Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 86
84
Jarðyrkjuvélarnar voru að langmestu leyti notaðar við jarðvinnsluna,
bæði nýrækc, garðavinnu og því um líkt. Á þessum tveim árum voru rækt-
aðir um 5 ha. 1947 voru einnig keyptar ýmsar aðrar vélar og tæki, þar á
meðal kornþreskivél.
d. Tilraunastarfsemin.
Sumarið 1948 var byrjað og endað á tilraunum á Hofursá. Þetta sumar
voru gerðar 9 tilraunir. 5 með tilbúinn áburð, 1 með kartöfluafbrigði
og 3 í kornrækt. Verður þessara tilrauna getið síðar í skýrslunni.
Tilraunastarfsemin byrjaði því ’48 á viðunandi hátt, enda var aðstaða
á Hafursá að verða allgóð til þess að hefja þar tilraunir, því undirbún-
ingur 1946 og ’47 miðaði að því að starfsemin gæti hafizt ’48 með myndar-
brag.
e. Tilraunastarfsemin A Hafursd lögð niður og tilraunastöð sett á stofn
á Skriðuklaustri.
Eins og þegar er vikið að, flyzt tilraunastöðin að Skriðuklaustri vorið
1949.
Forsaga þessara atburða er í stuttu máli sú, að 1948 hættir Gunnar
Gunnarsson skáld búskap á Skriðuklaustri, en hann keypti jiirðina stuttu
fyrir stríð og hóf þar búskap 1939. Gunnar byggði á jörð sinni stærsta
og sérkennilegasta íbúðarhús, sem enn hefur verið byggt í sveit á íslandi.
Eru í því um 40 herbergi. Mun bygging þessi hafa orðið alldýr, enda er
húsið að mörgu leyti vandað, þótt ekki sé hægt að telja það hentugt þeirri
starfsemi, sem nú er á Skriðuklaustri.
Um þao leyti að Gunnar ákveður að hætta búskap, gefur hann íslenzka
ríkinu jiirðina, ásamt byggingum, með því skilyrði, að þar verði haldið
uppi einhverri menningarstarfsemi í þágu íslenzks landbúnaðar. Gjöf
þessari veitti móttöku þáverandi menntamálaráðherra, F.ysteinn Jóns-
son, fyrir hönd ríkisins.
Hér hafði ríkinti verið gefin einhver bezta jörð landsins, og hafði
ríkinu ekki borizt svo vegleg gjöf, frá því að Sigurður Jónsson gaf Bessa-
staði undir forsetabústað.
Eljótlega kom í ljós, að forráðamenn ríkisins voru í nokkurum vanda
staddir með að uppfylla hina einu ósk gefandans um að koma þar upp
einhverri menningarstofnun.
Síðla árs 1948 koma forráðamenn ríkisins að máli við formann Til-
raunaráðs jarðræktar og talfæra þann möguleika, að gera Skriðuklaustur
að tilraunastöð. Er mál þetta síðan rætt í Tilraunaráði, og niðurstaðan
varð sú, sem þegar er getið, að ríkisstjórnin afhendir Tilraunaráði jarð-