Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 13

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.10.1954, Blaðsíða 13
11 mjög langur, eins og oft vill verða á Norðurlandi, deyja þá flestar jurtir að lokum og eftir verða svartir og rotnir kalblettir. Hér að framan hefur verið minnzt nokkrum orðum hinna mismun- andi áhrifa frostsins á jurtirnar og hvaða tjóni það getur valdið þeim bæði beint og óbeint. Á þeim forsendum er síðan unnt að skýra kal- skemmdir í graslendi yfirleitt. Þess var getið í upphafi, að tjón af völdum kals hefði verið mikið hér á landi síðustu árin og væri því eðlilegt að álykta, að notkun óþolnari grastegunda eða nýjum ræktun- araðferðum síðuslu ára væri hér um að kenna, ef veðurfar væri óbreytt. Til þess að grennslast eftir því, hvort þetta óvenju mikla kal sé alger nýlunda í sögu landsins, er fróðlegt að sjá, hvað annálar og aðrar heim- ildir fyrri ára hafa um kal að segja. Kal á fyrri árum. Engar frambærilegar sannanir eru til fyrir því, hve mikil brögð hafa verið að kali fyrir landnám. Hægara ætti að vera að átta sig á, hvenær kalskemmda varð vart, eflir að landið byggðist, sögur hófust og annálar voru skráðir. Þetta er þó ekki eins auðvelt og ætla mætti. Enda þótt minnzt sé á illt árferði og grasleysi, er ekki einhlítt, að gróður hafi kalið. Má þó hiiast við, að í mörgum grasleysisárum hafi kali verið um að kenna, en ekki verið litið á það sem sérstakt fyrir- brigði, og það talið sama eðlis og önnur vanþrif í grasvexlinum, og þess því ekki getið, enda voru menn ekki á eitt sáttir, hvað valda myndi grasbresti, og náði hugmyndaflug sumra svo langt, að eitt ár var hald- ið, að grasbrestur stafaði af halastjörnu einni, er sást á lofti um þær mundir (18). Grasleysisára er þó víða getið allt frá elztu heimildum fram á vora daga. Eru heimildir að vísu fáar frá fyrstu öldum eftir landnámið og gefa óljósar hugmyndir um mismun á sprettu áranna, enda er aðeins versta tíðarfars getið, en lítt minnzt á góðærin. í Biskupasögum (3) segir, að árið 1106 „grúði á hallæri mikit ok veðrátta köld, svá at jörð var ekki ígróðra (grænkuð) at várþingi**.1) Og enn segir: „Þat var eitthvert vár, að váraði svá seint, at jörð var litt ígróðra at fardögum.“ Hefur söguritara því vexið kunnugt, að mis- jafnlega heill gæti gróður komið undan vetrinum, þótt ekki minnist hann á kal. Þess er getið árið 1389 (18), að illa hafa árað hér á landi. Var þá „suinar hart og spilltust rnjög akrar og hey“. En hér þarf þó ekki að vera um kal að ræða, þótt hitt sé líklegt, að það hafi getað átt þátt i grasbrestinum, þótt ekki sé á það minnzt. Það er ekki fyrr en á 18. 1) Vorþing var haldið að loknum fardögum 6.—10. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.