Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Qupperneq 10
8
og þingtíðindi frá 1939 og 1940, um nánari upplýsingar um framgang
þessa frumvarps.
4. Tildrög að samþykkt laga Nr. 64, 1940.
Á Alþingi 1938 bar Jörundur Brynjólfsson fram frumvarp um stofnun
tilraunabúa. Var í því gert ráð fyrir að stofna 4 tilraunabú, sitt í hvorum
landsfjórðungi, til rannsókna varðandi íslenzkan landbúnað. Var frum-
varpið að nokkru leyti byggt á þeirri skipan tilraunamála, sem verið
hafði undanfarna tvo til þrjá áratugi, án þess að lög frá Alþingi kæmu
til. En ýmsar nýjungar komu fram í frumvarpi Jörundar, en ekki er
ástæða til að rekja efni þess hér.
Eftir að Landbúnaðarnefnd Nd. hafði athugað frumvarp Jörundar,
varð um það samkomulag, að bera fram þingsályktun um að fela land-
búnaðarráðherra að skipa 5 manna nefnd, til þess að gera allsherjar til-
lögur um skipan tilraunamála landbúnaðarins í heild.
Alþingi samþykkti þingsályktun einróma í þessu efni, og 14. júlí
1938 er nefndin skipuð þessum mönnum:. Runólfi Sveinssyni, Jóni Pálma-
syni alþingismanni, Halldóri Pálssyni, Pálma Einarssyni og Steingrími
Steinþórssyni og var Steingrímur formaður nefndarinnar.
Nefnd þessi tók mjög röggsamlega til starfa og vann mjög skipu-
lega að undirbúningi þessa máls. Nefndin kynnti sér ítarlega skipan til-
raunamála í nágrannalöndum okkar, svo sem Noregi, Svíþjóð, Dan-
mörku og Stóra-Bretlandi.
Þá ráðfærði nefndin sig við mjög marga einstaklinga og stofnanir,
sem unnið höfðu að tilraunamálum hérlendis á undanförnum árum.
1. febrúar 1939 afhendir nefndin landbúnaðarráðherra álit sitt, sem
„Álit og tillögur milliþinganefndar í tilraunamdlum landbúnaðarins".
í áliti þessu kemur fram mjög ítarlegt frumvarp, auk greinargerðar og
fjölmargra upplýsinga. Frumvarpsbálkur þessi var svo samþykktur í
meginatriðum á þingi 1940, og voru lögin staðfest 7. maí sama ár — iög
um rannsóknir og tilraunir i þdgu landbúnaðarins Nr. 64.
Lög þessi eru í 6 köflum, og alls í 30 greinum. Ná þau yfir jarðræktar-
tilraunir, verkfæratilraunir, starfsemi landbúnaðardeildar Atvinnudeildar
Háskóla íslands o. fl.
Hér verður aðeins getið lauslega nokkurra atriða í lögum þessum,
er varða Tilraunaráð jarðræktar og jarðræktartilraunir.
Landbúnaðarráðherra hefur yfirstjórn allra tilraunamála samkvæmt
lögum þessum (s.b. 3. gr.). Skipuð eru tvö tilraunaráð, fyrir jarðrækt og
búfjárrækt. 5 menn eiga sæti í hvoru ráði, og gildir kosning þeirra til
5 ára í senn. í tilraunaráði jarðræktar eiga sæti tveir tilraunastjórar, for-