Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 47
45
Yfirlit um hita og úrkomu í Stykkishólmi og Kvígyndisdal.
Januar Februar Marz Apríl 2 C o O Ágúst September Október Nóvember Desember *o L 'Cj < maí - sept. hitam. úrk.
Stykkishólmur: Hiti C° 1874-’22 -2.0 -2, -2.1 0.5 4.3 8.1 9.9 9.2 7.2 3.7 0.6 -1.5 3.0 | 1184
1931-’45 -0.9 -í.i 0.1 2.0 6.2 9.1 10.8 10.4 8.2 4.2 2.2 0.9 4.3 ' 1368
Kvigindisdalur: Hiti C» 1874-’22 -2.3 -2.7 -2.6 0.2 4.4 8.3 10.1 9.4 6.7 3.2 0.2 -1.8 2.8 1191
1931-’45 -1.0 -1.5 -0.3 1.7 6.2 8.9 10.7 10.0 7.6 3.7 1.8 0.6 4.0 1329
Stykkishólmur: Úrk. mm. 1901-’30 79.4 70.2 53.7 40.4 32.5 37.0 35.5 38.8 68.5 62.6 72.7 69.1 680.4 212.3
1931-’45 88.1 72.3 68.7 50.4 42.2;40.5 34.7 59.8 93.4 92.0 91.3 88.0 821.4 270.6
Kvígindsdalur:
Úrk. mm. 1901-’30 101.1 90.5 66.5 44.4 39.0144.4 44.3 56.8 99.4 109.1 98.5 93.2 887.2 283.9
1931-’45 127.4 92.4 105.5 79.7 64.5 69.2 51.7 103.8 171.0 149.1 152.0 141.0 1307.3 460.2
Þótt meðaitalstölur verði birtar frá þessum veðurathugunarstöðvum,
ber ekki að skilja það svo, að þær geti verið eins konar meðaltal fyrir
Reykhólasveit, en hins vegar gefa þær til kynna veðurfar við Breiða-
fjörð og Vestfirði sunnanverða. Hitamagn sumarsins er efalaust hliðstætt
og á þessum tveim stöðum, en úrkoman er að magni til nær Stykkis-
hólmi.
Þess skal hér getið, að það er mál manna hér um slóðir, að síðustu
15—20 árin hafi verið rnikið hlýrri og jafnframt nokkuð úrkomusamari
en áður var enda kemur sú skoðun heinr við veðurathuganir á Suðvestur-
landi.
9. Tilraunastarfsemin.
Um tilraunastarfsemina á Reykhólum verður ekki farið mörgum orð-
um, enda gefur hún ekki tilefni til þess. Eins og áður hefur verið greint
frá, var ræktað land ekkert þegar ég fluttist að Reykhólum, og þessi ár
hefur orðið að beina öllum starfskröftum og fjármagni að frumstæðustu
stofnframkvæmdum frumbýlingsins, þ. e. að koma upp húsaskjóli fyrir
menn og skepnur og ræsa fram mýrar, svo hægt væri að koma sáðvörum
í jarðveginn.
Byggi heíur verið sáð í tilraunaskyni síðan 1947, en það hefur aldrei
náð þroska. Undanfarin ár hafa af ýmsum ástæðum verið óhagstæðari
fyrir kornrækt en ætla má að meðalárið sé á þessum slóðum. Einkum