Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 52

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 52
50 A. Vinnuaðferð og ferðalög. Við athuganir á gróðurfari túna var farin nokkuð önnur leið en notuð hefur verið í fyrri tilraunum. í stað þess að nota hringaðferð C. Raunkiærs, sem gefur bæði upplj'singar um, hvað ein tegund þekur mikið og hve oft hún kemur fyrir í túnum, var notuð algeng, en nokkuð einfaldari aðferð. Er hún þess eðlis, að lína með 25 hnútum er lögð á grassvörðinn og þær plöntur taldar saman, sem liggja undir hnútunum. Sé þetta endurtekið fjórum sinnum á mismunandi stöðum, fást nokk- urn veginn ákveðin hlutföll milli fjölda og útbreiðslu tegundanna í sléttunni. Aðferð þessi var notuð á flestum þeim stöðum, er kalskemmdir voru skoðaðar á, en það var dagana frá 19. júlí til loka ágústmánaðar. At- huganir voru gerðar á Suðurlandsundirlendi frá Reykjavík að Kálfafelli, í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfirði og Snæfellsnesi og norðanlands frá Hrútafirði austur á Sléttu og Grímsstöðum á Fjöllum. Tala mældra sléttna var alls 288 á 130 bæjum, en margar aðrar voru skoðaðar. Skipt- ast þær þannig niður eftir byggðarlögum: Suðurland........................ 185 sléttur Norðurland ...................... 103 — Alls 288 sléttur Æskilegt hefði verið að fá heildaryfirlit af öllu landinu, en tími entist naumast til þess, enda þótti réttara að gera heldur nákvæmari rannsóknir á umræddum stöðum og láta aðra landshluta bíða seinni tíma. B. Rannsóknarefni. Gróðurrannsóknir voru gerðar á 158 kalsléttum. Af þeirn voru 102 sunnanlands og 56 norðanlands, en til samanburðar voru einnig athug- aðar 133 ókalnar sléttur á sömu bæjum eða tæplega ein ókalin á móti einni kalinni sléttu. f kafla I um kal er skýrt frá þeim lið rannsókn- anna, sem laut beinlínis að kalinu sjálfu og frostþoli hinna mismun- andi jurtategunda, og skal vitnað til hans um þá hlið málsins, en nú reynt að skýra frá þeim hlutfallsbreytingum, sem orðið hafa á útbreiðslu einstakra fóðurjurta í hinu ræktaða landi frá ári til árs. Gróðurfar mismunandi sléttuárganga. Athugað var gróðurfar 184 sáðsléttna, sem flokkuðust þannig eftir landshlutum og kali;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.