Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 59
57
tíma á köfnunarefnisáburði, með að plægja kúasaur niður í tún, með
útþvott á mykju, með dreifingartíma á föstunr og fljótandi búfjáráburði,
með síldarmjöl, fiskimjöl o. fl. tilraunir varðandi túnrækt, bæði nýrækt
og gömlu túnin.
Árlega hafa verið um 280—500 reitir undir ýmiss konar túnræktar-
tilraunum, síðan árið 1933.
g. Framræsla mýrlendis.
Tilraunir með franrræslu á mýrlendi hafa einkum miðað að því, að
fá um það upplýsingar, hvernig haga skyldi framræslunni og hver áhrif
hún hefði.
Fyrsta tilraunin var gerð á nrýri og franrræst með venjulegum lrnausa-
ræsum. Tilraunin átti að leiða í ljós, hver álrrif góð framræsla hefði á
gróðurbreytingar og uppskeru nrýrlendis.
Tilraun þessi leiddi í ljós, að án áburðar nrargfaldaðist uppskeran.
Eftir að tilraunin lrafði staðið í 10 ár, var uppskeran 6-föld, miðað við
1. árs uppskeru.
Þegar kílplógarnir komu, voru gerðar tilraunir með framræslu, er
miðuðu að því að fá upplýst, hversu þétt kílræsi ættu að vera, sanran-
borið við 10 m bil milli hnausaræsa.
Voru 4 bil reynd á nrilli kílræsa: 3 metrar, 6 m, 8 m og 10 metrar.
Vatnsstöðumælingar voru gerðar mitt á milli ræsanna. Virtist að
5—6 m milli kílræsa jafngildi 10 m bili á milli hnausaræsa.
h. Heymjölsgerð.
Sumarið 1948 voru gerðar tilraunir með að slá mýrar- og móatún oft.
Slegið var 4 sinnunr, og alltaf borinn á útlendur áburður (saltpétur) milli
allra slátta. Uppskeran var rannsökuð á efnarannsóknastofu ríkisins í
Reykjavík.
Rannsóknir þessar leiddu í ljós, að íslenzkt töðugresi getur verið
ágætt hráefni í grænheysnrjöl. Proteininnihald þess getur orðið eins mikið
og í „Alfa Alfa“ (Medicago sativa) méli, sem flutt er inn. Tilraunir
þessar benda því á, að vel mætti framleiða ágætt grænheysmjöl hér á
landi.
Vorið 1949 var keypt hraðþurrkunarvél ásamt myllu til mölunar á
hraðþurrkuðu heyi. Þá um sumarið var hafin framleiðsla á kjarnheys-
mjöli. Sumarið 1949 var framleiðslan 7 tonn. Þessari framleiðslu og til-
raunum var svo haldið áfram, og var framleitt 1950 35 tonn og 1951
um 23 tonn.