Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 48
46
eru það vorin, sem hafa verið fremur köld, frost verið lengi í jörð og
úrkomur og dimmviðri síðari hluta sumars. Þá er líklegt, að tilraunir
þurfi að gera með áburð og jarðvinnslu fyrir korn, til þess að fá upplýs-
ingar um áhrif þeirra atriða á þroskun kornsins, undir veðurskilyrðum
í Reykhólasveit.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim tilraunum, sem gerðar hafa
verið til ársloka 1950.
10. Yfirlit um tilraunir gerðar 1947—1950.
1947.
Nr. 1. Tilraun með „Agrozone“ gegn sóleyjum i gömlu túni.
Tilraunaliðir:
a. 0 kg/ha „Agrozone"
b. 200 - - borið á 23. maí
c. 400 - - — 23. maí
d. 200 - — 20. júní
e. 400 - — 20. júní
Á r a n g u r tilraunar: i n n a r:
Sóleyjar- Gras Hey Hlutfallst.
prósenta hkg/ha hkg/ha hey
a-liður 24 291 44,3 100
b-liður 7 273 50,8 115
c-liður 7 264 49,1 111
d-liður 8 234 43,1 97
e-liður 7 217 40,4 91
Um tilraun þessa má gefa þessar upplýsingar: Dreifingartími í b- og c-
lið var miðaður við að blaðkrans væri myndaður á sóleyjunum, en í d- og
e-lið við að sóleyjarnar stæðu í fullum blóma. Sóleyjar og fíflar virðast
eyðast algjörlega bæði með hálfum og heilum skammti, þar sem dreifing-
in tókst bezt. Dreift var með garðkönnu og reyndist ekki mögulegt að
dreifa eins jafnt og þurfti. Kornsúru og túnsúru virðist ekki saka. Skemmd
á grastegundum sást ekki.
Ástæðan fyrir því að uppskeran verður mun minni við seinni dreifing-
artímann gæti e. t. v. legið í því, að sóleyjarnar eru þá búnar að taka mik-
ið rúm frá grasinu fyrri hluta sumarsins, svo að fyrri sláttur varð minni en
í fyrri dreifingartímanum (2?>. maí).