Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 5

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Qupperneq 5
Tildrög. Á síðastliðnum árum hafa orðið mjög mikil brögð að því, að slægju- lönd bænda kali. Hefur kveðið svo rammt að þessu í sumum héruð- um, að til stórvandræða hefur horft. Fjöldi bænda hefur beðið óbæt- anlegt tjón, er heyfengur þeirra hefur rýrnað um helming eða meir á þessum árum. Stórar spildur í túnum þeirra og nýgræðslum hafa eyði- lagzt vegna kals, og hefur sumum bændum ekki þótt ómaksins vert að slá þá hluta túna sinna, er illa hafa orðið úti. Aðrir hafa af illri nauðsyn orðið að hirða það, sem upp af þessuin blettum óx, þótt aldrei yrði verkuð úr því góð taða. Má því álykta, að það tjón, sem kalið hefur valdið, sé enn meira en tölur um heyfeng þessara ára benda til, þar sem fóðurgildi heysins hefur eðlilega verið mun rýrara. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því, hvað þetta tjón hefur verið mikið á öllu landinu vegna þess, að tölur um heyfeng og túnastærð eru ekki mjög nákvæmar og sprettutíð, áburðarnotkun og hirðing hafa einnig mikil áhrif á töðufeng ársins. Auk þess eru sáðlönd grænfóðursjurta og unnin flög talin með túnasléttum síðustu ár í búnaðarskýrslum. Ætti það þó ekki að hafa mikil áhrif á hlutfallið milli töðufengs og ha fjölda, þar sem unnt er að áætla töðufeng sáðlandsins það mikinn, að hann vegi upp á móti því heyi, sem ætti að fást af flögunum. Ekki hefur enn verið safnað öllum skýrslum um töðufeng ársins 1952, þegar þetta er ritað, en á samanburði áranna 1950 og 1951 (4) má sjá, að uppskeran sumarið 1951 er 302 000 hestum minni en hún ætti að vera miðað við sömu uppskeru á ha og 1950. Sé töðuhesturinn reiknaður á kr. 100.00, þá er uppskerutjónið kr. 30.2 milljónir. Töðu- fengur sumarið 1952 verður nokkuð betri, en þó má búast við allt að kr. 20 milljóna mismuni það árið. Vitanlega stafar þessi munur ekki allur af kalskemmdum, en búast má við, að kalið eigi samt drjúgan þátt í honum. Þvílíkt tjón af völdum kals hefur ekki komið í tíð hinna miklu framfara á sviði nýræktar, og er því von, að sumir hafi látið sér detta í hug, að ræktunaraðferðum síðustu ára væri hér að einhverju leyti um að kenna. Hefur efasemdum þessum einkum verið beint að hinum erlendu grastegundum, sem sáð hefur verið til, og þær taldar of veik- byggðar fyrir íslenzkar aðstæður. Eru þeir dómar byggðir á þeirri skoð- un sumra bænda, að nýræktir síðustu ára hafi farið verr af völdum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.