Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 46
44
Um rófnaræktina er það að segja, að Reykhólasveit hefur verið laus
við kálfluguna fram að þessu. Kunnugt er, að markaðsverð á rófum hefur
verið mjög hátt undanfarin ár, og hafa því verið tengdir við þessa ræktun
nokkrir tekjumöguleikar.
7. Véla- og verkfæraeign.
Vélakostur Tilraunastöðvarinnar er fábrotinn og fremur fátækfegur
ennþá, enda ekki verið þörf margvíslegra búvéla á meðan ekkert var
búið og sama og engin ræktun.
Eins og áður var getið, var keyptur vörubíll, þegar íbúðarhúsið var
byggt, en hann var seldur aftur. Þessar vélar og tæki eru til í árslok 1950:
Ferguson dráttarvél með tilheyrandi plóg og diskaherfi, kartöflu-
niðursetningarvéf, hreykiplógur o. fl. rninni garðyrkjuverkfæri fyrir liand-
afl, fjórhjóla heyvagn og rninni heyvinnutæki. Þá eru og til nokkur smíða-
áhöld. Innanhúss eru til nauðsynlegustu tæki til heintilishalds. Diesel-
heimilisrafstöð var keypt 1948, og hefur rafmagn frá henni verið notað
til suðu og ljósa.
8. Veðuryfirlit.
Almennt má segja um veðurfar á Reykhólum eða um veðurfar við
innan- og austanverðan Breiðafjörð: NA-átt er lang algengasta vindáttin,
og getur stundum orðið allhvöss. Úrkoma fylgir henni sjaldnast, nema
mjög lítil, en NA-áttin er mjög þrálát og venjulega köld. SA—S-átt er
yfirleitt hlý og hæg hér á Reykjanesi, þótt stormur sé út á miðjum Breiða-
firði. SV—V-áttin getur verið hvöss, og henni fylgir oft mikil rigning að
sumri og snjókoma á vetrum. Annars verður að telja vetra fremur snjó-
létta hér um slóðir, en frost eru hér hins vegar mun meiri en við sunnan-
verðan Breiðafjörð. Er því frost hér lengur í jörð frameftir vori en
sunnanlands. Virðist mér að hér vori að jafnaði 2—3 vikum síðar heldur
en á Suðurlandi yfirleitt.
Þrjú undanfarin vor hafa verið óvenju þurrkasöm og ráðandi vind-
átt N—NA. Þornar jarðvegur því fljótt á yfirborði, enda þótt mikið frost
geti verið í jörðu fram í júní. Verður því jarðvegshitinn mjög lítill, enda
þótt sólar gæíi, og engum gróðri fer fram undir þannig kringumstæðum.
Síðan i. september 1948 hafa verið hafðar hér veðurathuganir, en
uppgjöri þeirra er ekki að fullu lokið, en væntanlega verður hægt að
birta þær i starfsskýrslu fyrir 1951.
Næstu veðurathugunarstöðvar eru í Stykkishólmi og í Kvígindisdal.
Verður hér á eftir greint frá hita og úrkomu á þessum stöðvum.