Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 89
87
og rófna, nema fullkomin geymsluskilyrði séu á staðnum. Vegasambandið
veldur því einnig, að sauðfjárrækt verður öllu eðlilegri en mjólkurfram-
leiðsla, jafnvel þótt markaður væri fyrir nrjólk í mjólkurbúi á Egilsstöð-
um, sem enn er ekki fyrir hendi.
Að sumrinu er ein áætlunarbílferð í viku í Fljótsdalinn, að Valþjófs-
stað, og þannig hagað, að það er frá Reyðarfriði að morgni, og komið
aftur til Reyðarfjarðar að kvöldi. Vilji Fljótsdælingar fara í „kaupstað"
og nota áætiunarferð báðar leiðir, þurfa þeir að verja viku í ferðina. Frá
því síðari hluta september og fram í maí eða júní (eftir tíðarfari) eru
engar áætiunarbílferðir, og póstferðir 2 á mánuði þann tírna.
Mest aí ræktunarlandi Skriðu er mýrlendi og hálfdeigjujörð. Efri
hluti gamla túnsins er þó leirborið harðvelli og einnig dálitlir blettir
í hjöllunum þar út frá. En víðast hvar á hjöllunum getur þó jörðin orðið
ótrúlega vatnsmettuð í mikilli rigningatíð, og veldur því hið bratta fjall
fyrir ofan. Bakkarnir meðfram Jökulsánni eru myndaðir af framburði
og sandfoki frá ánni. Eru hæstu bakkarnir mjög þurrir og sendnir, en
þannig er aðeins mjó rönd víðast og allmikið af þeim er liæfilega rakt.
Er það land mjög frjósamt og gefur af sér rnesta kjarnahey, og virðist
þar aðeins skorta köfnunarefni til að spretta verði mjög góð. Nesið, ofan
við bakkana, er að vísu mýrlendi, en mjög blandað hinum fína jökulleir
og sandi, og er jarðvegurinn hlýr og auðunninn. Efst á „nesinu“, næst
brekkunum, er þó víða allþykkur reiðingur í mýrinni. Bakkajörðin virð-
ist mjög góð til kartöfluræktar og kornræktarjarðvegur álitlegur á sunnan-
verðu „nesinu". Mestallt landið er smáþýft (kollþýfi), og er jarð-
vinnsla þvt auðveld og tiltölulega kostnaðarlítil. Elvergi eru í landinu
hinir leirmiklu flag- og hrísmóar, sem víða eru í öðrum sveitum.
Jörðin Skriða er án tvímæla með beztu jörðum landsins. Fer þar
saman veðursæld, rnikið og frjósamt ræktunarland og víðáttumikið og
gott afréttarland.
4. Framkvæmdir á Skriðuklaustri.
Vorið 1949 var stöðin flutt að Skriðuklaustri. Sá flutningur fór ekki
fram fyrr en í maíbyrjun. Var flutt í Skriðuklaustur 19. maí. Ekki var
ráðist þar í neinar nýjar framkvæmdir á því ári. Vorstarfið fór í það að
setja búskapinn þar af stað, enda vorið með eindæmum slæmt fram í
miðjan júní. Mikið þurfti að lagfæra af girðingunr, thni fór í að koma
tilraunum fyrir og svo í hirðingu fjárins um sauðburðinn, en byrjað var
með um 200 fjár. Gert við fyrirhleðslu á engjastykki meðfram Jökulsá,
til að halda nokkurri áveitu. Sett girðing umhverfis kartöfluland. Voru