillingu þeirra stofnana, er heyra undir
lögin. Lögin gera þvert á móti ráð fyrir nánu samstarfi. Lagabreyting er
því varla nauðsynleg til þess að koma á fullu samstarfi.
Þær stofnanir, sem hér eiga hlut að máli samkvæmt lögunum eru:
Tilraunaráð jarðræktar, Tilraunaráð búfjárræktar og Landbúnaðardeild
Atvinnudeildarinnar.
í Tilraunaráði jarðræktar eiga nú sæti: Pálmi Einarsson, landnáms-
stjóri, og er hann formaður , Ásgeir L. Jónsson, ráðunautur, Björn Jó-
hannesson, jarðvegsfræðingur, og tilraunastjórarnir Árni Jónsson og
Klemenz Kr. Kristjánsson.