Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 37
III. Skýrsla Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum.
SIGURÐUR ELÍASSON, ÁRNI JONSSON
1. Tildrög að stofnun.
Þegar hafinn var undirbúningur að stofnun laga í tilraunamálum
landbúnaðarins, var gert ráð fyrir að koma skyldi tilraunastöð á Vestur-
landi, enda bafði það verið áhugamál ýmsra Vestfirðinga.
10. marz 1942 tekur tilraunaráð jarðræktar á dagskrá umræður um
möguleika á því að hefja undirbúning að stofnun tilraunastöðvar á
Vesturlandi, og var ákveðið að athuga, hvaða jarðir helzt gætu komið
til greina í þessu sambandi. í október sama ár kom tilraunaráð saman
og hafði þá um sumarið farið fram athugun á líklegum jörðum á Vestur-
landi. Voru tilnefndar í þessu sambandi Stórholt og Sauðafell í Dölum
og Reykhólar á Barðaströnd.
Á þessum fundi, í október 1942, samþykkti tilraunaráð einróma að
leggja til við hið háa ráðuneyti, að valin skuli l/g jörðin Reykhólar sem
tilraunastöð fyrir Vesturland. Tilraunaráð hafði kynnt sér nánar um ýms
atriði varðandi áðurgreindar jarðir, svo sem landkosti, möguleika á að
fá umráð yfir þeim í þessu skyni o. fl.
Máli þessu er svo haldið vakandi við ráðuneytið og Alþingi, með
þeim afleiðingum, að 31. október 1944 eru staðfest „Lög nr. 57, um t.il-
raunastöð i jarðrœkt á Reykhólum“. Fær tilraunastöðin með lögum þess-
tim þegar til umráða og eignar, endurgjaldlaust og kvaðalaust, 165 ha
úr austanverðri landareign Reykhóla. Þá fylgja með ennfremur þau hita-
réttindi, sem í landinu eru. Þá fær tilraunastöðin einnig 3 eyjar að eigin
vali úr landareign Reykhóla til að fullnægja þörf vegna sérstakra tilrauna.
Tilraunaráð jarðræktar tekur nú við Reykhólum, eins og til er tekið
í áðurgreindum lögum nr. 57, og á árunum 1945 og ’46 er svo hafinn
ymiss konar undirbúningur, svo sem mæling á landi, byrjað á skurð-
mælingum og að skipuleggja notkun og hagnýtingu landsins, með hlið-
sjón af þeirri starfsemi, sem þarna er fyrirhuguð.
Teiknistofa landbúnaðarins vinnur að teikningum nauðsynlegra bygg-
3*