Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Síða 10

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Síða 10
8 og þingtíðindi frá 1939 og 1940, um nánari upplýsingar um framgang þessa frumvarps. 4. Tildrög að samþykkt laga Nr. 64, 1940. Á Alþingi 1938 bar Jörundur Brynjólfsson fram frumvarp um stofnun tilraunabúa. Var í því gert ráð fyrir að stofna 4 tilraunabú, sitt í hvorum landsfjórðungi, til rannsókna varðandi íslenzkan landbúnað. Var frum- varpið að nokkru leyti byggt á þeirri skipan tilraunamála, sem verið hafði undanfarna tvo til þrjá áratugi, án þess að lög frá Alþingi kæmu til. En ýmsar nýjungar komu fram í frumvarpi Jörundar, en ekki er ástæða til að rekja efni þess hér. Eftir að Landbúnaðarnefnd Nd. hafði athugað frumvarp Jörundar, varð um það samkomulag, að bera fram þingsályktun um að fela land- búnaðarráðherra að skipa 5 manna nefnd, til þess að gera allsherjar til- lögur um skipan tilraunamála landbúnaðarins í heild. Alþingi samþykkti þingsályktun einróma í þessu efni, og 14. júlí 1938 er nefndin skipuð þessum mönnum:. Runólfi Sveinssyni, Jóni Pálma- syni alþingismanni, Halldóri Pálssyni, Pálma Einarssyni og Steingrími Steinþórssyni og var Steingrímur formaður nefndarinnar. Nefnd þessi tók mjög röggsamlega til starfa og vann mjög skipu- lega að undirbúningi þessa máls. Nefndin kynnti sér ítarlega skipan til- raunamála í nágrannalöndum okkar, svo sem Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku og Stóra-Bretlandi. Þá ráðfærði nefndin sig við mjög marga einstaklinga og stofnanir, sem unnið höfðu að tilraunamálum hérlendis á undanförnum árum. 1. febrúar 1939 afhendir nefndin landbúnaðarráðherra álit sitt, sem „Álit og tillögur milliþinganefndar í tilraunamdlum landbúnaðarins". í áliti þessu kemur fram mjög ítarlegt frumvarp, auk greinargerðar og fjölmargra upplýsinga. Frumvarpsbálkur þessi var svo samþykktur í meginatriðum á þingi 1940, og voru lögin staðfest 7. maí sama ár — iög um rannsóknir og tilraunir i þdgu landbúnaðarins Nr. 64. Lög þessi eru í 6 köflum, og alls í 30 greinum. Ná þau yfir jarðræktar- tilraunir, verkfæratilraunir, starfsemi landbúnaðardeildar Atvinnudeildar Háskóla íslands o. fl. Hér verður aðeins getið lauslega nokkurra atriða í lögum þessum, er varða Tilraunaráð jarðræktar og jarðræktartilraunir. Landbúnaðarráðherra hefur yfirstjórn allra tilraunamála samkvæmt lögum þessum (s.b. 3. gr.). Skipuð eru tvö tilraunaráð, fyrir jarðrækt og búfjárrækt. 5 menn eiga sæti í hvoru ráði, og gildir kosning þeirra til 5 ára í senn. í tilraunaráði jarðræktar eiga sæti tveir tilraunastjórar, for-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.